Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 101

Fréttablaðið - 27.01.2008, Blaðsíða 101
SUNNUDAGUR 27. janúar 2008 25 Ein af betri poppplötum síðasta árs var án efa önnur breiðskífa írsku söngkonunnar Róisín Murp- hy. Þessi fyrrverandi söngkona hljómsveitarinnar Moloko gerði frábæra hluti með fyrstu sóló- skífunni sinni, Ruby Blue, árið 2005 en platan var unnin í sam- starfi við danstónlistarmanninn Matthew Herbert. Margir vildu eigna Herbert heiðurinn af gæðum plötunnar jafnvel þótt Murphy væri höfundur allra laganna. Á Overpowered kveður Murphy hins vegar í kútinn þessar efasemdar- raddir sem sögðu að vinsældir Murphy væru einhverjum öðrum að þakka en henni sjálfri. Af Murphy verður þó ekki skaf- ið að hún kann að velja réttu sam- starfsfélagana til að ná fram markmiðum sínum. Á Over- powered fær hún til liðs við sig Seiji úr hinni ágætu hljómsveit Bugz in the Attic og soul-house danstónlistarmanninum Mike Patto (nei, þetta er hvorki Mike Patton né hinn sálugi Mike Patto úr hljómsveitunum Timebox og Patto. Í raun er þetta sonur þess síðarnefnda). Og útkoman? Jú, eins og áður segir, ein af betri popplötum síðasta árs. Á plötunni flæðir lostafullt grúv ið sem alsæla um líkama manns, fær endorfínið til að streyma og þannig líður hlustand- anum ósjálfrátt vel. Taktarnir eru þar að auki stórfenglega dillivæn- ir og seyðandi söngur Murphy sjálfrar setur loks punktinn yfir i- ið. Ein af þessum plötum sem sett er á fóninn í helgarpartíi, stelp- urnar byrja fljótlega að dansa (af hverju ætli dansþörfin sé ríkari meðal stúlkna en stráka?) og eftir nokkur lög sjá strákarnir að sér og byrja einnig að dilla sér. Bestu lög plötunnar eru án vafa Overpowered, You Know Me Bett- er, Let Me Know og Cry Baby en allt eru þetta lög sem geta orðið mega dansgólfsslagarar. Reyndar hafa einhver þeirra náð þeim áfanga nú þegar. Murphy hoppar reyndar nokkrum sinnum ofan í drulluga klisjupolla, til dæmis í neu-rave laginu Movie Star, og stundum kemur fyrir að grúvið í melódíunum nær sér ekki á strik. Þessir lestir heyra hins vegar til undantekninga. Forvitnilegt verð- ur síðan að sjá hvað Murphy tekur sér fyrir hendur á næstu plötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson Alvöru danspopp TÓNLIST Overpowered Róisín Murphy ★★★★ Róisin Murphy heldur áfram á sömu braut og framreiðir „gourmet“ dans- popp á sinni nýjustu skífu. Clint Eastwood hefur stefnt húsgagnafyrirtæki eftir að það framleiddi stólalínu sem það kallar The Eastwood. Leikarinn sakar Palliser Furniture um að hafa notað nafn hans í leyfisleysi. Fyrirtækið hefur áður nefnt hönnun sínar í höfuðið á leikurum, svo sem Marlon Brando, James Cagney, Gary Cooper, Charles Bronson og Sir Sean Connery. Í kærunni sem Eastwood lagði fram stendur meðal annars að hann hafi löngum hafnað tilboðum á borð við þetta, þar sem hann vilji ekki að nafn hans sé notað af þriðja aðila, heldur eingöngu í sambandi við verkefni sem hann tekur persónulega þátt í. Eastwood fer fram á skaðabætur og vill að frekari auglýsingar, sala og dreifing á vörunni verði stöðvuð. Dánarbú Marlons Brando fór í svipað mál gegn fyrirtækinu í fyrra, til að koma í veg fyrir að það seldi stólinn The Brando. Fyrirtækið hélt því þá fram að stóllinn héti í höfuðið á bæ á eyjunni Korsíku, en ekki leikaranum. Eastwood vill ekki vera stóll Væntanleg bók breska rithöfund- arins Andrews Morton um Tom Cruise inniheldur meira en stað- hæfingar um að raunverulegur faðir Suri Cruise sé enginn annar en upphafsmaður Vísindakirkj- unnar, L. Ron Hubbard. Hann heldur því einnig fram að eftir skilnað Cruise og Nicole Kidman hafi leikkonan verið svo miður sín að hún hafi velt því fyrir sér að gerast nunna. Upp úr tíu ára hjóna- bandi Cruise og Kidman slitnaði árið 2001. Morton heldur því fram að Vísindakirkjunni hafi verið um það að kenna. „Nicole skoðaði klaustur í Ástr- alíu sem vildi taka á móti konum sem höfðu verið giftar,“ skrifar Morton í bókinni, en hann heldur því einnig fram að skilnaðurinn hafi að miklu leyti verið Vísinda- kirkjunni að kenna. Morton hefur varið þær staðhæfingar sem hann setur fram í bókinni, en þær hafa, eins og gefur að skilja, vakið mikla athygli. Hann segir orðstír sinn vera þann að hann sé mjög nákvæmur ævisagnaritari. „Ég hef varið yfir tveimur árum í að afla heimilda fyrir þessa bók. Ég bað Tom um viðtal og hann afþakkaði það,“ segir Morton. Vildi gerast nunna MIÐUR SÍN YFIR SKILNAÐI Andrew Mort- on segir Nicole Kidman hafa verið svo miður sín yfir skilnaðinum við Cruise að hún hafi viljað ganga í klaustur. THE EASTWOOD ÓLÖGLEG- UR Clint Eastwood fer fram á skaðabætur vegna stólsins The Eastwood, sem húsgagnafyrirtæki nefndi eftir leikaranum. KLIPPIÐ HÉR! - Ekkert hlé á góðum myndum Engin truflun3Minna af auglýsingum2Ekkert hlé1 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig BANDARÍSK REYNSLUSAGA EFTIR WES ANDERSON LEIKSTJÓRA RUSHMORE OG ROYAL TENENBAUMS FERÐIN TIL DARJEELING FRUMSÝND 25. JANÚAR Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM „Leikurinn er stórkostlegur. Adrien Brody, sem er nýr liðsmaður Wes, er ótrúlegur í sínu hlutverki... Þessi töfrandi og sannfærandi mynd er hápunkturinn á blómlegum ferli Wes Anderson.” - Peter Travers, Rolling Stone
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.