Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 40
24 28. janúar 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Föndurverslun Síðumúli 15 S: 553-1800 Sjón er sögu ríkari Gylfi Einarsson gekk í raðir Noregsmeistara Brann á dögunum og skrifaði undir þriggja ára samning en Gylfi hafði verið að leita sér að nýju félagi frá því að hann fékk sig lausan frá Leeds síðastliðið haust. „Ég er mjög ánægður með að vera kom- inn aftur til Noregs og fyrst ég ákvað að fara þangað þá var Brann vissulega besti kostur- inn fyrir mig. Umboðsmaður minn var búinn að vera í sambandi við þá í þó nokkurn tíma, en þetta gerðist í sjálfu sér mjög hratt eftir að ég fór á reynslu til félagsins. Ég mætti á æfingu á miðvikudag og tveimur dögum síðar var ég búinn að skrifa undir og það er mjög ánægjulegt að þetta hafi gengið svona hratt fyrir sig. Allt frá því ég yfirgaf Leeds var ég að leita ekki bara að einhverju félagi, heldur að rétta félaginu fyrir mig og ég tel Brann vera það,“ sagði Gylfi, sem getur ekki beðið eftir því að komast á fullt með norska liðinu. „Það eru spennandi hlutir búnir að vera að gerast hjá Brann síðustu ár og það verður gaman að fá að taka þátt í framtíðarplönum liðsins og ég get ekki beðið eftir því að koma knattspyrnuferli mínum af stað á nýjan leik. Leikmenn Brann eru nú á La Manga á Spáni í æfingabúðum og ég hitti þá þar á næstu dögum, en þar verða leiknir æfingaleikir gegn Helsing- borg og FC Kaupmannahöfn og ég vonast til að fá að spila eitthvað þar. Ég á náttúrlega eitthvað í land með leikform að gera, þannig að þessir leikir væru kjörnir fyrir mig núna. Brann verður í tvær vikur á La Manga og svo hefst bara undirbúningur fyrir Evrópuleikina gegn Everton, sem eru um miðjan febrúar og þetta er allt bara mjög spennandi,“ sagði Gylfi fullur tilhlökkunar. GYLFI EINARSSON, BRANN: BYRJAR AÐ ÆFA Á FULLU MEÐ NORSKA LIÐINU Á LA MANGA Á SPÁNI Á NÆSTU DÖGUM Get ekki beðið eftir því að komast af stað á ný > Ísland mætir Makedóníu Karlalandslið Íslands í handbolta var í gær dregið gegn Makedóníu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Króatíu árið 2009. Leiknir verða tveir leikir og fyrri leikurinn fer fram í Makedóníu helgina 7.-8. júní en síðari leikurinn fer fram á Íslandi viku síðar. Í fyrradag varð enn fremur ljóst að Ísland yrði í riðli með Póllandi, Svíþjóð og Argentínu í undankeppni Ólympíu leikanna. Leikirnir fara fram í Póllandi í lok maí, en þjóð- irnar munu keppa um tvö laus sæti í Peking næsta sumar. Evrópukeppnin í handbolta: Leikur um 3. sætið: Frakkland-Þýskaland 36-26 (18-9) Mörk Frakklands (skot): Olivier Girault 8 (10), Daniel Narcisse 7 (10), Nikola Karabatic 6 (7), Luc Abalo 6 (10), Christophe Kempe 2 (2), Sebastien Ostertag 2 (2), Cedric Paty 2 (4), Geoffroy Karntz 1 (1), Guillaume Gille 1 (1), Jerome Fernandez 1 (2). Varin skot: Thierry Omeyer 10, Daouda Karaboue 1. Mörk Þýskalands: Torsten Jansen 7 (9), Pascal Hens 6 (9), Stefan Schröder 3 (4), Michael Kraus 3 (6), Andrej Klimovets 2 (2), Holger Glandorf 2 (4), Dominik Klein 1 (3), Rolf Hermann 1 (3), Christian Zeitz 1 (3). Varin skot: Henning Fritz 6, Johannes Bitter 2. Úrslitaleikur: Danmörk-Króatía 24-20 (13-10) Mörk Danmerkur (skot): Lars Christiansen 7 (8), Lasse Boesen 7 (13), Jesper Jensen 4 (4), Hans Lindberg 3 (4), Michael Knudsen 2 (3), Lars Jørgensen 1 (1). Varin skot: Kasper Hvidt 14. Mörk Króatíu (skot): Petar Metlicic 5 (11), Ivan Cupic 4 (5), Ivano Balic 4 (12), Ljubo Vukic 2 (2), Tonci Valcic 2 (4), Blazenko Lackovic 2 (8), Igor Vori 1 (1). Varin skot: Mirko Alilovic 5, Vjenceslav Somic 1. Markahæstu leikm. EM, (lið), mörk/leikir: 1-3. Ivano Balic (Króatía) 44/8 1-3. Nikola Karabatic (Frakkland) 44/8 1-3. Lars Christiansen (Danmörk) 44/7 4. Daniel Narcisse (Frakkland) 43/8 5. Lasse M. Boesen (Danmörk) 41/8 6. Kim Andersson (Svíþjóð) 41/7 7. Ales Pajovic (Slóvenía) 39/6 8. Karol Bielecki (Pólland) 37/6 9. Holger Glandorf (Þýskaland) 36/8 10. Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) 34/6 Flestar stoðs. leikmanns að meðalt. á EM: 1. Ólafur Stefánsson (Ísland) 5,0 í leik 2.-3. Glenn Solberg (Noregur) 4,6 2.-3. Kim Andersson (Svíþjóð) 4,6 4. Valeriy Myagkov (Rússland) 4,5 5. Michal Bruna (Tékkland) 4,0 Lið Evrópumótsins: Vinstra horn: Lars Christiansen (Danmörk) Vinstri skytta: Daniel Narcisse (Frakkland) Leikstjórnandi: Ivano Balic (Króatía) Hægri skytta: Kim Anderson (Svíþjóð) Hægra horn: Florian Kehrmann (Þýskaland) Línumaður: Frank Löke (Noregur) Markvörður: Kasper Hvidt (Danmörk) Besti leikm.: Nikola Karabatic (Frakkland) Besti varnarmaðurinn: Igor Vori (Króatía) ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Frakkar hreinlega slátruðu Þjóðverjum 36-26 í leiknum um bronssætið á EM í Noregi í gær, en Frakkar leiddu leikinn mest með fjórtán marka mun um miðjan seinni hálfleik. Menn áttu jafnvel von á frekar hægum eða flötum leik þegar fyrrverandi Evrópumeistarar Frakka, frá og með gærdeginum, mættu heimsmeisturum Þjóðverja í leiknum um bronsið, en bæði lið voru svekkt yfir að vera ekki að spila til úrslita auk þess sem leikjaálagið væri farið að segja til sín. Frakkar sýndu það hins vegar og sönnuðu í byrjun leiks að þeir væru ekki komnir til að leika sér og gjörsamlega keyrðu yfir slaka Þjóðverj- ana á upphafsmínútunum. Öflug hraðaupphlaup Frakka Staðan var orðin 10-2 eftir rúman tíu mínútna leik og Þjóðverjar réðu ekkert við hreyfanlega Frakka, sem skoruðu grimmt úr hraðaupphlaupum og fóru langt með að klára leikinn í fyrri hálfleik. Frakkar vörðust af krafti og refsuðu Þjóðverjum grimmilega fyrir hver einustu mistök sem liðið gerði í hálfleiknum. Það var orðinn helmingsmunur á liðunum, 18-9, þegar flautað var til hálfleiks. Frakkar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik. Yfirburðirnir voru slíkir að fyrrverandi Evrópumeistararnir skoruðu framan af tvö mörk á móti hverju einu marki Þjóðverja, sem fundu engar lausnir á sínum vandamálum. Frakkarnir náðu mest fjórtán marka mun um miðjan seinni hálfleik áður en þeir slökuðu aðeins á klónni og Þjóðverjar minnkuðu muninn. Munurinn var minnst níu mörk í seinni hálfleik en liðin skiptust á að skora á lokakaflanum og leikurinn endaði með tíu marka sigri Frakka, 36-26. Daniel Narcisse var valinn maður leiksins hjá Frakklandi en hann skoraði fimm af sjö mörkum sínum í fyrri hálfleik og átti hvað mestan þátt í frábærri byrjun liðs síns í upphafi leiksins þegar Frakkar skoruðu sex mörk í röð. Annars áttu bæði Olivier Girault, sem var markahæstur Frakka með átta mörk, og Nikola Karabatic, sem skoraði sex mörk, einnig mjög góðan dag. Torsten Jansen var atkvæðamestur hjá slöppum Þjóðverjum og var með sjö mörk og Pascal Hens kom næstur með sex mörk. - óþ Frakkar tóku Þjóðverja í kennslustund í handbolta þegar þeir unnu 36-26 í leik um bronssætið á EM í gær: Frakkar hreinlega niðurlægðu Þjóðverja VONBRIGÐI Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja, trúði ekki sínum eigin augum með rassskellinguna sem hans menn hlutu í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Danir voru krýndir Evrópumeistarar í handbolta í gær eftir 24-20 sigur gegn Króöt- um í úrslitaleiknum. Leikurinn byrjaði ekki gæfu- lega fyrir Dani því Króatar skor- uðu fjögur fyrstu mörk leiksins og leiddu mestallan fyrri hálfleik. Dönum óx þó ásmegin eftir því sem líða tók á leikinn og þeir tóku svo forystu í fyrsta skipti í leikn- um á 25. mínútu, 10-9, og breyttu svo stöðunni í 13-10 með því að skora tvö síðustu mörk fyrri hálf- leiks. Danir sýndu mikla seiglu með því að snúa leiknum sér í hag en það munaði miklu fyrir Króata að leikstjórnandinn Ivano Balic fann sig engan veginn í fyrri hálf- leik. Danir náðu svo frábærri rispu og voru komnir í 17-11 eftir fyrstu tíu mín- útur í seinni hálfleik. Það er skemmst að segja frá því að Króatarnir náðu sér aldrei almennilega á strik eftir það og Danir héldu þriggja til fjögurra marka mun út mest allan leik- inn. Gremjan tók völd hjá Kró- ötum og þegar tíu mínútur voru eftir fékk Lino Cervar, þjálfari liðsins, að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli. Króat- ar lifnuðu reyndar aðeins við í kjölfarið á því og náðu mest að minnka muninn niður í tvö mörk í stöðunni 22-20 þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks. Króatar fengu svo tækifæri til þess að minnka muninn í eitt mark en náðu ekki að skora og Danir komust í þriggja marka forystu, 23-20, þegar þrjár mínútur voru eftir. Danir kláruðu svo leikinn með stæl þegar Lasse Boesen skoraði síðasta markið og lokatölur því 24-20 og Danir nýir Evrópumeistarar. Danir verð- skulduðu sigurinn og voru heilt yfir einfaldlega betri en Króatar. Þjálfarinn Ulrik Wilbek stóð því við stóru orðin, en hann sagði fyrir keppnina að Danir yrðu Evrópu- meistarar. omar@frettabladid.is Danir eru nýir Evrópumeistarar Danmörk vann Króatíu 24-20 í úrslitaleik Evrópumótsins í handbolta í Noregi í gær. Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, stóð við stóru orðin og er fyrsti maðurinn til að gera bæði karla- og kvennalið að Evrópumeisturum. FÖGNUÐUR Markvörðurinn Kasper Hvidt (til vinstri) og vinstri hornamaðurinn Lars Christiansen (að ofan) fagna hér grimmt í leikslok eftir glæsilegan sigur gegn Króatíu í gær. Báðir leikmennirnir áttu stóran þátt í sigri Dana í gær og voru valdir í lið Evrópumótsins. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.