Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 28. janúar 2008 — 27. tölublað — 8. árgangur Smiðjuvegi 76 • 200 Kópavogi Baldursnesi 6 • 603 Akureyri Eldhúsblöndunartæki með barka... Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -1l tengi.is KWC Masterklass Girnileg nýjung með 2 í pakka. Fæst í næstu verslun. Meistara- flokkssúpur Nýjung HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Hjálmar Hjálmarsson leikari á myndarlegt plötusafn sem hann getur nú hlustað á með góðum hljómi og hvort sem er beint af plötuspil- aranum eða í iPod-spilara. „Ég var að eignast plötuspilara sem er þeim eiginleikum gæddur að hann er með USB-tengi þannig að ég get tengt hann við tölvuna og spilað inn allar gömlu plöturnar mínar og þá get ég breytt þeim í mp3-skjöl og sett þau inn á iPodinn eða geisladiska,“ útskýrir Hjálmar áhugasam Plötuspilarinn var k brakið og brestina í plötunum. Ég get tengt spilar- ann við magnara og hlustað og svo er hægt að hlusta á 78 snúninga plötur í honum. Annars á ég gamlan upptrekktan 78 snúninga spilara sem virkar ennþá og spilar með stríðsárahljómi. Nýja spilaranum fylgir hins vegar tölvuforrit sem gefur manni möguleika á að hreinsa upp gamlar plötur og laga hljóminn ef þess er óskað,“ útskýrir Hjálmar. Um þessar mundir er Hjálmar að leika í leikritin „Halla og Kári“ sem frumsýntlaugard í Fortíð og nútíð mætast Hjálmar er einstaklega ánægður með nýja plötuspilarann og ætlar sér í framtíðinni að slaka á og hlusta á allar gömlu góðu plöt- urnar sem hann á í safni sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Föndur getur verið skemmtilegt fyrir fjölskylduna að fást við saman á vetrarkvöldum. Gott er að geyma allt föndurhráefnið á einum stað ásamt skærum, lími og öðrum áhöldum sem gæti þurft að nota. Austurlenskur andi er netverslun með húsgögn og aðra hluti fyrir heimilið frá ýmsum Asíulöndum. Á heimasíðu verslunar innar, www.austurlenskur-andi.is, má finna myndir ásamt upp-lýsingum um hvaðan hlutirnir koma og hvað þeir kosta. Blóm lífga upp á heimilið og tilvalið að kaupa fallegan blómvönd annað slagið. Ef enginn annar er á heimil-inu sem hægt er að gefa vöndinn er ekkert að því að kaupa hann bara handa sjálfum sér. • Leðursófasett • Hornsófasett • Sófasett með innbyggðum skemli• Borðstofuborð og stól Húsgagna Lagersala fasteignir 28. JANÚAR 2008 Eignamiðlun hefur á skrá endaraðhús að Einars- nesi á tveimur hæðum með bílskúr, samtals 171,5 fermetra. H úsið að Einarsnesi 12 er á tveimur h ðbílskú Á en úr henni er gengið út á hellulagða verönd. Úr holinu er hringstigi á parkettlagt hol á efri hæð. Af því er gengið út á svalir, sem eru ofan á bílskúrsþaki. Glæsi- legt útsýni er til vesturs. Til vinstri eru t ö bergi sem b Raðhús á eftirsóttum stað Húsið að Einarsnesi 12 er á tveimur hæðum og alls 171 fermetri. Bóas Sölufulltrúi 699 6165 boas@remax.is Gunnar Sölufulltrúi 899 0800 go@remax.is Þórarinn Jónsson Hdl.Löggiltur fasteignasali Hringdu núna 699 6165 Verðmetum FRÍTT fyrir þig! 699 6165 Fjóluás 2-6, 221 Hafnarfjörður Afhend fokheld að innan fullbúin að utan HJÁLMAR HJÁLMARSSON Getur hlustað á gömlu plöturnar í iPodinum heimili Í MIÐJU BLAÐSINS FASTEIGNIR Raðhús á eftirsóttum stað í Skerjafirði Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG KRISTBJÖRG OG ÍRIS Tryllt stuð á tónleikum Tommy Lee á Nasa Rokkarinn heillaði íslensk ungmenni FÓLK 22 Yfirvann hindranir Sveinn Margeirsson varði doktorsrit- gerð um vinnsluspá þorskafla. TÍMAMÓT 16 Í lífs- hættu Eiginmaður Amy Wine- house segir hana eiga þrjá mánuði eftir ólifaða hætti hún ekki að neyta eiturlyfja. FÓLK 20 LÖGREGLUMÁL „Síðast var mér og minni fjölskyldu hótað lífláti í síðustu viku,“ segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Hann segir lífláts- og ofbeldishótanir fíkla í garð lækna sem reyna að koma í veg fyrir misnotkun á lyfseðils skyldum lyfjum fara vaxandi og vera hugsanlega skýringu á því hve örlátir sumir læknar hafi verið á lyfseðla. Lyfjagagnagrunnurinn sem tekinn var í notkun árið 2003 gerði eftirlit Landlæknis á lyfjavísunum lækna mun auðveldara í fram- kvæmd og hefur Matthías þurft að súpa seyðið af því. Hann hvetur lækna þó til að láta hótanir ekki hafa áhrif á sig. „Svo ég nefni dæmi komumst við um daginn að því að einhver var farinn að nota þrefaldan til fjórfaldan skammt af rítalíni. Í ljós kom að læknir hafði látið sér nægja að gefa út lyfseðil eftir að hafa fengið símhringingu frá einhverj- um sem þóttist vera móðir barns sem þurfti á lyfinu að halda. Við eftirgrennslan kom í ljós að það var skyldmenni móðurinnar sem hafði verið að misnota lyfið,“ segir Matthías. „Ég sagði í eitt skipti við mann sem hótaði mér og minni fjölskyldu lífláti að það tæki stuttan tíma, því við værum ekki mörg í kotinu. Ég tek svona kjána ekki alvarlega,“ segir hann um viðbrögð sín við hótunum. Hann segist þó hafa kært fjórar aðskildar en nýlegar morðhótanir til lögreglu og hvetur hann aðra heilbrigðisstarfsmenn til að gera slíkt hið sama en láta ekki undan hótunum. „Ég hef þó látið vera að tilkynna hótanir sem mér berast í tölvupóstum heldur eyði þeim bara,“ bætir hann við. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuð borgar- svæðinu, hvetur alla sem telja sig hafa orðið fyrir raunverulegum hótunum að hafa samband við lögreglu. „Menn eru reglulega dæmdir fyrir hótunarbrot og ekkert hik á okkur í því sam- bandi en vissulega getur sönnunarbyrðin oft verið erfið í svona málum,“ segir Stefán. - kdk/ghs Fíklar í lyfjaleit hóta lækn- um barsmíðum og lífláti Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir hvetur lækna til að láta ekki undan alvarlegum hótunum heldur kæra þær til lögreglu. Telur hann auknar hótanir fíkla skýra hve örlátir sumir læknar virðist á lyfseðla. KÓLNANDI Í dag verða suðvestan 5-13 m/s. Bjart með köflum á Austur landi, annars él. Hiti frá frost- marki vestan til niður í 8 stiga frost til landsins. VEÐUR 4       KENÍA, AP Erlendar fréttastofur halda því fram að 800 manns hafi fallið í átökunum í Kenía, sem hóf- ust fyrir mánuði eftir að Mwai Kibaki forseti lýsti yfir sigri í kosningum en var sakaður um að hafa falsað úrslitin. Þórunn Helgadóttir, sem býr í höfuðborginni Naíróbí, segist þó sannfærð um að mannfallið hafi verið miklu meira. „Við höfum heyrt af mannfalli víða sem hvergi kemur fram í fréttum,“ segir Þórunn, sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn á vegum ABC-barnahjálpar í einu af stærstu fátækrahverfum borgar- innar. Hún segir tölurnar um mannfall einkum byggðar á upp- lýsingum úr helstu líkhúsum landsins, en víða hefur fólk engin tök á að flytja lík sem liggja á ökrum eða götum í líkhúsin. „Við vorum til dæmis að dreifa matvælum um daginn á einum stað og sáum þá herbíla koma inn í hverfið. Við forðuðum okkur en tveimur tímum síðar var búið að drepa þrettán manns þar. Það kom aldrei neitt um það í fréttunum.“ Átökin undanfarinn mánuð sner- ust fljótlega upp í átök milli ætt- bálka, þar sem flestir ættbálkar landsins beindu spjótum sínum að kikuyu-mönnum, hinum valda- mikla ættbálki forsetans. Undan- farna daga hafa átökin harðnað mikið. „Aðallega er þetta þó einn hópur sem hafði verið til vandræða áður, mungiki-mafían, sem er bönnuð en hefur stundað voðaverk sín lengi. Svo virðist sem stjórnvöld beiti þessum hópi núna fyrir sig gagnvart öðrum ættbálkum.“ - gb Þórunn Helgadóttir segir eina glæpaklíku standa fyrir átökunum í Naíróbí: Mannfall meira en sagt er frá NEW YORK, AP Tilraunadýr framtíðar- innar verður trúlega hvorki loðið né vinalegt. Ekki vegna genabreytinga, heldur vegna þess að vísindamenn hafa nú hannað glerskífu með mannsfrumum og ensímum sem geta leyst dýrin af hólmi. Dýravinir ættu þó ekki að fagna strax, því þessa nýju tækni er aðeins hægt að nota til að kanna hvort ákveðin efni eru hættuleg fólki. - bj Tilraunadýrin brátt á útleið: Gera tilraunir á glerskífum VOPNAÐUR BOGA OG ÖRVUM Þessi ungi maður hljóp um þorpið Nakuru ásamt félögum sínum í leit að óvinum. NORDICPHOTOS/AFP DJÚPIVOGUR „Samkvæmt danskri heimasíðu er þessi gripur afar sjaldgæfur,“ segir Andrés Skúlason, oddviti á Djúpavogi, sem nýlega fann skilding frá 1653 milli gólfborða Faktorshússins. „Peningurinn er 200 árum eldri en húsið og því er ég forvitinn um hvað einhver var að gera með svona gamlan pening í húsinu,“ segir Andrés, sem fer á fund þjóðminjavarðar í vikunni með gripinn góða. - kdk Arfur einokunarverslunar: Fundu skilding Illska? Aðför? Einelti? „Ólafur kýs ekki að koma fram sem leiðtogi heldur ofsóttur maður,“ segir Guðmundur Andri Thorsson. Í DAG 14 Danir Evrópu- meistarar Danir unnu Króata í úrslitaleik Evrópu- keppninnar í gær. ÍÞRÓTTIR 24 VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.