Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 24
 29. JANÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR Bókaskápar og -hillur eru ekki aðeins hirslur undir bækur, heldur hafa mikið um það að segja hvernig við skynjum til- tekið rými og geta í sumum tilvikum haft úrslitaáhrif á þá upplifun. Að sumra áliti geta bókaskáp- ar sagt ýmislegt um eigendurna og þá persónu sem þeir hafa að geyma, rétt eins og bækurnar sem í þeim standa. Antíkskápur gæti þannig verið vísbending um gamla sál alveg eins og innbundna Shakespeare- safnið meðan útskornar hillur sýna fram á ólæknandi rómant- íker og þar fram eftir götum. Hvað sem slíkum bollalegg- ingum líður er þó ljóst að val á góðum bókaskáp, nú eða þá bókahillum, er vandasamt verk eigi vel að takast. - rve Mitt í umræðunni um nýja stað- setningu Reykjavíkurflugvallar er skemmtilegt að velta fyrir sér hvernig aðrar þjóðir hafa leyst úr sínum flugsamgöngum. Á Mad- eira má til dæmis finna allsérstak- an flugvöll nærri höfuðborginni Funchal. Flugvöllurinn var eitt sinn alræmdur fyrir stutta flugbraut (um 1.400 metrar) sem var um- kringd háum fjöllum og hafi. Að- flug var erfitt, jafnvel fyrir reynd- ustu flugmenn. Flugbrautin var endurbyggð árið 2003 og lengd um þúsund metra út yfir sjóinn og er með sérstæðari flugvöllum í heimi. Flugbrautin er 2.781 metrar að lengd en þúsund metrar af braut- inni standa á 180 súlum sem hver og ein er um 50 metrar á hæð. Undir flugbrautinni hefur plássið verið nýtt fyrir bílageymslu. Flugbrautin á Funchal-flugvell- inum hefur hlotið verðlaun fyrir frumlega hönnun en það er Portú- galinn Segadães Tavares sem á heiðurinn að hönnuninni. Flugbraut á súlum Kílómetri flugbrautarinnar er byggður á 180 fimmtíu metra háum súlum. Þessi svarti Habitat- skápur kall- ast Sokoto, en hann er með renni- hurðum. Vísbending um gamla sál eða rómantíker Booxx hillurnar eru skemmti- legar þar sem maður getur sett þær mis- munandi upp. Fæst í Módern. Tunguháls 15 sími: 564 6070 www.kvarnir.is Tröppur og stigar Iðnaðartröppur  ?5@52222AAA <.  01;B                 ?5@52222AAA <.  01;B                              Blitz er hannað af Lodovico Acerbis og er bræðingur af skenki og bókahillu. Renni- hurðin að framan sýnir bókahólfin og með því að renna henni til hliðar opnast hólf sem fólk getur notað undir stell og fleira. Fæst í Módern. Enshi kallast þessi skápur sem er frá Habitat. Þessi hvíti háglans-skápur kallast Kim og fæst í Línunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.