Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 29. janúar 2008 17 Eldra fólk á Seltjarnarnesi nýtur nú ókeypis aðgengis að sund- laug bæjarins vegna fjölskyldu- stefnu bæjarins. Fjölmargir eldri Seltirningar hafa nýtt sér þessa þjónustu enda er nýlega lokið metnaðarfullum breytingum á sundlauginni auk þess sem nýbúið er að opna heilsurækt World Class við laugina. Í kjölfar þessara breytinga mun opnunartími laug- arinnar lengjast en náin samvinna verður um þjónustu World Class og Sundlaugar Seltjarnarness. Frá mánudögum til föstudaga verður opið frá hálf sjö um morg- uninn til tíu um kvöldið, en um helgar verður opið frá átta um morguninn til átta um kvöldið. - sgi Frítt í sund og breytt opnun Í SUNDI Gott er að gera æfingar áður en tánni er dýft í vatnið. MYND/BRJÁNN BALDURSSON Rakel Dögg Bragadóttir, handknatt- leikskona úr Stjörnunni, var valin íþróttamaður Garðabæjar 2007 við hátíðlega athöfn fyrr í þessum mánuði. Rakel Dögg varð Íslands- og deildarmeistari með meistara- flokki Stjörnunnar vorið 2007. Hún var valin handboltakona ársins 2007 af Handknattleikssambandi Íslands. Hún hefur frá unga aldri spilað handbolta með Stjörnunni og hefur auk þess þjálfað yngri flokka félagsins til margra ára með góðum árangri. Í umsögn íþrótta- og tómstunda- ráðs segir: „Rakel Dögg er ein besta handknattleikskona á land- inu, hún er fyrirliði og lykilmann- eskja í landsliðinu og hjá sínu fé- lagsliði. Rakel Dögg átti stóran þátt í því að kvennalandsliðið náði þeim áfanga að fara í umspil til að spila á stórmóti, það er Evrópumóti kvenna á árinu 2007. Rakel Dögg er reglusöm og mjög góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn.“ - sgi Íþróttamaður Garðabæjar 2007 FRÁ AFHENDINGU Rakel Dögg heldur á verðlaunabikarnum en henni við hlið standa Páll Hilmarsson forseti bæjar- stjórnar Garðabæjar og Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar. Háskólinn á Bifröst býður nú fyrstur íslenskra háskóla upp á nám á ensku í viðskiptafræði til BS-gráðu en námið hefst nú í haust. Með því að bjóða upp á nám alfarið á ensku telja stjórn- endur skólans sig mæta þörfum nemenda sem hyggja á störf á al- þjóðavettvangi og fyrirtækja sem starfa hér á landi og erlendis. Er hið alþjóðlega viðskiptasamfélag haft til hliðsjónar við undirbúning og útfærslu námsins. Rektor Háskólans á Bifröst, Ágúst Einarsson, telur íslenskt samfélag löngu orðið alþjóðlegt og því sé þetta tímabært skref. Þegar sé hægt að taka ígildi stúd- entsprófs á ensku hér á landi auk þess sem á Íslandi búi fjöldi fólks af erlendum uppruna og eftir- spurn eftir enskumælandi fólki á atvinnumarkaði hafi aldrei verið meiri. Þá hafi eftirspurn eftir námi á ensku aukist á meðal Ís- lendinga sem vilji undirbúa sig vel undir framtíðina. Ætlunin er að markaðssetja námið erlendis en þó má taka fram að þetta nám er einungis viðbót við það viðskiptanám sem þegar er kennt á íslensku. Upplýsingar um námið og um- sóknarferlið er að finna undir www.bifrost.is. - sgi Viðskiptafræði kennd á ensku HÁSKÓLINN Á BIFRÖST Nýtt viðskipta- nám á ensku til BS-gráðu verður kennt í haust. Ferðaskrifstofa Leyfishafi FerðamálastofuVESTURHEIMUR SF Kanada-Landnám í Vesturheimi Vesturheimur sf og Þjóðræknisfélag Íslendinga kynna ferð á slóðir vesturfaranna: Ferðatilhögun: • Flogið til Toronto 25. júní. Gist þrjár nætur. • Skoðunarferð til Niagarafossa - Siglt að fossunum. • Skoðunarferð um Toronto með heimafólki • Einhver misheppnaðasta tilraun íslenskra vesturfara til landnáms var í Kinmount- skoðunarferð með Don Gislason sagnfræðingi. • Skoðunarferð um íslenska landnámið í Rosseau. • Þjóðhátíðardagur Kanada 1. júlí í Ottawa-Gist í höfuðborg Kanada tvær nætur • Alþjóðleg jazzhátíð í Montreal-Gist þar í borg tvær nætur • Flug heim frá Toronto 5. júlí. • Innifalið í verði kr. 145.000 m.v. tvíbýli er m.a. fl ug, allur akstur, gisting, sigling og fararstjórn Frekari upplýsingar hjá Jónas Þór á jonas.thor1@gmail.com eða 552-0223 á milli kl 9 - 12.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.