Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir er í þriðja bekk í Flataskóla, æfir djassballet og teiknar fígúrur með Davíð vini sínum. „Ég byrjaði í fyrra að æfa djassballet því systir mín var í djassballett og mig langaði svolítið að prófa,“ segir Ragnheiður Sóllilja og sýnir nokkur spor fyrir myndatökuna. „Tónlistin er svona skemmtileg tónlist sem kenn- arinn velur og við erum að læra alls konar dansa. Við förum í splittstökk og spíkat og við teygjum á tá og liðkum hálsinn. Stundum fáum við að fara í leiki þá spilar kennarinn tónlist og lætur okkur kannski vera eins og ballerínur eða spila á gítar,“ útskýrir Ragnheiður Sóllilja og segist stundum búa til sína eigin dansa með Klöru vinkonu sinni heima. „Við skiptumst á að búa til spor og við sýnum systur minni sem er eldri, hún er ellefu ára og heitir Margrét. Við erum stundum í keppni vin- konurnar og systir mín er dómari en stundum er ég líka ein að búa til dans.“ Ragnheiður Sóllilja á sér fleiri áhugamál en djassballettinn og finnst gaman að dunda sér í rólegheitum. „Mér finnst eiginlega skemmtilegast þegar ég er ein að teikna, það er aðaláhugamálið mitt, ég er að teikna svona fígúrur og ég og vinur minn Davíð erum að búa til plánetu sem er með alls konar sætum fígúrum, við ætlum að gera bók. Í staðinn fyrir flugvélar þá eru ský og maður flýg- ur á mjúkum skýjum og síðan er maður líka með vængi,“ segir hún um lífið á plánetunni þeirra vin- anna. Ragnheiður Sóllilja ætlar að verða leikari þegar hún verður stór en hún hefur einu sinni sýnt í Borgarleikhúsinu. „Ég æfði ballett þegar ég var sex ára og sýndi ballett í Borgarleikhúsinu þá, ég var eiginlega svona svanur,“ segir hún og bætir því við að eitt sinn hafi hún líka unnið fótboltamót. „Einu sinni æfði ég fótbolta með Stjörnunni og fór á pæjumót og Símamót og ég vann pæjumótið, svo hætti ég, en kannski ætla ég að byrja aftur. Svo er ég kannski að fara á leiklistarnámskeið en ég veit það ekki alveg ennþá,“ segir hún að lokum. heida@frettabladid.is Farið í splittstökk og spígat og teygt upp á tá Ragnheiður Sóllilja ásamt vinum sínum Davíð Laufdal Árnasyni og Klöru Hjartardóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR SKÓGARJÓGA Ragnheiður Ýr Grétars- dóttir kennir jóga tvisvar í viku úti undir berum himni. Einu sinni í viku síðdegis í Elliðaár- dalnum og einu sinni í viku í Öskjuhlíðinni í hádeginu. HEILSA 2 EKKI KOFFÍN Samkvæmt nýrri rannsókn sem var gerð við Duke-há- skólann í Norður-Karólínu getur minni koffínneysla hjálpað sykursjúkum að hafa betri stjórn á blóðsykrinum. HEILSA 3 miðvikudaginn 30. janúar kl. 10–16 Fæst í Bónus og Inspired (Flugstöðinni) Japanir hafa sushi Við höfum bitafisk og harðfisk í hæsta gæðaflokki Íslenskir karlmenn verða nú langlífastir!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.