Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 6
6 28. janúar 2008 MÁNUDAGUR Keila með tómat og basil 23% afsláttur 998 kr.kg Mánudagstilboð Mangó sigldi á krana Flutningaskipið Mangó lenti á bryggjukrana í Flateyrarhöfn um eitt- leytið í gær og skemmdi hann veru- lega. Ekki sér á skipinu, en ástæðu slyssins má rekja til óveðursins sem hefur geisað á Vestfjörðum. LÖGREGLUFRÉTTIR Fok olli tjóni í Vallahverfi Hjálparsveitir voru kallaðar út þegar útlit var fyrir að þakplötur myndu fjúka af nýbyggingu í Vallahverfi í Hafnarfirði um hádegi í gær. Af öðrum húsum losnaði klæðning og segir lögregla að helst megi kenna slæmum frágangi verktaka um skemmdirnar. Ölvaður ók út af og festist Jeppabifreið var ekið út af Flugvallar- veginum í Reykjanesbæ í gær og sat hún þar föst. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun. Þrír menn voru handteknir á vettvangi og fengu þeir allir gistingu í fangageymslu lögregl- unnar. SAMGÖNGUR Fimm starfsmenn jarð- vinnuverktaka óku á milli vinnu- staða í Reykjavík í tveggja manna vinnubíl á fimmtudag. Vinnubrögð- in eru óviðunandi og ólögleg segir deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu. Starfsmennirnir voru í vinnubíl merktum Eðalverki, og voru menn- irnir aftan í bílnum í vinnugöllum merktum fyrirtækinu þegar veg- farandi tók myndina. „Þeir hafa eitthvað verið að þvæl- ast drengirnir [...] en þetta á auðvit- að ekki að gerast,“ segir Alfreð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Eðalverks. Tólf starfsmenn starfa hjá Eðal- verki, og segir Alfreð að hann muni kanna hvers vegna svo margir hafi verið í bílnum. „Við höfum dæmi um nokkur alvarleg umferðarslys, sérstaklega veltur, þar sem menn hafa verið aftur í svona bíl, og þar hafa menn meiðst mjög mikið,“ segir Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rann- sóknarnefndar umferðarslysa. „Þetta er ekki viðunandi, auðvit- að tryggir þetta ekki öryggi manna í vinnu, það er alveg ljóst,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu. Allir flutning- ar á starfsmönnum í vinnu þurfa að vera í samræmi við lög og reglur, segir Þórunn. Svo sé ekki í þessu til- viki. Þarna séu umferðarlög að auki brotin, enda kveðið á um að sæti verði að vera fyrir alla farþega, og þeir fastir í öryggisbelti. - bj Öryggi starfsmanna ekki tryggt þegar fimm eru fluttir í tveggja manna bíl: Býður upp á alvarleg slys FIMM Í BÍL Á myndinni má greina í það minnsta þrjá starfsmenn Eðalverks aftan í tveggja sæta fyrirtækisbíl þar sem hvorki eru sæti né öryggisbelti. FRÉTTABLAÐIÐ/BRJÁNN Ert þú sáttur við kaup borgar- innar á húsunum við Laugaveg 4 og 6? Já 15,1% Nei 84,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á Ísland að segja sig úr Atlants- hafsbandalaginu (NATO)? Segðu þína skoðun á visir.is ÖRYGGISMÁL Smíði nýrrar flugvélar fyrir Land- helgis gæsluna gengur vel og er byrjað að setja skrokk flugvélarinnar saman. Reiknað er með að flugvélin, sem er af gerðinni Dash-8 Q300, verði flughæf um miðjan maí næstkomandi en þá verður hafist handa við að breyta vélinni í eftirlitsflugvél. Sú breyting felst í uppsetningu eftirlitstækja og björgunarbúnaðar og er reiknað með að flugvélin verði afhent fullbúin í júlí 2009. Langdrægi vélarinnar er 2.100 sjómílur og hefur hún hámarkshraða upp á 258 hnúta. Hún þarf stutta flugbraut, getur athafnað sig á flugvöllum í öllum landshlutum og hentar vel við íslenskar veðurfarsaðstæður. Nýja vélin verður mjög vel búin tækjum til löggæslu, leitar og björgunar og verður hægt að greina tegund, athöfn og nöfn skipa, mengun og hafís að nóttu sem degi. Hægt verður að varpa björgunarbátum, blysum og mengunarsýnabaujum úr vélinni og hún verður vel búin fjarskiptatækjum, eins og Tetra, neyðar- og fjarskiptakerfi, auk góðrar aðstöðu fyrir björgunarmenn og sjúkraflutninga. - shá Ný flugvél Landhelgisgæslunnar afhent í júlí árið 2009: Smíði flugvélar gengur vel SAMSETNING Framhluti vélarinnar er óðum að taka á sig mynd, en vélin verður flughæf um miðjan maí. VÉLIN FULLKLÁRUÐ Vélin er af gerðinni Dash-8 Q300 og verður búin fullkomnum búnaði. HEILBRIGÐISMÁL „Það virðist ekki vera hægt að sjá annað en að þarna sé hreinlega verið að skera niður og spara þjónustu en af einhverj- um ástæðum kjósa þessir for- svarsmenn að tilkynna almenningi þetta með þessum hætti,“ segir Hjalti Már Björnsson, fyrrverandi umsjónarlæknir neyðarbíls Land- spítalans (LSH), en nýlega gekk í gildi sú ákvörðun forsvarsmanna spítalans og Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins að neyðarbílar á höfuðborgarsvæðinu séu ekki mannaðir læknum. Var það kynnt sem svo að um aukna þjónustu væri að ræða. Í yfirlýsingu frá Félagi ungra lækna segir að í neyðartilfellum séu læknar sóttir á slysa- og bráða- deild sem muni án efa lengja þann tíma sem tekur að fá lækni á vett- vang og setja sjúklinga í aukna hættu. Þetta gangi í berhögg við yfirlýsingar yfirstjórnar LSH sem haldið hafi fram að verið sé að bæta þjónustuna. Þannig muni ekki einungis þjónusta við bráðveika sjúk- linga utan spítalans skerðast mögulega með alvarlegum afleið- ingum heldur einnig innan slysa- og bráðadeildar. Þetta sé í raun dulin sparnaðaraðgerð sem kostað gæti mannslíf. Segir jafnframt í yfirlýsingunni að með því að hafa lækna á neyð- arbílum hafi lifun eftir hjarta- stopp aukist um 100 prósent og verið með því hæsta sem þekkist á Vesturlöndum. Með því að fjar- lægja lækna af neyðarbílum sé tekið gríðarstórt skref aftur á bak. Hjalti segir ekki rétt að rætt hafi verið við alla hlutaðeigandi aðila þegar þessi ákvörðun var tekin. „Við höfum talað við alla lækna sem unnið hafa við neyðar- bílslækningar undanfarinn áratug og alla þá sem eru með sérfræði- menntun í bráðalækningum og það hefur enginn verið spurður.“ Hann telur að allir neyðar- bíls læknar séu sammála um að kerfið megi endurskoða en „ákvörðun sem þessa þyrfti að taka að höfðu samráði, bæði við fagfólk og notendur þjónustunnar, sjúklingana. „Það er ekki einkamál stjórn- enda hvernig þeir reka þessar stofnanir. Almenningur hlýtur að eiga rétt á gagnsæjum upplýsing- um um hvað verið er að gera,“ segir Hjalti Már, sem er í sérnámi í bráðalækningum í Bandaríkjun- um. olav@frettabladid.is Aðför að öryggi og velferð sjúklinga Mikill urgur er í unglæknum slysa- og bráðadeildar vegna ákvörðunar um að taka lækna af neyðarbílum í sparnaðarskyni. Ákvörðunin var tekin án samráðs. Læknir segir ákvörðunina ekki einkamál yfirstjórnenda Landspítalans og slökkviliðs. SLYSADEILD LSH VIÐ HRINGBRAUT Frá 17. janúar eru neyðarbílar á höfuðborgar- svæðinu ekki lengur mannaðir bráðalæknum heldur þarf í útköllum að sækja þá á bráðadeild spítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HJALTI MÁR BJÖRNSSON Almenningur hlýtur að eiga rétt á gagnsæjum upplýsingum um hvað verið er að gera. HJALTI MÁR BJÖRNSSON FYRRVERANDI UMSJÓNARLÆKNIS NEYÐARBÍLS LANDSPÍTALANS EGYPTALAND, AP Nokkur fjöldi Hamas-liða fór yfir landamærin til Egyptalands í gær, og tók höndum saman við landamæra- verði frá Egyptalandi við að koma íbúum Gaza sem farið höfðu yfir landamærin aftur heim. Því fer þó fjarri að samkomu- lag hafi náðst milli Hamas- samtakanna, sem stjórna Gaza, og stjórnvalda í Egyptalandi um landamæravörslu. Stjórnvöld í Egyptalandi vilja að palestínsk stjórnvöld og stjórnvöld í Ísrael taki við stjórn landamærastöðva, með eftirlits- mönnum frá Evrópusambandinu. Því hafnar Hamas. - bj Hamas-liðar til Egyptalands: Enn deilt um landamærin STJÓRNMÁL Ólafur F. Magnússon, oddviti F-listans í borgarstjórn, sagði öllum borgarfulltrúum listans frá þreifingum um nýtt meirihlutasamstarf milli sín og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um viku áður en nýr meirihluti var myndaður. Þetta kom fram í máli Ástu Þorleifsdóttur, sem var í fjórða sæti listans, í Silfri Egils í Sjónvarpinu í gær. Hún fullyrti að Margrét Sverrisdóttir, sem var í öðru sæti listans, hefði vitað af þessum þreifingum á þeim tíma. Margrét sagði í fréttum Sjónvarps í gær að Ólafur hefði ekki sagt henni af neinum þreifingum. Hún hafi heyrt orðróm um viðræður, en hún hafi ekki lagt trúnað á hann, enda ýmsar gróusögur í gangi. - bj Borgarfulltrúi F-listans: Vissum af við- ræðum í viku KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.