Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 88
10 FERÐALÖG „Eitt af þeim ferðalögum sem við fórum í þegar við vorum í Chile var frábær ferð til Perú. Það þekkist ekki að ferðamenn leigi sér bílaleigubíl í Perú til að ferð- ast utan borgarinnar en við gerð- um það engu síður og enduðum reyndar á því að þurfa að setja blýlaust bensín á bíl sem var gerð- ur fyrir blýbensín en í sveitinni er aðeins selt blýlaust. Við keyrðum suður með strönd- inni og skoðuðum meðal annars Nasca-línurnar og sáum Inka- rústir, sem eru magnaðar því enn eru allar fornminjar óáreittar í þeim. Leiðin lá svo til Titicaca- vatns sem er í fimm þúsund metra hæð og skoðuðum við sefeyjarnar frægu. Á þessu ferðalagi keyrð- um við meðal annars fáfarinn fjallaveg til Lima en slíkt hafa túristar ekki gert því hryðju- verkasamtökin Skínandi stígur hafa verið virk á þessu svæði en voru á þessum tíma að leggja upp laupana. Aksturinn í gegnum fjöllin tók sextán tíma og sáum við þar afskaplega frumstæða hlið á Perú og mættum við aðeins um tveim- ur bílum alla þessa leið. Dóttir mín, sem er mjög ljóshærð, vakti mikla athygli en margir þarna höfðu aldrei séð ljóshært fólk áður og vakti það enn meiri kát- ínu þegar hún talaði svo reiprenn- andi spænsku. Við enduðum svo í borginni Ayacucho, vígi Skínandi stígs, og þar höfðu varla sést ferðamenn. Við keyrðum til Lima og þar kvaddi ég fjölskylduna og ætlaði þá að sigla niður Amazon-fljótið. Ég flaug til þorpsins Pucalpa og kynntist þar nýrri hlið á Suður- Ameríku, Amazon-svæðinu, sem minnir meira á Filippseyjar en Suður-Ameríku. Niðri á höfn fann ég bát sem sigldi niður ána en tilhögun á slíkum ferðalögum með fljóta- bátum er þannig að maður tekur einfaldlega með sér hengirúm, hengir það á þilfarið og er þar svo í rúminu á leið niður ána – ég var í viku. Ég lenti á æðislegum bát með fullt af fólki og allir virt- ust þurfa að ferðast með hænuna sína með sér hvert sem þeir fóru. Ég greip að vísu fljótlega til skemmdarverka, þar sem Mad- onna var spiluð í botni allan sól- arhringinn á þilfarinu, og klippti fljótlega á hátalaravírinn. Þá var þetta fullkomið – landslagið og upplifunin ótrúleg og maður naut þess að lesa og slappa af. Einni sinni á leiðinni skipti ég um bát og þegar ég kom að landa- mærum Kólumbíu og Perú fór ég úr bátnum og flaug til Bogota, höfuðborgar Kólumbíu. Þaðan flaug ég til Orlando og svo aftur til Chile.“ „Þarsíðustu jól var ég á leið til Ind- lands en var svo lengi að fá vega- bréfsáritun þangað að ég hætti við og hélt þess í stað til Srí Lanka, en þangað þurfti enga vegabréfsárit- un. Mér fannst heppilegt að fara þangað þar sem þar höfðu geisað óeirðir og því auðvelt að fá gist- ingu þar ódýrt. Auðvitað var ég þó búinn að kynna mér það að hryðju- verkin beindust ekki gegn ferða- mönnum, þvert á móti reyna Tam- ílatígrar að gera vel við Vesturlandabúa og vinna sér inn stig. Ég flaug til London, þaðan til Dubai og svo til Srí Lanka. Flugið kostaði í heild um 70.000 krónur en þetta var um jólin og mig lang- aði því að gera mér einhvern daga- mun. Ég bókaði mig því inn á dýr- asta hótelið, sem var bresk nýlenduhöll, en samt var gistingin ódýr. Þar borðaði ég fimm rétta hátíðarmat á jóladag og annan í jólum og ákvað svo að ferðast út fyrir borgina til minna þorps í fjöllunum, Ella, en það fann ég í Lonely Planet-bókinni. Það var ótrúlega fallegt þorp og var ég þar í afslöppun í þrjá daga og hélt þá til Arugam Bay, brimbrettabæjar sem ég las um í sömu bók, og fór þangað með bílaleigubíl. Þar hafði enginn ferðamaður sést í tvær vikur en ég var svo heppinn að ég rambaði þar inn á hótel sem Íslend- ingur rak. Leigði ég mér strákofa á ströndinni og eyddi þar restinni af ferðinni í hengirúmi að lesa og leysa Sudoku.“ juliam@frettabladid.is VIN Í EYÐIMÖRKINNI Lítið þorp í miðri eyðimörk Perú. Sigmar segir að það hafi verið afar súrrealískt að keyra í gegnum sand og svo allt í einu birtist lítið vatn og hús. Fjölskyldan notaði tækifærið og skellti sér á sandbretti. MACHU PICCHU – TÝNDA BORGIN Yfirgefin Inkaborg í Perú og eitt frægasta kennileitið þar. PÁSKAEYJAR Þegar Sigmar dvaldi í Chile fór hann meðal annars í ferðalag til Páskaeyja og dvaldi þar með fjölskyldunni. Á LEIÐ UPP Í nærri 5.000 metra hæð á leið upp til Titicaca-vatns. FÍLAR Í SRÍ LANKA Sé ferðast með bílaleigu- bíl um Srí Lanka má sjá mikið af fílum hist og her. FJALLAVEGIR Í PERÚ OG FLOTIÐ NIÐUR AMAZON SRÍ LANKA www.ultimathule.is Spennandi ferðir um allan heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.