Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 8
8 29. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR SVÍÐJÓÐ, AP Sænski læknaneminn Karl Svensson, sem árið 1999 var dæmdur fyrir morð sem tengdist starfsemi nýnasista, hefur verið rekinn úr læknaskóla í Svíþjóð. Karolinska-stofnunin, sem er þekkt fyrir að veita Nóbelsverð- launin í læknisfræði, endurkallaði námsleyfið fyrir skömmu eftir að hafa fengið ábendingar um myrka fortíð Svenssons. Hann fékk inngöngu í skólann nú í haust. Vegna málsins hafa verið uppi miklar umæður í Svíþjóð um hvort dæmdur morðingi geti orðið læknir eftir að hafa greitt skuld sína við samfélagið með fangelsis- vist sinni. - fb Sænskur læknanemi: Rekinn úr skóla vegna morðs LEIKSKÓLAR Mannekla er örlítið minni nú en hún var í haust á leik- skólum Hafnarfjarðarbæjar. Starfsmenn vantar nú í 25 stöðu- gildi en vantaði í 35 stöðugildi þegar verst lét í haust. Á einum leikskóla eru fjórir starfsmenn að hætta á næstu tveimur mánuðum og fyrirsjáanlegt að það geti rask- að starfseminni ef ekki fæst fólk í staðinn. „Mannahaldið hefur í heildina skánað frá því síðasta talning var gerð,“ segir Magnús Baldursson, fræðslustjóri í Hafnarfirði. „Við gerðum talningu í haust þegar vantaði um 35 starfsmenn í eitt- hvað færri stöðugildi. Þetta hefur breyst þannig að nú vantar um 25 í heildina í bænum. Það er svolítið misjafnt eftir skólum. Ég kalla þetta svipað ástand, þegar vantar fólk þá er það alltaf slæmt.“ Ekki hefur komið til þess enn þá að börn verði send heim í Hafnar- firði. Stærsti leikskóli landsins, Stekkjarás, er þó á gráa svæðinu, þar eru fjórir starfsmenn að hætta á næstu tveimur mánuðum og segir Magnús að reynt sé að leysa það í samstarfi við foreldraráðið. „Við erum bjartsýn á að það takist að leysa það mál.“ Í Hafnarfirði eru sjötíu laus leik- skólapláss vegna manneklu. Það er um 4,5 prósenta nýting því að leik- skólarnir geta tekið um 1.600 börn fullnýttir. Manneklan er miðuð við að halda núverandi starfsemi, ef skólarnir væru fullnýttir myndi vanta fleira fólk. - ghs Mannekla á leikskólunum í Hafnarfirði er örlítið minni nú en í haust: Vantar fólk í 25 stöðugildi FJÓRIR SAGT UPP Á stærsta leikskóla landsins, Stekkjarási í Hafnarfirði, hafa fjórir sagt upp og getur þurft að skerða þjónustuna ef ekki fæst fólk í staðinn. VIÐSKIPTI Stjórn SPRON upplýsir ekki hvort aðrir stjórnarmenn en Gunnar Þór Gíslason hafi selt stofnfjárbréf sín inn á markað með óskráð bréf í SPRON áður en félagið var skráð á markað 23. október í fyrra. Einnig upplýsir stjórnin ekki hversu mikið stjórn- armenn seldu og hvers vegna. Blaðamaður sendi stjórn SPRON spurningar í framhaldi af ásökun- um sem komu fram fyrir dómi um að stjórnarmenn hefðu selt bréf sín á grundvelli innherja- upplýsinga. Í svari stjórnar SPRON er því alfarið neitað að reglur eða lög hafi verið brotin. Reglur um við- skipti með stofnfjárbréf eru sagð- ar hafa tekið mið af almennum reglum um viðskipti með skráð bréf, með þeirri undantekningu að „SPRON var ekki heimilt að birta opinberlega upplýsingar um viðskipti stjórnarmanna þar sem það var talið geta valdið ruglingi við hlutabréfamarkaðinn“. Í málflutningi í ágreiningsmáli Saga Capital fjárfestingarbanka og Insolidum ehf. hélt Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Insol- idum sem Dögg Pálsdóttir vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins á ásamt syni sínum, því fram að Gunnar Þór Gíslason hefði selt stofnfjárbréf sín til Saga Capital nokkru áður en félagið var skráð á markað. Hélt Jóhannes Karl því fram að Gunnar Þór hefði selt bréfin „í gegnum banka sinn“, Saga Capital, en Sundagarðar hf. sem Gunnar Þór stýrir á um ell- efu prósenta hlut í Saga Capital. Var því haldið fram að Gunnar Þór hefði selt bréfin þar sem hann hefði undir höndum upplýsingar um verðmat á SPRON sem sýndu að verðlagning á stofnfjárbréfun- um væri talsvert hærri en sem næmi raunverði, samkvæmt verðmati Capacent. Gunnar Þór neitaði þessu alfarið í viðtali við Fréttablaðið. Sagðist hann hafa selt bréf í takt við lög og reglur, en regluvörður SPRON gaf heim- ild fyrir því verklagi sem beitt var við söluna. Það byggði að öllu leyti á markaðsreglum, að sögn Gunnars Þórs. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins gætir nokkurrar ólgu meðal ýmissa smærri og stærri fjárfesta sem tóku lán fyrir kaup- um á stofnfjárbréfum í SPRON áður en félagið var skráð á mark- að. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu gengu stofnfjárbréf kaupum og sölum á genginu 24 til 30 en gengið á SPRON hefur lækk- að gríðarlega síðan það var skráð á markað. Lokagengi á bréfum í SPRON fyrsta daginn í Kauphöll- inni var 18,7 en gengi bréfa nú er 6,4. Margir hafa því tapað miklum fjármunum vegna kaupa á stofn- fjárbréfum. magnush@frettabladid.is Upplýsingar valda ruglingi Samkvæmt reglum um viðskipti með stofnfjárbréf í SPRON var ekki heimilt að birta opinberlega upplýs- ingar um viðskipti stjórnarmanna. Það var „talið geta valdið ruglingi“, að því er segir í svari stjórnar. Spurningar blaðamanns 1. Seldu einhverjir aðrir stjórnar- menn en Gunnar Þór Gíslason stofnfjárbréf í SPRON, áður en félagið var skráð á markað? 2. Ef já, þá hverjir, fyrir hversu mikið og hvers vegna? 3. Höfðu stjórnarmenn einhverjar aðrar upplýsingar í höndunum um rekstur SPRON heldur en almenningur á þeim tíma sem stofnfjárbréf voru seld? 4. Ef já, þá hverjar? 5. Ef nei, þá þetta: Er það ekki mat stjórnarmanna, að þeir hafi ávallt betri innsýn og meiri upplýsingar um rekstur SPRON heldur en almenningur? Ef nei, þá er óskað eftir rökum fyrir því svari. Svar stjórnar SPRON Auðvitað er það svo að á hverjum tíma hafa stjórnarmenn betri yfirsýn yfir rekstur þeirra fyrirtækja sem þeir stjórna en almenningur. Það verður hins vegar að gera greinarmun á slíkum almennum upplýsingum annars vegar og innherjaupplýs- ingum (upplýsingar sem hafa áhrif á verðmat (e. price sensitive infor- mation)) hins vegar eins og gert er í lögum um innherjaviðskipti. Ef ekki væri gerður slíkur greinarmunur gætu stjórnarmenn aldrei átt við- skipti með bréf í þeim félögum sem þeir eiga í. Sérstök lög og reglur eru því sett um viðskipti innherja sem regluvörður og Fjármálaeftirlitið hafa eftirlit með. Um viðskipti með stofnfjárbréf stjórnarmanna og starfsmanna í SPRON giltu ákveðnar reglur sem tóku mið af þeim meginreglum sem gilda um innherjaviðskipti hjá skráðum félögum á markaði með þeirri undantekningu þó að SPRON var ekki heimilt að birta opinberlega upplýsingar um viðskipti stjórnar- manna þar sem það var talið geta valdið ruglingi við hlutabréfamark- aðinn. Stjórnarmenn höfðu engin viðskipti með bréf SPRON á meðan innherjaupplýsingar lágu fyrir. Öll viðskipti hvort sem um kaup eða sölu var að ræða lutu ofangreindum reglum og hafði regluvörður félags- ins eftirlit með að þeim væri fylgt. Stjórn SPRON Hildur Petersen, Ari Bergmann Einarsson, Ásgeir Baldurs, Erlendur Hjaltason, Gunnar Þór Gíslason. SPURNINGAR OG SVÖR ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 07 10 0 1/ 08 Óþarfa gluggapóstur finnur sér leið inn á of mörg heimili í dag. Á tímum rafrænna greiðslna og vefvæðingar ætti gluggapóstur fyrir löngu að vera leifar gamals tíma, sóunar og óskynsemi. Svo ekki sé minnst á umhverfisspjöllin. Með því að fara inn á www.or.is/bodgreidslur getur þú lagt þitt af mörkum til umhverfisverndar og borgað reikningana þína með boðgreiðslum. Enginn pappír, enginn gluggapóstur, ekkert vesen. Skiptu yfir í boðgreiðslur • Ef allir viðskiptavinir OR skipta yfir í boðgreiðslur sparast 7068 kg af pappír á ári eða 295 tré. www.or.is Fyrstu 100 sem skipta yfir í boðgreiðslur fá glaðning frá Orkuveitu Reykjavíkur Er þetta ekki orðið ágætt? SPRON Samkvæmt reglum um viðskipti með stofnfjárbréf SPRON var ekki heimilt að birta opinberlega upplýsingar um viðskipti stjórnarmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1. Aðstoðarlandlæknir hvetur lækna til að taka hótanir fíkla í lyfjaleit ekki alvarlega, hvað heitir hann? 2. Á hvaða bar var reykher- bergi lokað í gær? 3. Hvaða tungumál dó út með Mary Smith Jones, sem lést í vikunni? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 STJÓRNMÁL Bæjarráð Sandgerðis leggur til við bæjarstjórn að frekari þátttöku í rekstri og uppbyggingu skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins verði hætt. Áður hafa Reykjanesbær og Vogar ákveðið að draga sig út úr samstarfinu. Óskar Gunnarsson, formaður bæjarráðs, segir mikinn kostnað ástæðu afstöðu bæjar- ráðs en kveðst ekki muna hve miklu Sandgerðingar verja árlega til skíðasvæðanna. „Það verður að vera frost og snjór svo hægt sé að vera á skíðum. Það hefur svo sem verið nóg af þessu síðustu daga en það er ekki nóg að reka svona mann- virki í tvær vikur á ári,“ segir Óskar. - bþs Sandgerðingar álykta: Vilja ekki borga fyrir Bláfjöllin VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.