Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 4
4 28. janúar 2008 MÁNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Verulega ölvuð kona, sem var farþegi í leigubíl í Reykjanesbæ, réðst á leigubíl- stjórann á þriðja tímanum aðfara- nótt sunnudags. Hún sló til hans og að lokum beit hún hann í handlegginn. Konan, sem var eini farþegi bílstjórans, gisti fangageymslur lögreglu og var yfirheyrð í gær. Bílstjórinn var fluttur á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar, en hann reyndist ekki alvarlega meiddur, þrátt fyrir bitið. - sgj Ryskingar í leigubíl: Ölvuð kona beit leigubílstjóra                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+, *+, -+, .+,  /0 *+, 11+,  /0 11+,  /0 2+,  /0 13+, 2+, 4+,  /0 4+,5 /0 12+,  1.+,  61+,  /0         !" !# $%  $ !&'( ")* !  + ',  +  !!" $,'( $( +- '# . ! -* # #/ ! #. 01'(  ())/ '($ $,'( (2# - ( !"'!'3 !# +4 . '( ( !"'!'* 5!"  +4 '6) &) ! 7/)!)  - . !"!3 '-'( +4 $% '(!* 8! #%!"  +(( ! (* 89: 5; ; < # '(-$ ''(! .(( # 7/#* =( 2 , #)!  $,'(#* 78"9 8" ! : "  -;13<  >) * )!'',!3 $&!)    ?    * = 13 - = > 1> * * 2  A ? ? BANDARÍKIN, AP Strax í gær, daginn eftir að Barack Obama sigraði með yfirburðum í prófkjöri demó- krataflokksins í Suður-Karólínu, héldu þau Hillary Clinton af stað í mikil kosningaferðalög um Banda- ríkin til að afla sér atkvæða fyrir „stóra þriðjudaginn“ 5. febrúar þegar kosið verður í meira en tuttugu ríkjum samtímis. Sigurinn í Suður-Karólínu, þar sem Obama fékk 55 prósent atkvæða en Clinton 27 prósent, skipti miklu máli fyrir Obama vegna þess að stór hluti íbúa þar er dökkur á hörund. Hann leggur nú mikla áherslu á að ná einnig sigri í þremur öðrum Suðurríkjum þar sem þeldökkir íbúar eru fjöl- mennir, nefnilega Georgíu, Ala- bama og Tennessee. Hann hélt strax í gær til Georgíu og þaðan áfram til Alabama, en Clinton hélt hins vegar strax á laugardaginn til Tennessee þar sem hún reyndi að ná til fólks. John Edwards lenti í þriðja sæti og fékk aðeins átján prósent þótt hann sé frá Suður-Karólínu. Hann segist ótrauður ætla að halda áfram baráttunni, þótt hann hafi ekki unnið neinn sigur til þessa í prófkjörum demókrata. Repúblikanar sneru sér hins vegar strax að Flórída þar sem þeir verða með prófkjör á morg- un. Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, hefur frá upphafi veðjað á að ná góðu kjöri í Flórída og hefur því varla stundað neina kosningabaráttu fyrir þau prófkjör sem þegar er lokið. Sam- kvæmt skoðanakönnunum er útlitið hins vegar slæmt fyrir hann, því fylgi hans í Flórída hefur minnkað verulega. Aðalbaráttan í Flórída er milli þeirra Mitt Romney og John McCain, sem hafa látið æ þyngri orð falla í garð hvor annars eftir því sem nær líður kosningadegin- um. Romney, sem er fyrrverandi ríkis stjóri í Massachussetts, stærir sig af árangri í efnahagsmálum og þekkingu á viðskiptalífinu, en McCain, sem er öldungadeildar- þingmaður og fyrrverandi stríðs- hetja frá Víetnam, leggur áherslu á hernaðarmál og varnir Banda- ríkjanna í hættulegum heimi. Prófkjörið í Flórída skiptir hins vegar litlu sem engu máli fyrir demókrata vegna þess að það ríki fær enga kjörmenn þegar Demó- krataflokkurinn velur sér forseta- efni á flokksþinginu í lok ágúst. gudsteinn@frettabladid.is Demókratar búa sig undir stóra daginn Barack Obama og Hillary Clinton keppa nú um hylli demókrata í meira en 20 ríkjum Bandaríkjanna. Mitt Romney og John McCain eiga mesta möguleika á sigri í Flórída á morgun. Vonir Rudy Giuliani um stóran sigur í Flórída dvína. BARACK OBAMA Ræðir við fréttamenn í flugvélinni frá Georgíu til Alabama. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RUDY GIULIANI REIÐIR SIG Á FLÓRÍDA Fyrrverandi borgarstjóri New York hefur sparað kraftinn í kosningabaráttunni fyrir Flórída þar sem kosið verður á morgun. Skoðana- kannanir spá honum þó litlu fylgi. NORDICPHOTOS/AFP FÓLK „Þetta er mjög metnaðarfull viðskiptahugmynd og vel að öllu staðið. Ég er viss um að túristarnir munu sækja í þetta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, um skemmti- og fræðslu- garðinn Auga Óðins sem til stendur að reisa í bænum. Í garðinum er fyrirhugað að sýna forna heims- mynd ásatrúarinnar með aðstoð nútímatækni, að því er fram kemur í Sunnlenska fréttablaðinu. Sýningar- húsnæðið verður um fjögur þúsund fermetrar innanhúss í hlíðum Hamarsins, þar sem gestir geta kynnt sér goð og gyðjur gömlu trúarinnar. Ef áætlun stenst hefjast framkvæmdir í vor og verður þá garðurinn opnaður vorið 2010. Hann verður opinn allt árið og mun veita tugum Hvergerð- inga atvinnu. Verkefnið verður kynnt á íbúafundi í lok febrúar. Að sögn Guðbrands Gíslasonar, framkvæmdastjóra Dulheima ehf., sem sér um verkefnið, mun það kosta milljarða. Garðurinn verður auglýstur erlendis sem og innanlands og hefur þegar verið rætt við aðila innan ferðaþjónustunnar um að kynna hann fyrir ferðamönnum. - sgj Vilja reisa skemmtigarð í Hveragerði sem sýni forna heimsmynd ásatrúarmanna: Skemmtigarður um ásatrúna PERSÓNUVERND Það er alvarleg aðför að persónuvernd einstakl- inga ef einkafyrirtæki geta safnað viðkvæmum persónuupp- lýsingum um heilsufar starfs- manna ríkisins, að mati trúnaðar- mannaráðs SFR-stéttarfélags. Félagið kveðst hafa orðið vitni að tilraunum einkafyrirtækja til að komast yfir upplýsingar um heilsufar starfsmanna. Það sé gert með því að bjóða stofnunum þjónustu tengda veikindaskrán- ingu starfsmanna. SFR-starfsmannafélag hafnar þessum „tilburðum einkafyrir- tækja“ til að safna kerfisbundið persónuupplýsingum. - bj Trúnaðarmannaráð SFR: Aðför að per- sónuvernd fólks DANMÖRK Grænlendingarnir tveir, sem sitja á danska þjóðþinginu í Kaupmannahöfn, ætla framvegis að nota atkvæðisrétt sinn á þingi til fulls. Í viðtali við grænlensku útvarpsstöðina KNR segir annar grænlensku fulltrúanna, Lars- Emil Johansen, að með þessu vilji þeir sýna Dönum fram á að taka þurfi sjálfstæðisáform Græn- lendinga alvarlega. Löng hefð er fyrir því að bæði grænlensku og færeysku fulltrúarnir á þinginu í Kaup- mannahöfn sitji hjá þegar greidd eru atkvæði um innanríkismál í Danmörku. Á fimmtudaginn rufu græn- lensku þingmennirnir þessa hefð þegar þeir greiddu atkvæði með stjórnarandstöðunni um frum- varp um málefni flóttamanna. - gb Grænlenskir þingmenn: Nota framvegis atkvæðisréttinn ALÞINGI Auglýsingar Norðuráls eftir starfsfólki fyrir nýtt álver í Helguvík vekja athygli á því hversu langt menn eru komnir fram úr sér, sagði Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverfis- ráðherra á Alþingi á fimmtudag. „Suðurnesja- menn þurfa á álveri að halda,“ sagði Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Hann vakti máls á auglýsingum Norðuráls í fyrirspurnartíma á þinginu, og spurði ráðherra hvort búið væri að ákveða hvort álver í Helguvík fengi losunarheimildir. Þórunn sagði öllum almennum heimildum hafa verið úthlutað síðastliðið haust, auk 85 prósenta af þeim heimildum sem til ráðstöfunar væru á næstu árum. Hún benti á að forsvarsmenn Norðuráls hefðu ekki enn samið um kaup á orku fyrir nýtt álver í Helguvík. - bj Ráðherra um álver í Helguvík: Komnir fram úr sjálfum sér FRÁ ÞINGBLÓTI ÁSATRÚARMANNA Fyrirhugaður garður mun kallast Auga Óðins og þar geta gestir kynnt sér goð og gyðjur gömlu trúarinnar. MYND ÚR SAFNI GRÆNLAND Grænlensku þingmennirnir á danska þinginu rufu hefðina í síðustu viku. ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR. Götur rýmdar vegna gasleka Lögreglan í Stokkhólmi í Svíþjóð þurfti að loka af stóru verslunarhverfi vegna gasleka í gær. Til að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda ákvað lögregla að rýma svæðið í nokkrar klukkustundir á meðan gert var við lekann. SVÍÞJÓÐ GENGIÐ 25.01.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 125,8651 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 64,94 65,26 128,46 129,08 95,44 95,98 12,808 12,882 11,898 11,968 10,096 10,156 0,6025 0,6061 102,82 103,44 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.