Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 36
20 29. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is Michael Clarke barítónsöngvari og Þórarinn Stefánsson píanóleik- ari koma fram á háskólatónleikum á Bifröst á miðvikudag. Á efnis- skrá þeirra eru lög úr söngbók Garðars Hólm eftir Gunnar Reyni Sveinsson, íslensk þjóðlög í útsetn- ingu Michaels Clarke og önnur þekkt íslensk sönglög. Þeir Michael og Þórarinn eru mörgum að góðu kunnir úr íslensku tónlistarlífi. Michael hefur starfað á Akureyri um 35 ára skeið sem fiðlu- og söngkenn- ari og kór- og hljómsveitarstjóri. Hann innleiddi á sínum tíma tón- listarkennslu eftir Suzuki-aðferð- innini á Íslandi og hefur kennt á fjöldamörgum námskeiðum í Bret- landi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Michael hefur sungið fjölda óperu- hlutverka, verið einsöngvari hjá kórum, haldið einsöngstónleika heima og erlendis og sungið inn á marga diska. Hann hefur að auki stjórnað fjölda kóra og er stofn- andi og stjórnandi kórs Tónlistar- skólans á Akureyri og stjórnandi Karlakórs Akureyrar. Þórarinn Stefánsson hefur komið fram á fjölda tónleika sem einleikari og meðleikari og skipu- lagt tónleikahald bæði hérlendis og erlendis. Þórarinn er nú list- rænn stjórnandi tónlistardagskrár Tónlistarhússins Laugarborgar í Eyjafjarðarsveit. Háskólatónleikar á Bifröst eru haldnir reglulega síðasta miðviku- dag hvers mánaðar. Þeir hefjast kl. 17 í Hriflu og eru öllum opnir. Aðgangur er ókeypis. - vþ Sönglög á há- skólatónleikum Það er sannarlega ekki alltaf tekið út með sældinni að fylgja sannfæringu sinni við listsköpun, í það minnsta ekki ef maður býr við ægivald kúgandi herstjórnar. Saw Wai er ljóðskáld sem býr í Búrma. Hann hefur þar getið sér gott orð fyrir sakleysisleg ástarljóð sín sem hann hefur reglulega fengið birt í þarlend- um dægurmálatímaritum. Í síðustu viku var hann þó handtekinn fyrir ljóð sem hann samdi í tilefni Valentínusardagsins, en í því þótti birtast falin gagnrýni á leiðtoga herstjórnar- innar, Than Shwe höfðusmann. Ljóðið, sem birtist í A Chit, einu vinsælasta tímariti Búrma, er átta línur að lengd og segir frá raunum manns sem upplifir óendurgoldna ást. Þó að við- fangsefni ljóðsins sé heldur laust við pólitískar skír- skotanir má jafnframt finna í ljóðinu önnur skilaboð. Séu fyrstu orð hverrar línu lesin hvert á eftir öðru mynda þau eftirfarandi setningu: „Valdaóði háttsetti höfuðsmaðurinn Than Shwe.“ Teljast verður nokkuð djarft að setja fram slíka gagnrýni, þó falin sé, þar sem Than Shwe, sem hefur verið æðsti maður herstjórnarinnar síðan árið 1992, er síst þekktur fyrir umburðar- lyndi sitt í garð gagnrýnenda. Herstjórnin hefur í stjórnartíð sinni sett margvíslegar takmarkanir á tjáningarfrelsi Búrmabúa. Lista- menn og aðrir hafa með ýmsum ráðum reynt að komast hjá þessum takmörkunum með misgóðum árangri, eins og sést á fangelsun Saw Wai. Grínistar eru til að mynda fjölmennir í fangelsum landsins þar sem þeir gera herstjórnina oft að viðfangsefni sínu. Grínleikarinn Zarganar er þeirra á meðal; hann var handtekinn fyrir að aðstoða munkana sem stóðu að mótmælunum í september síðastliðnum, en undanfarin ár hafa flest grínatriði hans verið bönnuð þar sem hann gerir oftar en ekki grín að herstjórninni. - vþ Eldfimt ástarljóð THAN SHWE HÖFUÐSMAÐUR Líður enga gagnrýni á stjórn sína. MICHAEL CLARKE OG ÞÓRARINN STEFÁNSSON Flytja sönglög á Bifröst á miðvikudag. Fyrir örfáum dögum var mesti skákmaður Íslands og alheimsins grafinn í kyrrþey. Eigi kann ég að segja frá því hversu mikilfengleg- ar hans leikfléttur voru en ég geri mér grein fyrir því að hann kunni að tefla. Á vissan hátt virðist franska skáldkonan Yasmine Reza líka kunna að útbúa leikfléttur sem líkjast baráttunni á taflborð- inu, stundum skák og svo er hrókerað og svo aftur skák og enn er hrókerað og smá taugastríð og svo er bara komið jafntefli. Á Smíðaverkstæðinu á föstu- dagskvöldið var frumsýnt leikrit- ið Vígaguðir eftir eitt vinsælasta leikskáld samtímans, Yasmine Reza. Þar hittast tvenn hjón vegna þess að synir þeirra kornungir hafa lent í átökum með þeim afleiðingum að annar þeirra missir báðar framtennurnar, eða kannski ekki alveg, að minnsta kosti næst- um því. Hér eru tvenn hjón sem hefðu líklega aldrei undir öðrum kring- umstæðum eytt saman hálfum degi og afhjúpað öll sín leyndar- mál hvort fyrir öðru. Þetta er „kammerspiel“ eða eins konar herbergisleikur sem gerist aðeins innan þessara veggja á þeim raun- tíma sem okkur er boðið upp á. Lögfræðingur með sjálfstraust og eiginkonan smart og merkjavædd sem Baldur Trausti Hreinsson og Þórunn Lárusdóttir léku. Edda Björg Eyjólfsdóttir og Friðrik Friðriksson leika foreldra fórnar- lambsins og leikurinn gerist á heimili þeirra. Húsfreyjan er nýbúin að skrifa bók um hroðalegt ástand í Afríku og eiginmaður hennar selur ýmsa varahluti eins og til dæmis sturtubúnað salerna. Leikstjórinn velur hér að útbúa nýtt upphaf sem er tryllingslegur dans þessara para sem máske er sett upp til þess að gefa áhorfend- um vísbendingu um hvað muni gerast eða kannski til þess að opna fyrir hugrenninguna um darrað- ardans? Litlu smáborgarlegu hjónin eru varla byrjuð að tala þegar salur- inn fer að veltast um af hlátri. Allt sem þau segja er hlægilegt. Lög- fræðingurinn ber sig vel, situr gleiður og útkljáir ýmis mál í vinn- unni í GSM-síma sínum sem verð- ur svolítið yfirdrifið, því þótt Íslendingar tali í sína farsíma upp- hátt beint framan í vinnufélagana þá eru aðeins öðru vísi kurteisis- reglur innbyggðar í Fransmenn. Baldur Trausti naut þess greini- lega að breiða úr sér í þessari týpu sem er ansi útbreidd hér um slóð- ir. Við kynntumst að vísu varla nema einni hlið af þessum föður. Þórunn Lárusdóttir sem leikur eiginkonu hans átti salinn, hún kann að teygja sig milli horna í heilu leikhúsi og leggja hvern fer- metra undir sig. Hlutverk hennar var þakklátt. Konugarmurinn var í vandræðum og fékk ekki bara hóstaköst heldur spjó hún angist sinni í eiginlegri merkingu yfir listaverkabækurnar sem hin frúin hafði staflað upp á borð til þess að sýnast fyrir þessu fína fólki. Húmoreffekt tertuslags þöglu myndanna. Þetta sáttasamtal allt einkennist af þráhyggju húsfreyjunnar Veroniku sem er haldin greining- aráráttu, eða leiðréttingaráráttu. Í hvert sinn sem einhver segir eitt- hvað mótmælir hún. Það segir sig sjálft að slík manneskja er auðvit- að ofboðslega leiðinleg og því er mikilvægt að mála þannig karakt- er skýrum litum og vita nákvæm- lega hvert er verið að fara, en það var ekki raunin hér. Það er eins og hún sé látin leika með allt annarri leiktækni en hinar persónurnar. Sé það meiningin að hún eigi að vera stílíseruð sem einhver konar leiðinleg eftirlíking af Jane Fonda eða einhverjum konum sem vita allt og hafa höndlað allan sannleik þá mistókst það eiginlega hrapal- lega. Edda Björg Eyjólfsdóttir er um margt ein besta gamanleikkona sinnar kynslóðar en hér virðist eins og lögnin á þessari kven- rembu hafi verið grunnt hugsuð. Hún getur svo miklu betur eins og hún hefur sannað í mörgum sýn- ingum eins og til dæmis í Boðorð- unum níu þar sem hún var hreint óborganleg, þannig að það er svo- lítið leiðinlegt að sjá hana böðlast áfram í einhverri skrykkjóttri skrípapersónu sem hún virðist einhvern veginn ekki sjálf trúa á. Það er mikið misræmi í leikstíl persónanna. Eiginmaðurinn Michel verður uppáhaldið enda fær hann tækifæri til þess að þró- ast og sýnir á sér margar hliðar. Friðrik Friðriksson bregður hér upp skondinni mynd af umburðar- lyndum en nokkuð kúguðum eigin- manni. Það er engu líkara en að skip- stjórinn í brúnni hafi látið fjóra stýrimenn ráða áttinni sem siglt var í en stýrimennirnir valið sína áttina hver og því ómögulegt að átta sig á heildarmyndinni. Chaplin segir einhvers staðar að það þurfi harðstjóra til þess að stýra gam- anleik. Eigi veit ég hvort það er satt en hitt veit ég að handrit Yasminu Reza er skemmtilegt og þó það séu nokkrir hnökrar á sýn- ingunni eru hér mörg hlægileg atvik og smellin tilsvör sem kitla hláturtaugarnar og vel þess virði að foreldrar á öllum aldri fari og spegli sig í þessum fjórmenning- um. Elísabet Brekkan Börnin mín berja börnin þín LEIKLIST Þórunn Lárusdóttir átti salinn og lagði hvern fermetra undir sig. MYND: ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI LEIKLIST Vígaguðinn eftir Yasminu Reza Leikmynd: Stígur Steinþórsson og leikhópurinn Hljóð: Tómas Freyr Hjaltason Ljós: Dagný Björk Guðmundsdóttir Umsjón búninga: Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Búningar: Andersen & Lauth Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson Leikstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir ★★★ Hnökróttur gamanleikur Kl. 20 Kvikmyndasafn Íslands sýnir íslensku kvikmyndina Tár úr steini kl. 20 í kvöld. Myndin segir frá ástarsambandi tónskáldsins Jóns Leifs og píanóleikarans Annie Riethof sem er af gyðingaættum en baksviðið er uppgangur nasismans í Þýskalandi snemma á tuttugustu öldinni. Sýningin verður í Bæjarbíói, Strandgötu 6 í Hafnarfirði og miðaverð er 500 kr. > Ekki missa af... Fyrirlestri Helga Áss Grétars - sonar um kvótakerfið og álit mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna. Háskólinn á Akureyri stendur fyrir viðburðinum sem hefst kl. 12 og fer fram í Sólborg, húsnæði skólans við Norðurslóð á Akureyri. Félag íslenskra fræða heldur sitt fyrsta rannsóknarkvöld á þessu vormisseri nú á fimmtu- dag. Þá flytur Jón G. Friðjóns- son, prófessor í íslensku máli við Háskóla Íslands, erindi sem hann nefnir: Það skal vanda sem lengi á að standa: Um biblíuþýðing- una nýju. Í erindinu verður fjall- að um málfar, framsetn- ingu, stíl og myndmál í nýju Biblíunni og leitast við að sýna fram á að þessum atrið- um sé þar verulega áfátt og að því fari fjarri að þar sé fylgt íslenskri biblíumálshefð. Í öllum tilvikum verður teflt fram dæmum úr nýju Biblíunni og þau borin saman við samsvaranir úr eldri útgáfum. Um sum ofangreindra atriða hefur fyrirlesari þegar fjallað á öðrum vettvangi en þess verður gætt að sýna ný dæmi auk þess sem vikið verður að atriðum sem ekki hefur verið minnst á áður. Rannsóknarkvöldið fer fram á fimmtudagskvöld í húsi Sögufélagsins, Fischer- sundi 3, og hefst kl. 20. - vþ Biblíuþýðingin nýja 25 jan uppselt 30 jan örfá sæti laus 27 febrúar 28 febrúar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.