Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 95

Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 95
SUNNUDAGUR 27. janúar 2008 19 Skipan Ólafs Bark- ar Þorvaldssonar í embætti hæstarétt- ardómara, frá 1. september 2003, olli miklu fjaðrafoki. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði Ólaf Börk í embætti. Skipan Ólafs Barkar þótti umdeild þar sem hann og Davíð Oddsson eru syst- kinabörn, en Davíð var á þessum tíma formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráð- herra. Einnig var það mat dóm- ara við Hæstarétt að hann væri ekki hæfastur umsækjenda. Ólafur Börkur er lögmaður frá Háskóla Íslands, útskrifaðist með 7,16 í meðaleinkunn árið 1987. Hann starfaði sem héraðsdómari árið 2002 lauk hann meistara- prófi í Evrópurétti frá Háskólan- um í Lundi í Svíþjóð, með afburða- einkunn. Sérhæfing hans á sviði Evrópuréttar var talin honum til tekna, þegar skipanin var rök- studd. Þessu mati voru ýmsir álits- gjafar ósammála og umsögn hæstaréttardómara var á annan veg. Umsækjend- urnir Ragnar H. Hall og Eiríkur Tómasson þóttu hæfari. Upp hófust þá deilur um hvern- ig verklag við skip- an dómara ætti að vera. „Til að tryggja sjálfstæði dóms- valdsins gagnvart framkvæmdavald- inu, og efla eftirlit löggjafans með því, þarf aðkomu Alþingis að skipan hæstaréttardóm- ara,“ sagði Björgvin G. Sigurðs- son, núverandi viðskiptaráð- herra, meðal annars í pistli í útvarpsþættinum Speglinum í Ríkisútvarpinu. Fleiri stjórn- málamenn viðruðu svipaðar skoð- anir á opinberum vettvangi. Þá upphófust einnig umræður um hvort það væri eðlilegt að hæsta- réttardómarar röðuðu umsækj- endum í hæfisröð í umsögn sinni. Aðrir umsækjendur voru Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskars- son, Eiríkur Tómasson, Hjördís Hákonardóttir, Jakob R. Möller, Ragnar H. Hall og Sigrún Guð- mundsdóttir. Auðun Georg Ólafsson var ráðinn fréttastjóri 9. mars 2005 eftir að útvarpsráð mælti með honum í starf- ið. Ráðningin var mjög umdeild. Starfsfólk Ríkisútvarpsins mót- mælti ráðningunni og taldi hana ekki vera byggða á faglegum sjónarmið- um „heldur pólitískum“ eins og haft var eftir Jóhanni Haukssyni, sem var dagskrárstjóri Rásar 2 á þeim tíma sem Auðun Georg var ráðinn. Jóhann var einn af fimm umsækj- endum sem forstöðumaður frétta- sviðs, Bogi Ágústsson, mælti með. Jóhann sagði upp störfum í kjölfar ráðningarinnar og starfsmenn Rík- isútvarpsins mótmæltu harðlega. Einkum var deilt um það hvort Auðun Georg hefði menntun og reynslu sem nýttist í starfi. Þegar Auðun var ráðinn hafði hann lokið MA-námi í stjórnmála- fræði frá Kaupmannahafnarháskóla auk viðbótarnáms við lagadeild Tohoku-háskólans í Japan. Hann var fréttamaður í hlutastarfi hjá Stöð 2 og Bylgjunni á árunum 1993 til 1999 en hafði að öðru leyti litla reynslu af ritstjórnarvinnu. Fréttamenn sögðu augljóst að Auðun hefði ekki það sem þyrfti í starfið en Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, þáverandi formaður útvarpsráðs, taldi Auðun bera af hvað hæfi varðar þar sem reynsla hans af rekstri og stjórnun vægi þyngra en hjá öðrum umsækjend- um. Þessu mati voru starfsmenn RÚV ósammála og sögðu rökin fyr- irslátt svo hægt væri að ganga erinda stjórnamálaafla en Auðun var tengdur við flokksstarf Fram- sóknarflokksins. Auðun neitaði því alltaf í viðtölum að hann hefði verið ráðinn í starfið vegna pólitískra tengsla. Slíkt hið sama gerðu útvarpsráðsfulltrúar. Eftir því sem tíminn leið magnað- ist óánægja starfsmanna RÚV. Frétt- ir af óánægju á fréttastofum Útvarps og Sjónvarps voru áberandi í frétt- um hjá fréttastofunum sjálfum á þessum tíma. Svo fór að starfsmenn RÚV skoruðu á Auðun að taka ekki við starfinu. Hann mætti til starfa en vann aðeins í einn dag þar sem samstarfsvilji bróðurparts starfs- manna RÚV virtist ekki fyrir hendi. HÆTTI EFTIR EINN DAG FRÆNDI DAVÍÐS MEÐ AFBURÐA- ÞEKKINGU Í EVRÓPURÉTTI Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.