Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 42
26 28. janúar 2008 MÁNUDAGUR SENDU JA WHF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir t vo, tölvueikir, DVD myndir, varningur tengdur myndinni o g margt fleira! SMS LEIKU R FRÁ GAURNUM SEM FÆRÐI ÞÉR KNOCKED UP OG SUPERBAD FRUMSÝND 1. FEBRÚAR Vin ni ng ar ve rð a a fh en di r h já BT Sm ár ali nd . K óp av og i. M eð þ ví að ta ka þ át t e rtu ko m in n í SM S k lú bb . 9 9 k r/s ke yt ið. Iceland Express-deild karla: Keflavík-Njarðvík 75-88 (35-49) Stig Keflavíkur: Bobby Walker 21 (5 stoðs.), Anthony Susnjara 14 (8 frák.), Þröstur Jóhanns- son 12, Tommy Johnson 8, Arnar Freyr Jónsson 7, Magnús Þór Gunnarsson 7, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6 (8 frák.). Stig Njarðvíkur: Damon Bailey 29 (12 frák., 4 stoðs), Brenton Birmingham 15 (8 frák.), Jóhann Árni Ólafsson 13 (9 frák.), Friðrik Stefánsson 10, Egill Jónasson 10, Hörður Axel Vilhjálmsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 4 (6 stolnir), Guðmundur Jónsson 2. Skallagrímur-ÍR 89-86 Iceland Express-deild kvk: Haukar-Keflavík 94-89 (55-57) Stig Hauka: Telma Björk Fjalarsdóttir 37 (hitti úr 6 af 10 3ja stiga, 6 stolnir), Unnur Tara Jónsdóttir 21 (12 fráköst, 5 stoðs.), Kristrún Sigurjónsdóttir 21 (5 stolnir), Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3, Svanhvít Skjaldardóttir 2, Bára Fanney Hálfdan ardóttir 2. Stig Keflavíkur: TaKesha Watson 29 (15 frák., 5 stoðs.), Birna Valgarðsdóttir 19 (hitti úr 5 af 7 3ja stiga), Margrét Kara Sturludóttir 17 (8 frák., 6 varin), Susanne Biemer 15 (8 stolnir), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 5, Pálína Gunnlaugsdóttir 4. ÚRSLITIN Í GÆR KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar Hauka unnu Keflavík 94-89 í frá- bærum leik í Iceland Express- deild kvenna á Ásvöllum í gær. Haukaliðið byrjaði leikinn frá- bærlega og komst mest 19 stigum yfir í fyrsta leikhluta (38-19) en Keflavíkurliðið svaraði því með því að vinna annan leikhlutann 34- 17 og komast yfir, 55-57, fyrir leikhlé. Haukaliðið hafði frum- kvæðið framan af þriðja leikhluta eða allt þar til Birna Valgarðs- dóttir setti niður fjórar þriggja stiga körfur á þremur mínútum og hjálpaði Keflavík að ná fjög- urra stiga forustu, 75-79, fyrir lokaleikhlutann. Haukaliðið náði aftur forustunni en tveir þristar, þar af annar frá Birnu, komu Keflavík í 85-89 þegar 2 mínútur og 23 sekúndur voru eftir. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Hauka, tók þá leikhlé og stelpurnar hans svöruðu með því að vinna restina af leiknum 9-0 og hafa fimm stiga sigur. Haukaliðið hefur gengið í gegn- um miklar breytingar í vetur og gengi liðsins hefur markast af því en ef marka má leik liðsins í gær ætla Íslandsmeistarnir sér að vera með í baráttunni í vetur. Kiera Hardy (37 stig), Kristrún Sigurjónsdóttir (21 stig, 5 stolnir) og Unnur Tara Jónsdóttir (21 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar) áttu allar frábæran dag og heilt yfir var liðsheildin og Haukavörnin í góðum gír. Unnur Tara endaði fyrri hálfleikinn á því að fá tækni- víti sem Keflavík nýtti til þess að komast yfir fyrir hlé en hún svar- aði því með afbragðsleik í seinni hálfleik þar sem hún skoraði 14 stig og átti mikinn þátt í sigri Haukaliðins. Keflavíkurliðið sýndi mikinn styrk og karakter með að koma sér aftur inn í leikinn eftir skelfi- lega byrjun en mýmörg mistök á lokakaflanum kostuðu liðið leik- inn. Kesha Watson (29 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar) átti enn einn stórleikinn, Margrét Kara Sturludóttir var mjög sterk framan af og Birna Valgarðs dóttir kom sterk inn í seinni hálfleik. Hin þýska Susanne Biemer gerði marga góða hluti en einnig mörg klaufamistök og einn af átta töp- uðu boltunum hennar var dýr- keyptur á lokamínútunum. - óój Haukar unnu Keflavík 94-89 í frábærum leik í Iceland Express-deild kvenna: Haukar að fullu í toppbaráttu ÖFLUG Unnur Tara Jónsdóttir átti góðan leik fyrir Hauka í gærdag; skoraði 21 stig og tók þar að auki 12 fráköst og átti 5 stoðsendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SUND Örn Arnarson, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, er í frábæru formi þessa dagana en hann setti nýtt Norðurlandamet í 50 metra baksundi á alþjóðlegu sundmóti í Lúxemborg í gær. Örn sigraði í sundinu á tímanum 25,88 sekúndum og bætti gamla metið sem var búið að standa frá árinu 1998. Örn bætti á sama tíma eigið Íslandsmet frá árinu 2003 um þrjátíu hundraðshluta. Í fyrradag var Örn svo í öðru sæti í 100 metra baksundi á eftir Þjóðverjanum Helge Meeuw. - óþ Örn Arnarson, sundmaður: Setti nýtt Norð- urlandamet Í FRÁBÆRU FORMI Örn Arnarson gerði góða hluti á móti í Lúxemborg um helgina. FRÉTTABLADID/DANÍEL KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar ætla að blanda sér í titlabaráttuna í vetur og sönnuðu styrk sinn í gær með því að vinna sannfærandi 13 stiga sigur, 75-88, á nágrönnum sínum í Keflavík á þeirra eigin heima- velli. Njarðvík var með frumkvæðið allan tímann og var 35-49 yfir í hálfleik. Njarðvík skoraði síðan tíu fyrstu stig seinni hálfleiks og komst 24 stigum yfir. Keflvíking- ar minnkuðu muninn en komu honum aldrei niður fyrir átta stig og urðu að sætta sig við fyrsta tapið í Sláturhúsinu í vetur. Bailey átti góðan leik Damon Bailey hjá Njarðvík var sterkur og sérstaklega duglegur að komast á vítalínuna en Keflvík- ingar réðu illa við hann og sendu hann 18 sinnum þangað. Allra bestu menn Njarðvíkurliðsins voru þó þeir Jóhann Árni Ólafsson og Sverrir Þór Sverrisson, sem börðust fyrir öllum boltum báðum megin vallarins. Sverrir Þór gekk vel með Bobby Walker sem þurfti 21 skot (og 6 tapaða bolta) til þess að skora 21 stig og þá má ekki gleyma vörn Brenton Birming- ham á Tommy Johnson sem skor- aði aðeins 8 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Teitur í skýjunum „Við erum búnir að taka tvö lið fyrir ofan okkur og gjörsamlega baka þau á útivelli og þegar við náum okkur á strik erum við gríð- arlega sterkir og getum unnið hvaða lið sem er sannfærandi á útivelli. Svo dettum við niður inni á milli en við erum að fækka lélegu köflunum. Ef við náum að halda því áfram út mánuðinn verðum við sterkir þegar á reynir,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Njarð- víkur. „Keflavík kom til baka í seinni hálfleik en við héldum haus, sem við gerðum ekki í síðasta leik,“ sagði Teitur en Njarðvíkingar töp- uðu síðasta leik gegn ÍR í Seja- skóla eftir að hafa komist 20 stig- um yfir um tíma í fyrri hálfleik. „Við erum á uppleið og það er komin miklu meira jafnvægi í sóknarleikinn okkar eftir að Damon kom,“ sagði Teitur sem var ánægður með framlag Jóhanns Árna Ólafssonar sem skoraði 13 stig en tók þar að auki 9 fráköst. Jóhannes mikilvægur „Jói var æðislegur og þegar hann er í þessum gír er hann ótrúlega dýrmætur fyrir liðið,“ sagði Teitur, sem ætlar að undirbúa lið sitt vel fyrir leikinn á Snæfelli. „Við förum með sjálfstraust inn í vikuna, ætlum að æfa okkur vel og ætlum að finna leið til þess að vinna Snæfell á laugardaginn kemur. Það er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur að komast í Höllina því við vitum hvað það skiptir bæinn okkar miklu máli,“ sagði Teitur að lokum. Njarðvíkingar eru komnir með 18 stig með sigrinum eftir 15 leiki í deildinni og eru í fimmta sæti. Njarðvíkingar eru jafnir Skalla- grími að stigum en Borgnesing- arnir eru ofar í töflunni vegna betri árangurs úr innbyrðisviðu- regnum. Keflavík er sem fyrr efst þrátt fyrir tapið. ooj@frettabladid.is Njarðvík sótti sigur í Sláturhúsið Njarðvíkingar unnu 13 stiga sigur á toppliði Keflavíkur í Keflavík í gærkvöldi og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna þar í vetur. Damon Bailey var atkvæðamestur Njarðvíkinga og skoraði 29 stig í leiknum. FRÁBÆR Brenton Birmingham lék vel í frábærum sigri Njarðvíkinga í gær, skoraði 15 stig og tók þar að auki 8 fráköst. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.