Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VIÐSKIPTI Íslenska krónan er orðin of lítil fyrir bankana. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri umfjöllun alþjóðlega matsfyrir- tækisins Moody‘s, að sögn Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns grein- ingardeildar Kaupþings. Umfjöll- un Moody‘s snýr að Aaa lánshæf- iseinkunn ríkissjóðs, sem er hæsta einkunn. Fyrirtækið segir blikur á lofti með þá stöðu. Lækki einkunn- in verður dýrara fyrir ríkið að taka erlend lán. Umfjöllun Moody‘s er þó um margt jákvæð, bæði í garð bank- anna og ríkisins. Joan Feldbaum- Vidra, aðalhöfundur skýrslunnar, bendir þó á að hagkerfið hafi ekki farið varhluta af aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Áframhaldandi alþjóðlegur vöxtur bankakerfisins er sagður hafa leitt til þess að ófyrirséðar fjárhagsleg- ar skuldbindingar ríkisins hafi vaxið upp fyrir æskileg mörk. Engu að síður segir Moody‘s lík- legt að íslensk stjórnvöld geti mætt lausafjárbresti, varið inn- stæðueigendur og forðast greiðslu- þrengingar jafnvel við sérstak- lega erfið skilyrði. Vöxtur erlendra skuldbindinga bankakerfisins gæti hins vegar þegar fram í sækir reynt á getu stjórnvalda til að takast á við kreppu. „Að minnsta kosti með hætti sem samræmdist gildandi Aaa-einkunnum,“ segir í umfjölluninni. Þá kemur fram að auka mætti svigrúm stjórnvalda til að glíma við áhrif kreppu í framtíðinni með viðameiri reglusetningu um lausa- fé banka eða með öðrum kerfis- breytingum sem milduðu hlutverk stjórnvalda sem lánveitanda til þrautavara í erlendri mynt. „Að lokum myndi sérhver þróun í þá átt að drægi úr erlendri starfsemi bankanna eða að þeir flyttu höfuð- stöðvar sínar úr landi draga úr fjármálalegri áhættu ríkisins,“ segir í niðurlagi. Ásgeir segir Moody‘s horfa til tvenns konar áhættu í rekstri bankanna, annars vegar lausafjár- stöðu á hverjum tíma og hins vegar til kvaða um eiginfjárstöðu, en yrðu bankarnir fyrir miklum skakkaföllum þyrfti Seðlabankinn að hlaupa undir bagga. „Þeir líta hins vegar ekki til mögulegs upp- gjörs fjármálafyrirtækja í evrum sem hefði í sjálfu sér að einhverju marki létt þessum þrýstingi af ríkinu. Það er ljóst að þetta mynt- svæði er orðið of lítið fyrir bank- ana.“ Í mati á áhrifum þess að einhver bankanna færi úr landi, segir Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðla- bankans, Moody‘s einvörðungu líta til áhrifa þess á lánshæfismat ríkisins. „En þeir eru ekkert að velta fyrir sér öðrum afleiðingum á borð við að missa héðan öflug fyrirtæki með fjölda fólks í vinnu. Þeir eru bara að benda á hvað bankarnir eru stórir og hversu mikið af erlendu skuldunum er á þeirra bókum.“ - óká Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 29. janúar 2008 — 28. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir er í þriðja bekk í Flataskóla, æfir djassballet og teiknar fígúrur með Davíð vini sínum. Ég b j djassballettinn og finnst gaman að dunda sér í rólegheitum. „Mér finnst eiginlega sk þegar ég er ein ð Farið í splittstökk og spígat og teygt upp á tá Ragnheiður Sóllilja ásamt vinum sínum Davíð Laufdal Árnasyni og Klöru Hjartardóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR SKÓGARJÓGARagnheiður Ýr Grétars-dóttir kennir jóga tvisvar í viku úti undir berum himni. Einu sinni í viku síðdegis í Elliðaár-dalnum og einu sinni í viku í Öskjuhlíðinni í hádeginu. HEILSA 2 EKKI KOFFÍN Samkvæmt nýrri rannsókn sem var gerð við Duke-há-skólann í Norður-Karólínu getur minni koffínneysla hjálpað sykursjúkum að hafa betri stjórn á blóðsykrinum. HEILSA 3 Fæst í Bónus og Inspired (Flugstöðinni) Japanir hafa sushi Við höfum bitafisk og harðfisk í hæsta gæðaflokki Íslenskir karlmenn verða nú langlífastir! Þeir eru bara að benda á hvað bankarnir eru stórir og hversu mikið af erlendu skuldunum er á þeirra bókum. STURLA PÁLSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI ALÞJÓÐA- OG MARKAÐSSVIÐS SEÐLABANKANS VEÐRIÐ Í DAG RAGNHEIÐUR SÓLLILJA Dansar við alls konar skemmtilega tónlist heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS SKIPULAG & HÖNNUN Tekið til í tölvuherberginu Sérblað um skipulag og hönnun FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Vill komast á Ólympíuleika Ragna Ingólfs- dóttir var valin íþróttamaður Reykjavíkur. TÍMAMÓT 16 bílablað bílalands FYLGIR BLAÐINU Í DAG 575 1230 Hefur þú auga fyrir góðri hönnun? A3 Sportback skipulag & hönnunÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2008 Gæði á góðu verði Grundarfjörður vinsæll Um 120 myndir bárust kvikmynda- hátíðinni Northern Wave sem haldin verður í Grundar- firði í febrúar. FÓLK 24 Í tísku að hlæja að náunganum Sólmundur Hólm fór með sigur af hólmi í eftirhermukeppni Loga Bergmanns. FÓLK 23 ÉL Í dag verða suðvestan 5-13 m/s. Bjart með köflum á Austurlandi, annars él. Hiti frá frostmarki vestan til niður í 10 stiga frost til landsins. VEÐUR 4     Klárir í viðræður Geir Sveinsson, Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson eru allir til í að ræða við HSÍ um starf lands- liðsþjálfara. ÍÞRÓTTIR 26 Krónan of lítil fyrir bankana Moody‘s segir blikur á lofti með lánshæfiseinkunn ríkisins. Með auknum vexti bankanna geti orðið erfiðara fyrir ríkið að styðja við þá. Lesa má úr umfjölluninni að myntsvæði krónunnar sé of lítið fyrir bankana. SLYS „Ég slasaðist eiginlega ekk- ert, fékk bara blóðnasir og svo brotnaði á mér kjafturinn eitt- hvað smávegis,“ segir Steinar Norðfjörð, vörubílstjóri hjá Trukkaþjónustunni. Vöruflutn- ingabíll sem hann ók lagðist á hliðina þegar verið var að losa hann á byggingasvæði við Núpa- lind í Kópavogi klukkan rúmlega fimm í gær. „Þetta er ekkert óalgengt. Bíl- arnir fara oft á hliðina þegar verið er að sturta í halla, sérstak- lega ef mölin er frosin,“ segir Steinar. „Þetta er í þriðja skipti sem ég lendi í þessu, síðast var það fyrir tuttugu árum. Það er ekki hægt að komast hjá þessu.“ Dælu- og slökkvibílar voru sendir á slysstað vegna olíu sem lak úr bílnum þegar hann valt. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins var þó engin hætta á ferðum. „Það fór nú bara glussi niður í jörðina sem kemur upp úr jörð- inni annars staðar. Það þarf allt- af að gera svo svakalegt mál úr öllu,“ segir Steinar. Steinar segist þó aðspurður ekki ætla að mæta strax aftur til vinnu á morgun. „Bíllinn minn er óökufær í augnablikinu þannig að ég hef engan bíl til að fara á. Ég fer til tannlæknis í fyrramál- ið til að gera mig eitthvað sætari en ég er, nógu ófríður er ég núna allur bólginn. Ég ætla rétt að vona að það takist svo maður verði fríðari fyrir konurnar.“ - sþs Steinar Norðfjörð vörubílstjóri velti bíl sínum við Núpalind í Kópavogi í gær: Braut bara smávegis á mér kjaftinn Á HLIÐ Vörubíll valt á hliðina við Núpalind í Kópavogi klukkan rúmlega fimm í gær. Ökumaður bílsins, Steinar Norðfjörð, var fluttur á slysadeild en slapp án alvarlegra meiðsla. Hann segir þetta í þriðja sinn sem vörubíll sinn veltur, síðast hafi það gerst fyrir tuttugu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LANDBÚNAÐUR Aldrei hefur verið sent meira sæði til bænda af Sauðfjársæðingastöð Vesturlands og gert var síðasta haust sam- kvæmt nýjustu tölum yfir sæddar ær frá sæðingastöðinni. Lárus Birgisson, héraðsráðu- nautur á Vesturlandi, segir 15.462 ær hafa í ár verið sæddar með sæði hrútanna á sauðfjársæðinga- stöðinni og sé það 539 ám fleiri en mest hefur verið. Langvinsælasta sæðið er úr hrútnum Rafti en úr honum var pantaður 3.331 skammtur. Ekki fengu þó allir sem vildu. „Það náðist úr honum 2.421 skammtur, sem er mjög gott, hann gefur gríðarlega mikið,“ segir Lárus um frammistöðu Rafts. Miðað við lýsinguna sem Raftur fær í Hrútaskránni er ekki að undra þótt hann sé vinsæll en þar er hann meðal annars sagður „samanrekinn holdahaus.“ - kdk Metár í sauðfjársæðingum: Bændur girnast sæði Rafts

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.