Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 10
10 29. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUMÁL Tveir kókaínsalar voru teknir um helgina í fimm fíkniefnamálum sem upp komu. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fimm manns á föstudagskvöld. Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn í miðbænum. Hann reyndist vera með 40 grömm af kókaíni. Þá var annar karlmaður tekinn í austurborginni. Hann reyndist vera með svipað magn af kókaíni og sá fyrri í fórum sínum. Talið er að svo mikið magn hafi verið ætlað til sölu. Auk þessa komu upp þrjú fíkniefnamál, þar sem viðkom- andi voru með marijúana og amfetamín. - jss Fíkniefnamál hjá lögreglunni um helgina: Tók tvo kókaínsala KÓKAÍN Tveir meintir kókaínsalar voru teknir um helgina. Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is • 8 kg • Fjórtán blettakerfi • Hraðkerfi • Kraftþvottakerfi • Snertihnappar • Orkuflokkur A+ A T A R N A – K M I / F ÍT Skrifstofuvörur - á janúartilboði RV U N IQ U E 01 08 02 Katrín Edda Svansdóttir, sölumaður í þjónustuveri RV Á tilboðií janúar 2008 Bréfabindi, ljósritunarpappír, töflutússar og skurðarhnífur 1.398 kr. ks. 5 x 500 blöð í ks. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is 148 kr. stk. Bréfabindi A4, 8 cm kjölur ÞÝSKALAND, AP Kristilegir demó- kratar í Þýskalandi, með Angelu Merkel kanslara í fararbroddi, horfa nú upp á erfiða tíma í ríkis- stjórnarsamstarfi með Sósíaldemó- krötum eftir að flokkur Kristilegra varð fyrir verulegu fylgistapi í tvennum héraðskosningum í Þýskalandi á sunnudag. Kosningarnar þykja vísbending um vinstrisveiflu í samfélaginu sem gæti haft áhrif á úrslit þing- kosninga á næsta ári. Vonir Merkel kanslara um að knýja fram víðtæk- ar efnahagsumbætur á kjörtíma- bilinu hafa jafnframt dvínað. Kristilegir demókratar misstu meirihluta sinn í Hessen, þar sem fylgið minnkaði úr 49 prósentum í 37 prósent. Hægri stjórn Kristi- legra demókrata með Frjálsum demókrötum hélt hins vegar velli í Neðra-Saxlandi þrátt fyrir mikið fylgistap Kristilegra demókrata þar. Árangur Sósíaldemókrata í kosn- ingunum reyndist hins vegar mis- jafn. Í Hessen unnu þeir umtals- verðan kosningasigur og fengu tæp 37 prósent, en í Neðra-Saxlandi misstu þeir fylgi og fengu aðeins 30 prósent atkvæða. Sigurvegari kosninganna, bæði í Hessen og í Neðra-Saxlandi, var hins vegar Vinstriflokkurinn, sem að nokkru er arftaki gamla Komm- únistaflokksins í Austur-Þýska- landi, sem komst í fyrsta sinn inn á landsþing í báðum sambandslönd- unum og styrkir þar með verulega stöðu sína í vesturhluta Þýska- lands, þar sem flokkurinn hefur til þessa víðast hvar átt erfitt upp- dráttar. Sigur Vinstriflokksins í Hessen gerir það að verkum að hvorki Sósíaldemókratar né Kristilegir demókratar geta myndað sam- steypustjórn með einum minni flokk, nefnilega Sósíaldemókratar með Græningjum eða Kristilegir með Frjálsum demókrötum. Stór samsteypustjórn Sósíaldemókrata og Kristilegra að fyrirmynd ríkis- stjórnarsamstarfsins í Berlín er varla heldur inni í myndinni vegna þeirrar miklu vinstriáherslu sem Sósíaldemókratar lögðu upp með í kosningabaráttunni. gudsteinn@frettabladid.is Vinstrisveifla í Þýskalandi Kosningasigrar Vinstriflokksins í tveimur sam- bandslöndum Þýskalands um helgina geta torveldað ríkisstjórnarflokkunum í Berlín samstarfið. KAMPAKÁTIR VINSTRIMENN Oskar Lafontaine, formaður Vinstriflokksins, ásamt Krez- sentiu Flauger, sem var efst á lista flokksins í Neðra-Saxlandi, og Willy van Ooyen, sem leiddi listann í Hessen. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.