Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 20
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR ferðalög kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Strönd í Afríku. Getty Images. Penni Júlía Margrét Alexandersdóttir Ljósmyndir Klængur Gunnarsson, Yvan Rodic Auglýsingar Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is NÝJUSTU ÁFANGASTAÐIRNIR, SKÍÐI Í LECH, SVÖLUSTU HÓTELIN OG HOLLRÁÐ FRÁ HEIMAMÖNNUM [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög FEBRÚAR 2008 HEITT ÁRIÐ 2008 NÝIR ÁFANGASTAÐIR Á NÝJU ÁRI BORG HINS EILÍFA VORS COCHABAMBA Í BÓLIVÍU LEYNISTAÐIR Í PARÍS, BOSTON & SAN FRANCISCO ÖÐRUVÍSI FERÐALÖG OG HVERNIG Á AÐ SKIPULEGGJA ÞAU BÓKAÐU NÚNA 2 FERÐALÖG Þ að er fátt betra en að hamast í brekkum allan daginn, verða sársvang- ur og fá sér svo stórkost- legan mat á eftir. Hótelið Goldener Berg í Oberlech í Austurríki skartar fimm stjörnum og er víðfrægt fyrir veitinga- stað sinn og yfirfullan vínkjallara en hvorki meira né minna en 580 vín eru á vínlistanum. Þetta fallega hótel er rétt fyrir utan tískuskíðastaðinn Lech í Vor- arlberg-dalnum og ekki óalgengt að sjá konunglegum andlitum bregða fyrir í brekkunum. Goldener Berg býður líka upp á frábæra heilsulind með finnskum sánum og heitum pottum utandyra þar sem maður getur notið frá- bærs útsýnis yfir Alpana. Borðstofan er í hefðbundnum alpastíl með hreindýra- hornum og viðarpanelum og herbergin eru öll í frekar hefðbundnum og kósí austurrískum stíl. Svo er þetta drauma- staður fyrir fjölskyldur þar sem barna- pössun og leiksalur eru í boði. Ungir sem aldnir munu njóta rómantíkurinnar sem fylgir ferðum á hestasleða og heitum fondue-pottum. Skíðafíklar geta dundað sér á 260 kílómetrum af skíðabrekkum og farið hinn svokallað „hvíta hring“ sem er 22 kílómetrar. Ævintýragjörnum er svo bent á að taka þyrlu upp á hæstu tindana. - amb www.goldenerberg.at LOKKANDI DAGAR Í LECH Goldener berg býður upp á frábær vín og fondue og fjölskylduvænt umhverfi Þ egar ég var að skipuleggja langferð um dag- inn var ég spurð: „En heldurðu ekki að þú fáir menningarsjokk?“ Menningarsjokk er orð sem ég hef oft heyrt þegar fólk talar um ferðir á fjarlægar slóðir, þegar ferðalangar fara á staði langt frá okkar þægilega íslenska lífi og upp- götva til dæmis mannmergð, fátækt og gerólíkt lands- lag hinum megin á hnettinum. Ég hef sérstaklega heyrt þetta frá fólki sem fer til Indlands eða Afríku, og lendir til dæmis í hringiðu stórborga eins og Bomb- ay þar sem varla er hægt að fóta sig meðal þúsund manna og bíla og þar sem lætin og lyktin og örbirgðin er yfirþyrmandi. En menningarsjokk er ekki nei- kvætt. Það er okkur öllum hollt að steypa okkur í sam- félög sem eru gerólík okkar eigin, þar sem maturinn er framandi, fólkið öðruvísi og dýralífið fjölbreyttara og ef til vill meira ógnvekjandi en íslensk mús eða refur. Minnisstæðasta ferðalag sem ég hef nokkru sinni farið í var einmitt minnisstætt vegna þess hve gerólíkt landið var þeim vestræna heimi sem ég þekkti. Fyrir nokkuð mörgum árum fór ég til Suður- Afríku, með viðkomu í Lesótó og Mósambík. Afríka heillaði mig um leið og ég steig fæti niður úr flugvél- inni, lyktin af moldarrykinu og andrúmsloftið gáfu til kynna ævaforna og seiðmagnaða heimsálfu. Þrátt fyrir alla þá frábæru staði og yndislega fólk sem ég hitti á löngu ferðalagi um þennan fallega hluta Afríku var mér þó ekkert jafnminnisstætt og fimm dagar í veiðihúsi í graslendum Kruger-þjóðgarðsins sem er friðað náttúrusvæði. Og aldrei hefur náttúran verið jafnnærri á jafn ólíkan hátt og hún er á Íslandi. Brenn- andi sólin settist hratt yfir sléttunum og þegar hún var orðin að rauðri eldkúlu á sjóndeildarhringnum fylgd- ist ég með hjörðum af sebrahestum, antílópum og gír- öffum þyrpast að ánni til að drekka. Svo hvolfdist niðamyrkur og stjörnubjartasti himinn sem ég hef nokkurn tímann séð yfir landslagið. En það er aldrei þögn á sléttum Afríku. Það er stanslaus niður frá skor- dýrum og fuglum og úti í myrkrinu heyrðust oft span- gól, urr eða gelt. Skelfilegt urr ljóna eða hlébarða hljómaði oft nærri svefnherbergjunum en þá treysti maður á að gaddavírsgirðing dygði til að maður yrði ekki að bráð. Oft vaknaði ég við fótatak margra fóta á gólfinu og þegar ég beindi vasaljósi á kvikindin sá ég eitthvað sem líktist humrum á þurru landi. Lugtir fyrir utan húsið drógu líka að sér skordýr og risa- vaxnar flugur sem hrundu yfir hárið á manni og axl- irnar og skutust svo í burtu. En eitt kvöldið þegar ég dró upp alíslenskan humar úr frystinum til að elda á útigrillinu fékk drengurinn sem hjálpaði mér við mats- eldina sjokk. Viðbjóðurinn á andliti hans var augljós þegar hann spurði mig hvernig við gætum eiginlega borðað svona hrylling á þessu skrýtna kalda landi í norðri. AÐ FÁ MENNINGAR- SJOKK Anna Margrét Björnsson skrifar UPPÁHALDSVERSLUNARGATAN: Markveien og Bogstadveien. SKEMMTILEGASTA KAFFIHÚSIÐ TIL AÐ STOPPA Á: Le Rustique Kafé og Bakeri i Grünerløkka, kósí kaffihús í þessu skemmtilega hverfi. SMARTASTI BARINN: Südøst. EKKI MISSA AF ... Norway design og Vigelandsparken. Og bað- ströndunum á Bygdø á sumrin. NEFNDU TVO BESTU VEITINGASTAÐINA Í BORGINNI: Alex Sushi og Südøst. NÝJASTA UPPGÖTVUNIN ÞÍN: Litterat- urhuset, skemmtilegur staður þar sem hægt er að skoða bækur, kaffihús og barnahorn með barnapössun. BESTI STAÐURINN FYRIR BÖRN: Útisvæðið i Frogner- parken á öllum árstímum er skemmtilegt og rétt hjá Vige- landsparken. Child Planet á Majorstua-svæðinu, sem er innileiksvæði og kaffihús. Og besti staðurinn til að borða úti með börnin er Pizza Paradiso í Grünerløkka. ÞAÐ SEM KEMUR MEST Á ÓVART VIÐ OSLÓ ER: Hve falleg borgin er og hefur upp á margt fjölbreytt að bjóða. Menn- ingu og útiveru – baðstrendur á sumrin og skíði á veturna. HEIMAMAÐURINN BJÖRK BJARKADÓTTIR, MYND- SKREYTARI OG RITHÖFUNDUR OSLÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.