Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 12
12 29. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING GUÐSTEINN BJARNASON gudsteinn@frettabladid.is Stjórn Félags ungra lækna (FUL) sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem hún fordæmir þá ákvörðun sviðsstjóra slysa- og bráðasviðs að taka lækni af neyðarbílum. Ragnar Freyr Ingvarsson er formaður FUL. Er tíma bráðalækna ekki betur varið með nýja fyrirkomulaginu? Nei, alls ekki. Tíma bráðalækna er best varið þar sem sjúklingurinn er veikastur, hvort sem það er inni á sjúkrahúsinu, við sjúkrabeð í heimahúsi eða á slysstað. Með nýja fyrirkomulaginu er ekki bara verið að fjarlægja lækninn frá sjúkrabeðn- um heldur er líka verið að skerða þjónustuna innan deildarinnar þar sem ekki er verið að bæta mönnun þar heldur. Vita stjórnendur ekki betur hvað hentar hverju sinni? Stjórnendur eru oft vel til þess fallnir að taka ákvarðanir en stundum hafa þeir á gólfinu líka innsýn í málin. Ég held að bestu ákvarðanirnar séu teknar þegar hlustað er á flest sjónar- mið. Borið saman við önnur lönd þá er alls staðar verið að færa lækninn nær sjúklingnum en ekki verið að gera eins og hér á Íslandi, að lengja þann tíma að læknirinn komist til þeirra bráðveiku. SPURT & SVARAÐ BRÁÐALÆKNAR AF NEYÐARBÍLUM Þjónustan skert RAGNAR FREYR INGVARSSON Formaður Félags ungra lækna. Fjölmargir Indónesíubúar syrgðu heitt og innilega þegar Suharto, fyrrverandi einræðisherra landsins, var borinn til grafar í gær. Andstæðingar hans segja dauðann hafa forðað honum frá réttvísinni. Suharto, sem að indónesískum sið gekk aðeins undir þessu eina nafni, hefur aldrei þurft að svara til saka fyrir þau víðtæku mann- réttindabrot og stórfellda fjár- málaspillingu sem hann er sagð- ur hafa stundað á þrjátíu og tveggja ára valdaferli sínum. Stór hluti landsmanna vill fyrirgefa honum voðaverkin og fjármálaspillinguna. Þessi hluti íbúanna lítur á Suharto sem þjóð- hetju. Hann hafi í raun reist Indónesíu upp úr öskustó, byggt upp nýtt þjóðfélag og komið efnahag landsins á flug. „Hann var mikilmenni,“ hafði AP fréttastofan til dæmis eftir Sumartini, 65 ára gamalli konu sem fylgdist með útför hans í gær. „Hann snerti djúpt við okkur.“ „Megi guð viðurkenna afrek hans og fyrirgefa syndir hans,“ sagði Susilo Bambang Yudhoy- ono, forseti Indónesíu, í ræðu sem hann flutti í gær við útför Suhartos. „Við höfum misst einn af bestu sonum Indónesíu.“ Mannréttindabrot og spilling Suharto rændi völdum á Indón- esíu árið 1965, hóf þegar í stað herferð gegn kommúnistum og er sagður hafa látið drepa meira en hálfa milljón manna í þeim blóðugu aðgerðum. Hann er einnig sakaður um að hafa látið drepa eða handtaka hundruð þúsunda manna á stjórnartíð sinni næstu þrjá ára- tugina eftir valda ránið. Her- menn hans eru auk þess taldir hafa drepið um 300 þúsund manns í aðgerðum gegn sjálf- stæðishreyfingum á Papúa, Aceh og Austur-Tímor. Fyrir utan þessi grimmdar- verk er Suharto sakaður um að hafa dregið til sín fé frá ríkinu í stórum stíl á valdatíma sínum, og fjölskyldumeðlimir hans eru einnig sakaðir um að hafa óspart nælt sér í fé úr ríkissjóðnum. Slapp við réttarhöld Dómstólar á Indónesíu vildu þó aldrei draga hann til ábyrgðar, hvorki fyrir mannréttindabrotin né spillinguna, á þeim forsendum að hann hafi ekki heilsu til að standa í réttarhöldum. Heilablóð- föllin hafa valdið því að hann hefur síðustu árin átt erfitt með tal og varanlegar heilaskemmdir hafa dregið úr andlegri getu hans. Suharto varð 86 ára síðasta sumar og hafði lengi átt við heilsu- brest að stríða. Eftir að hann hrökklaðist frá völdum árið 1998 fékk hann nokkrum sinnum heila- blóðfall. Hann veiktist illa árið 2006 og lá þá fjórar vikur á sjúkra- húsi með innvortis blæðingar. Hinn 4. janúar síðastliðinn var hann svo enn á ný lagður inn á sjúkrahús og lá þar lengi þungt haldinn þar til hann lést á sunnu- daginn. Deilt um fyrirgefningu Strax og Suharto veiktist nú síð- ast hófust heiftarlegar umræður um arfleifð hans. Margir urðu til þess að biðja fólk um að fyrir- gefa honum. Meira að segja leið- togar á Austur-Tímor, sem ára- tugum saman máttu þola kúgun Indónesíuhers, sögðu að íbúar Austur-Tímors ættu að fyrirgefa Suharto áður en hann félli frá. Öðrum finnst hins vegar fráleitt að fyrirgefa nokkurn skapaðan hlut. Þeir vilja að herforingjar, hermenn og sam- starfsmenn Suhartos í stjórn- málum verði í það minnsta dregnir til ábyrgðar fyrir verk sín, þótt Suharto sjálfur sé nú fallinn frá. „Ég skil ekki hvers vegna ég ætti að fyrirgefa honum vegna þess að hann hefur aldrei viður- kennt mistök sín,“ hefur AP eftir Putu Oka Sukanta, sem sat í ára- tug í fangelsi fyrir skoðanir sínar Umdeild arfleifð einræðisherra Tugþúsundir Gaza-búa hafa undanfarna daga streymt til Egyptalands yfir landamærin eftir að veggur sem aðskildi svæðin var sprengdur í síðustu viku. Hvað er Gaza-ströndin? Gaza-ströndin er 360 ferkílómetra land- svæði meðfram Miðjarðarhafinu. Gaza- ströndin er 41 kílómetri að lengd og á milli sex og tólf kílómetrar á breidd. Landsvæð- ið liggur að Egyptalandi til suðvesturs og að Ísrael til norðurs og austurs. Nafnið er dregið af stærstu borginni, Gaza-borg, þar sem 1,4 milljónir manns búa. Hver er saga Gaza-strandarinnar? Saga Gaza-strandarinnar er róstusöm og markast af tíðum breytingum á því hver fór með yfirráð á svæðinu. Landsvæðið sem tilheyrir Gaza-ströndinni í dag er afurð vopna- hléssamninganna árið 1949 milli Egyptalands og Ísraels. Hernám Egyptalands á Gaza-ströndinni varði frá 1949 til 1967 með stuttu hléi í Súes- deilunni 1956. Árið 1967 hertók Ísrael Gaza- ströndina í sex daga stríðinu. Það hernám varði til ársins 2005. Hver fer með stjórn á Gaza-ströndinni? Í Oslóarsamkomulaginu árið 1994 milli Ísraels og Palestínu var kveðið á um að stjórn á Gaza-ströndinni utan nokkurra svæða Ísraelsmanna myndi færast smám saman undir palestínsku heimastjórnina. Árið 2005 ákváðu ísraelsk stjórnvöld einhliða að draga sig frá Gaza-ströndinni og lýstu yfir að hernámið væri formlega á enda. Ísraelar eru þó enn við stjórnvölinn í ýmsum málefnum svæðisins á borð við loft- og landhelgi og inn- og útflutning. FBL-GREINING: GAZA-STRÖNDIN Róstusöm saga og síbreytileg yfirráð> Fjöldi nemenda skráðir í framhaldsskóla og háskóla árið 2007. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Háskóli Framhaldsskóli 28.340 17.728 SUHARTO BORINN TIL GRAFAR Tugir þúsunda í gær fylgdust með því þegar einræðisherrann fyrrverandi var lagður til hinstu hvílu í grafhýsi fjölskyldu sinnar skammt frá bænum Solo þar sem hann ólst upp. NORDICPHOTOS/AFP © GRAPHIC NEWS ■ 8. júní 1921: Fæddur á Jövu. ■ 1940: Gengur í herinn. Verður síðar háttsettur herforingi hjá Sukarno, fyrsta forseta Indónesíu. ■ 1965: Rænir völdum í hernum eftir að hafa brotið á bak aftur uppreisnartilraun vinstrisinnaðra herforingja. Stjórnar blóðugum hreinsunum gegn kommúnistum. ■ 1967: Tekur við af Sukarno sem forseti. ■ 1970-1990: Nútímavæðing bætir lífskjör, en pólitískt andóf er harðlega barið niður. ■ 1975: Indónesía hertekur Austur-Tímor. ■ 1990 og næstu ár á eftir: Efnahagslífið versnar í kjölfar fjármálakreppu í Asíu. ■ 1998: Verðhækkanir og fjöldamótmæli verða til þess að Suharto neyðist til að segja af sér. ■ 2000: Sakaður um að draga sér fé úr rík- issjóði, samtals 571 milljón dala, en dómari úrskurðar að hann hafi ekki heilsu til að gangast undir réttarhöld. ■ 2007: Aðalsaksóknari Indónesíu lýkur undirbúningi að höfðun einkamáls gegn Suharto fyrir stórfelldan fjárdrátt úr ríkissjóði. ■ 27. janúar 2008: Suharto lést eftir nokkurra vikna legu á sjúkrahúsi. Ferill einræðisherra INDÓNESÍA AUSTUR-TÍMOR Mynd: Getty Java Jakarta 400 km

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.