Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 46
30 28. janúar 2008 MÁNUDAGUR Á meðan Mikael Torfason hefur fengið úr því skorið að hann fái þrjá mánuði úr rithöfundasjóði, sem leggur sig á tæpan mánuð miðað við biðlaun sem hann hefur verið á, engist Eiríkur Örn Norðdahl ljóðskáld í angist og kvíða. Hann bíður umslagsins góða úti í Finnlandi milli vonar og ótta. Og segir að fái hann ekkert bíði hans skúringar því það er eini starfinn sem hann þykir hæfur í meðal finnsku þjóðar- innar. Nýi borgarstjórinn, Ólafur F. Magnússon, á fjögur börn með Guðrúnu Kjartansdóttur. Þeirra á meðal er einn poppari, Kjartan Ólafsson, sem hefur verið að gera góða hluti með hljómsveitinni Ampop. Kjartan er hljómborðs- leikari sveitarinnar og annar stofnandi hennar. Lítið hefur heyrst í Ampop síðustu mánuðina, en síðasta plata þeirra kom út fyrir jólin 2006. Jón Gnarr hefur aldrei lesið bók eftir Arnald Indriðason. Þessu lýsti hann yfir sem „lesandi vik- unnar“ í Samfélaginu í nærmynd á Rás 1 á dögunum. Líklega eru ekki margir Íslendingar sem hafa algjörlega látið Arnald fara framhjá sér, en grínarinn góðkunni er einn af þeim. Jón hefur meira gaman af öðru, til dæmis Ofvita Þórbergs Þórðarsonar. Hann sagði reyndar að það væri eina bók Þórbergs sem hann hefði virki- lega tengt við. - jbg/glh En mergurinn málsins sé þó sá að vertar hafa fengið nóg. Þeir horfa margir upp á stórfellt tekjutap vegna reykingabannsins. „Gott dæmi sem við höfum frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar sem er stærsti einstaki aðilinn sem að stöðunum kemur sem bjórheild- sali. Sala þeirra til okkar hefur minnkað um 15 af hundraði en á sama tíma hefur aukning orðið á bjórsölu í ríkinu.“ Baldvin vandar ríki og borg ekki kveðjurnar, segir: „Þessi ólög eru að slátra mörgum vertinum. Ríkið setur sig á háan hest. Og vill í ein- hverju ofstæki kippa stoðum undan traustum atvinnurekstri sem tekið hefur langan tíma að byggja upp.“ Formaður Félags kráareigenda segir þetta ekki bara snúa að veitingamönnum heldur eigi fjöldi fólks allt sitt undir þess- um atvinnurekstri. „Hundruð milljóna liggja undir hjá skemmtistöðum á ári. Ef þú tekur 30 prósent í minnkandi sölu, en það er um það bil prósentan sem við erum að horfa upp á, þá eru það engar smá upphæðir. Ef einhver annar atvinnurekstur en okkar „vondu mannanna“, sem erum að standa í rekstri skemmti- staða, byggi við þetta yrði allt brjálað í þessu samfélagi,“ segir Baldvin. jakob@frettabladid.is „Um leið og gætt verður jafnræð- is í kerfinu þá skal ég standa per- sónulega með hamarinn og rífa þetta niður. Um leið og lokað verð- ur reykherberginu á Alþingi og um leið og reykherberginu á Leifs- stöð verður lokað þá skal ég loka. Löggjafarvaldið verður að sýna fordæmi í því sem það vill banna öðrum,“ segir Baldvin Samúels- son, formaður Félags kráareig- enda. Baldvin er eigandi Barsins við Laugaveg ásamt Ragnari Magnús- syni. Þeir eru afar óhressir. Umhverfissvið Reykjavíkur- borgar stefnir að því að innsigla reykingaaðstöðu sem er innan- dyra á Barnum. „Þá á ég skæri,“ segir Baldvin brattur. Örn Sigurðsson sviðsstjóri segir þá á Barnum hafa andmælarétt en ef ekkert sem hönd á festir kemur fram í andmælum þeirra, og ekki á Erni að heyra að hann búist við slíku, mæta þeir hjá umhverfis- sviði á staðinn og innsigla. „Frestur rennur út á mánudag (í dag) og þá örkum við af stað.“ Erni þykir skjóta skökku við að lög- reglan hafi ekki þennan starfa með höndum. „Þegar menn segjast vera að brjóta lög í viðtölum ætti lögregl- an að rannsaka málið. Þetta hlýtur að vera eins og með önnur lög í landinu þar sem við liggja refsi- ákvæði. Ég átta mig ekki á því af hverju lögreglan kærir ekki eða vill helst ekki taka við kæru frá okkur,“ segir Örn. Hann segist ekki hafa mannskap til að fylgjast með reykingum á börum borgar- innar um helgar og á kvöldin. Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík segir hins vegar að lögreglan hafi lítið sem ekkert með málið að gera. Nánast eins og hann vilji sem minnst af þessu máli vita: „Þetta er bara Reykja- víkurborg – lögreglan hefur ekk- ert með þetta að gera. Það vissu allir þegar reglurnar voru settar.“ Baldvin segir lögin meingölluð og hefur fengið lögmann í málið. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. pest 6. í röð 8. langar 9. bein 11. hef leyfi 12. einkennis 14. kimi 16. drykkur 17. undir þaki 18. angra 20. grískur bókstafur 21. kvenflík. LÓÐRÉTT 1. murra 3. tveir eins 4. gufuskip 5. hamfletta 7. háttprýði 10. flík 13. blund 15. heimsálfa 16. ósigur 19. bor. LAUSN LÁRÉTT: 2. kvef, 6. rs, 8. vil, 9. rif, 11. má, 12. aðals, 14. stúka, 16. te, 17. ris, 18. ama, 20. pí, 21. pils. LÓÐRÉTT: 1. urra, 3. vv, 4. eimskip, 5. flá, 7. siðsemi, 10. fat, 13. lúr, 15. asía, 16. tap, 19. al. „Ég hlusta á allt mögulegt. Rás 1, Gullbylgjuna, Bylgjuna og Rás 2. Ég hlusta líka stundum á Sigurð G. Tómasson og Guð- mund Ólafsson á föstudags- morgnum á Útvarpi Sögu.“ Ævar Friðriksson ökukennari. „Já, já. Ég er búinn að sækja um. Djísus kræst, eru komnar 1.500 umsóknir?“ segir Pálmi Gestsson, leikari og veiðimaður. Gríðarleg ásókn er í leyfi til hreindýraveiða nú um stundir. Bjarni Pálsson hjá veiðistjórnunar- sviði Umhverfisstofnunar segir að þegar séu komnar fimmtán hundr- uð umsóknir og enn langt í að umsóknarfrestur renni út, eða 15. febrúar. „Við skynjum feikilegan áhuga. Þetta virðist vera að aukast jafnt og þétt milli ára. Þótt kvótinn hafi auk- ist, en nú má veiða 1.333 dýr, er eftir spurnin orðin talsvert meiri en framboðið,“ segir Bjarni. Og bendir á tölurnar máli sínu til stuðnings. Í fyrra bárust 2.700 umsóknir og stefnir í hærri tölu nú miðað við ásóknina sem var á sama tíma fyrir ári. Pálmi er ugg- andi um sinn hag og man þá miklu sorg þegar hann fékk ekki leyfi fyrir þremur árum. „Ég var reynd- ar á biðlista í fyrra, númer tólf, en datt fljótlega inn. Geri mér góðar vonir um að kom- ast á hrein- dýr næsta haust sem oftast. Vona það svo inni- lega. Ég tók einn 97 kílóa tarf í fyrra á Jökul- dalsheiði við Sænautaselsvatn. Myndarlegur,“ segir Pálmi. Bjarni segir umsóknir fara í pott og er svo dregið úr þeim. Allir eiga að standa jafnir gagnvart þeim drætti og er hann óháður því hverj- ir fengu leyfi síðast. Leyfin sjálf geta ekki talist dýr, til að mynda að teknu tilliti til kílóverðs á hrein- dýrakjöti. Verð leyfa er frá 45 þús- undum upp í 120 eftir því hvort um tarf eða kú er að ræða og svæðum. Þannig er dýrast að fella tarf á svæði eitt en ódýrast að skjóta kú á svæði níu. Hins vegar er þar ekki allt talið því hverjum veiðimanni er gert að kaupa sér aðstoð leiðsögu- manns og þar er verðlagning frjáls. - jbg Skotveiðimenn milli vonar og ótta Björgvin Hilmarsson og Satu Rämö eru að leggja lokahönd á fyrstu ferðabókina um Ísland sem kemur út á finnsku. Bókin kemur út hjá Mondo-forlaginu í maí en Mondo er þekkt fyrir vandaðar ferðabækur um borgir og lönd. „Eftir að Flugleiðir fóru að fljúga beint til Helsinki er vaxandi þrýstingur á að bókin komi út,“ segir Björgvin. „Í fyrrasumar eyddum við fjórum mánuðum í að keyra um landið þvert og endilangt, keyrðum um þrettán þúsund kílómetra, tókum myndir og viðtöl. Við gengum líka mikið, til dæmis um Hornstrandir, Borgarfjörð eystri og Lauga- veginn. Við teljum styrk bókarinnar að hún er bæði skrifuð af útlendingi sem kemur með sjónarhorn gestsins og heimamanni sem getur leiðrétt vitleysur. Maður sér oft sömu vitleysurnar ár eftir ár í til dæmis Lonely Planet-bókunum.“ „Landslagið mun koma Finnum mest á óvart á Íslandi,“ segir Satu. „Hjá okkur er allt flatt eins og pönnukaka og maður getur keyrt tímum saman í alveg eins landslagi og fundist sem maður sé kyrr. Hér breytist landslagið á tíu mínútna fresti og við hvetjum fólk til að taka með sér nóg af minniskubbum fyrir myndavélarnar. Ísland er svo margbreytilegt að ferðamenn geta fundið fyrir hálfgerðri depurð yfir því að komast ekki yfir allt. Í vikuferð kemst maður til dæmis ekki nema yfir brot af fjölbreytileika landsins. Okkar ráð er að fólk slappi bara af og komi aftur.“ Stóra urð við Dyrfjöll segir Satu líklega stórfenglegasta staðinn á landinu. „Þar líður manni eins og maður sé kominn inn í Lord of the Rings-myndirnar. Maður reynir að ímynda sér alla þessa heimsfrægu leikara skrölta þarna um á íslenskum hestum og það hefði nú kannski ekki verið jafn tilkomumikið!“ Á ferðum sínum um landið rákust skötu- hjúin á Finna í Vestmannaeyjum. „Hann vinnur sem kokkur á fiskibát, er giftur íslenskri konu og segist vilja deyja í Vest- mannaeyjum. Hann sagði okkur að úti í Finnlandi hefði hann aldrei dreymt um að geta orðið jafn hamingjusamur í lífinu eins og hann er hér,“ segir Björgvin. - glh Fræða Finna um Ísland í nýrri ferðabók HREINDÝR Á AUSTURLANDI Gríðar- leg ásókn er í leyfi til að veiða hreindýr og þegar komnar fimmtán hundruð umsóknir. VAXANDI ÞRÝSTINGUR Á FERÐABÓK UM ÍSLAND Í FINNLANDI Björgvin Hilmarsson og Satu Rämö svara eftirspurninni. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA ÖRN SIGURÐSSON: VIÐ LOKUM REYKHERBERGINU Í DAG Reykingabann að sliga verta PÁLMI GESTSSON Einum kunnasta veiðimanni landsins brá í brún þegar hann frétti af ásókninni. DEILT UM REYKHERBERGI Umhverfissvið Reykjavíkurborgar ætlar að loka reykherbergi á Barnum í dag. Geir Jón (fyrir neðan) segir alla hafa vitað það þegar reglurn- ar voru settar að það væri borgarinnar að fram- fylgja þeim. Baldvin á Barnum (til vinstri) segist eiga skæri í tengslum við innsigli og borða Um- hverfissviðs. FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Það voru Ástralir. 2 101 árs. 3 Helgi Seljan. Nýr vefur » Á hvað ert þú að hlusta? „Við hefðum tekið myndir en höfðum engan kubb...“ - ÚFÓ, Stuðmenn, Höf: Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.