Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 94
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög FEBRÚAR 2008 MasterCard Mundu ferðaávísunina! Jamaica Ingveldur vill vita meira um frönsk eðalvín. Hún er með kampavín í bláum æðunum. Bragðaði á sínum fyrsta kampa- vínsdreitli þegar hún var níu mánaða gömul í kokkteilpartíi með foreldrum sinum. Freyð- andi munnfyllin gleymdist aldrei. Þegar hún fékk svo auglýsingu frá vínklúbbnum um vínsmökk- unarferð til Bordeaux-héraðsins í Frakklandi vissi hún að þetta væru forlögin. Örlög hennar og Bordeaux voru sam- antvinnuð í orgíu sætra þrúgna og ein- hvers staðar í bakgrunninum sveimuðu dökk augu dularfulls fransmanns. Svo settist hún með Dior- sólgleraugun í gluggasæti í TGV- lestinni frá París og tók Marcel Pagnol upp úr spánnýju Hermés- handtöskunni . „Þetta er nú eitthvað annað en þetta Gallo-sull,“ segir maður inn í 66°N-peysunni í sætinu á móti við eiginkonu sína og mundar litla flugvélaflösku af frönsku rauð- víni með skrúftappa. Ingveldur er að fatta að síðustu sætin í vín- smökkunarferðinni voru á útsölu. Þegar á leiðarenda er komið blasir við dásamleg en dálítið hrör- leg frönsk villa. Maður sem gæti verið tvífari Johnny Depp birtist í anddyrinu og heldur á dauðri kanínu. „Je m’appelle Jean-Luc,“ segir hann rámri Gitane-þvældri röddu og Ingveldur deyr þúsund litlum dauðdögum. Í vínsmökk- unarferð næsta dags er Jean-Luc lifandi biblía vínandans. Hann réttir Ingveldi vínglas eftir vín- glas og á bjagaðri ensku útskýr- ir hann hvernig hún geti fundið bragð og ilm af myglu, bláberj- um, sveppum og trjám úr hinum djúprauðu veigum. Ingveldur er hætt að hrækja víninu út úr sér. „Il faut vivre,“ hugsar hún um leið og hugurinn reikar að fögru svörtu yfirvararskeggi Jean-Lucs. „Æ ég veiddðaðekki Ásta mín, ég er nú hrifnari af þessum ástr- ölsku,“ gellur í bjúguðu rauðu fési úr Íslendingahópnum. „ Það er bara svo miklu meiri fylling í þeim.“ Svo heldur hann áfram syndandi augum. „Þessir Frakkar halda enn að heimsveldið og vínið sé þeirra,“ segir hann og glottir. Kona hans flissar. „Jú nó, I think that you frogs lost against the New World,“ bætir hann við og bankar kumpánlega á axlir frans- mannsins. Og fær stig hjá öllum hinum karlkyns Íslendingunum sem er í nöp við Jean-Luc og allt hans bölvaða kyn sem þykjast vera eitthvað betri elskhugar en allir aðrir. En næsta morgun veit Ingveldur svo miklu betur. Og brosir hljóð- látu og makindalegu brosi á meðan hún setur upp sólgleraugun á ný. UNGFRÚ INGVELDUR ... fer í vínsmökkunarferð til Bordeaux FENEYJAR Þessi ævintýralegi staður hefur áhrif á alla sem koma þangað. Fagrar byggingar, gondólar og dásamlegur matur gera ferð til Feneyja ógleymanlega. PARÍS Það er alltaf rómantískt í París, alveg sama hver árstíminn er. Gangið hönd í hönd eftir Signubökkum, fáið ykkur ís á Île Saint- Louis, röltið í gegnum antíkmarkaði og gangið tröppurnar upp að Sacré-Cœur. BRUGGE Miðaldaborgin Brugge í Belgíu er afar rómantísk og falleg. Fullkomin fyrir þá sem hrífast af gömlum arkitektúr, frábærum mat og besta súkkulaði í heimi. AMSTERDAM Af einhverjum ástæðum eru borgir með síkjum alltaf taldar þær rómantísk- ustu. Amsterdam hefur verið kölluð Feneyjar norðursins og ekki að ástæðulausu. Litlar þröngar götur, fallegur arkitektúr og skemmti- legt andrúmsloft. PRAG Ein skemmtilegasta borg Austur-Evrópu og er orðin afar smart. Gnægð af flottum hótelum og veitingastöðum og kastalinn og Karls-brúin eru víðfræg fyrir rómantík sína. KAUPMANNAHÖFN Kósí blanda af gömlu og nýju og ávallt rómantísk. Njótið þess að rölta um göturnar, setjast á kaffihús eða fara saman í Tívólíið. FLÓRENS Maður missir andann yfir stórfeng- legum byggingum, kirkjum, görðum og söfnum og ástin svífur yfir vötnum. BÚDAPEST Rómantík á bökkum Dónár með angurværan leik sígauna í bakgrunninum. Njóttu þess að skoða gamla hlutann því þar eru ótrúlegar byggingar og kirkjur, og borðaðu svo gúllas við eitt af hinum fallegu torgum. BESTU VALENTÍNUSARHELGARNAR HINN 14. FEBRÚAR ER RÓMANTÍSKASTI DAGUR ÁRSINS OG UPPLAGT AÐ BJÓÐA ELSKUNNI Í HELGARFERÐ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.