Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.01.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar Í dag er mánudagurinn 28. janúar, 28. dagur ársins. 10.22 13.40 17.00 10.21 13.25 16.30 Í þróuðum löndum ríkir pólitísk-ur stöðugleiki vegna þess að almenningur hefur lært að láta stjórnmálamenn í friði og skiptir sér ekki af því sem þeir taka sér fyrir hendur. Stöðugleiki merkir „óbreytt ástand án framfara“ og byggist á gagnkvæmu samkomu- lagi um að hvor aðili um sig láti hinn njóta vinnufriðar. Hlutverk almennings í nútímaþjóðfélagi er að borga skatta en hlutverk stjórn- málamanna er að hafa vit fyrir fólki. MEÐAN ALMÚGINN sinnir vinnu- og neysluskyldu sinni án þess að mögla telja stjórnmála- menn ekki nauðsynlegt að setja strangar reglur um hvernig fólk hegðar sér þegar það er ekki á vinnustað sínum. Þetta fyrirkomu- lag er stundum kallað „frelsi“ og tryggir almenningi margvísleg réttindi, svo sem að velja milli þriggja tegunda af stjórnmála- flokkum á fjögurra ára fresti. Teg- undirnar sem í boði eru heita „hægri, vinstri og miðja“ og sam- svara hinum vinsælu bragðteg- undum „súkkulaði, jarðarberja og vanillu“. ALMENNINGI sem í daglegu tali er nefndur „skríll“ er í stórum dráttum heimilt að hegða sér að vild heima hjá sér og getur valið um fjölda sjónvarpsrása eða böl- sótast nafnlaus á internetinu. Einu sinni á ári, fyrsta maí, er skrílnum heimilt að mála slagorð á skilti og fara í hópgöngu með lúðrasveit niður Laugaveginn. Fyrir daga raunveruleikaþátta í sjónvarpi var þetta býsna vinsælt en nú er svo komið að flestir gera sér ljóst að fyrirhafnarminna er að fylgj- ast með lífi annarra en að lifa sínu eigin. ÞEGAR ALMENNINGUR er með hávaða og læti er talað um „skrílslæti“. Skrílslæti eru heimil- uð á íþróttaleikjum og skemmti- stöðum og einnig á útisamkomum fyrstu helgina í ágúst. Fyrir utan að vera gagnslaus og ósmekkleg eru skrílslæti hættuleg lýðræðinu og hneykslanleg framkoma almennings í Ráðhúsinu núna í vikunni sýnir hversu aðkallandi það er að kaupa hingað nokkra gáma af taser-byssum. Leiðtogar almennings í Ráðhúsinu eiga rétt á að fá að vera í næði fyrir borgar- búum. Ráðhúsið er þeirra náðhús. (Náðhús er staður þar sem fólk á heimtingu á að vera í friði með allt niðrum sig). Náðhús Reykjavíkur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.