Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 38
22 29. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Britney Spears og Rihanna voru stjörnur kvölds- ins á NRJ-tónlistarverðlaunahátíðinni síðastliðinn laugardag, en hátíðin er ein frægasta tónlistarhátíð Frakka. Verðlaunin fyrir plötu ársins féllu í skaut Britney, sem kom þar með mörgum á óvart og skaut Rihönnu og Amy Winehouse ref fyrir rass, en þær hafa báðar verið ansi aðsópsmiklar á nýafstöðnum verðlaunahátíðum. Britney sendi nýlega frá sér plötuna Blackout, sem hlaut misjafnar viðtökur. Rihanna fór þó heim með verðlaunin fyrir alþjóðlegt lag ársins, fyrir hið dansvæna Don’t Stop the Music. Justin Timberlake var valinn alþjóðlegur tónlistamaður ársins, en Avril Lavigne hlaut sambæri- leg verðlaun sem tónlistarkona ársins. Hinn líbanski Mika var svo valinn alþjóðleg opinberun ársins, en hann hefur ekki heldur farið tómhentur heim af verðlaunahátíðum síðustu mánaða. Tónlistarmennirnir Michael Jackson, Celine Dion og Kylie Minogue voru öll heiðruð á verðlaunahátíðinni, fyrir framlag sitt til tónlistar- innar. LAG ÁRSINS Rihanna fékk verðlaun fyrir lag ársins sem í þetta skiptið var ekki hið margspilaða Umbrella heldur Don‘t Stop the Music. BRITNEY OG BLACKOUT Britney Spears skaut bæði Rihönnu og Amy Winehouse ref fyrir rass og hreppti verðlaunin fyrir plötu ársins á NRJ-verðlaunahátíðinni. > Á ALLRA VÖRUM Varir Angelinu Jolie tróna efst á lista yfir þá líkamshluta fræga fólksins sem fólk nefnir oftast til viðmiðunar fyrir lýta aðgerðir. Augu Katie Holmes og lík- ami Jessicu Biel fylgja fast á hæla vörunum, vinsælasta nefið er það sem stjarnan Kather- ine Heigl í Grey’s Ana- tomy skartar, en Keira Knightley hefur vinning- inn með kinnunum. Hayden Panettiere er annt um fleira en hunda, því hún hefur látið að sér kveða hjá góðgerðasamtök- unum Save the Whales Again. Nú rær hún á ný mið og hyggst selja föt úr eigin klæðaskáp til styrktar málefninu. Á panettierecloset. com má því kaupa klæðin utan af leikkonunni, en á meðal þeirra eru föt sem hún hefur klæðst á hinum ýmsu verðlaunahátíðum. FRÉTTIR AF FÓLKI Gamanmyndin Meet the Spartans, sem gerir óspart grín að hasarmyndinni 300, fór beint á toppinn aðsóknarlistanum vestanhafs um síðustu helgi. Skammt undan var fjórða Rambó-myndin með Sylvester Stallone í aðalhlutverki. Í þriðja sæti var rómantíska gamanmyndin 27 Dresses og í því fjórða var skrímslamyndin Cloverfield, sem féll þar með úr efsta sætinu. Auk myndarinnar 300 gerir Meet the Spartans grín að stjörnum á borð við Britney Spears og Paris Hilton. Spörtugrín á toppnum Britney sigursæl á NRJ-hátíð Móðir Amy Winehouse er viss um að dóttir hennar sé á sömu braut og Britney Spears, og segist þegar vera farin að undirbúa sig undir fregnir af andláti Amy. Söngkonan skráði sig í með- ferð fyrir helgi, eftir að myndir af henni við fíkni- efnaneyslu skutu upp koll- inum. Janis Winehouse, móðir hennar, óttast að það sé þegar of seint. „Ég hef vitað í langan tíma að dóttir mín á við vandamál að stríða. En að sjá það á skjánum gerði það raunverulegt. Ég geri mér grein fyrir því að dóttir mín gæti verið dáin áður en árið er úti. Við erum að fylgjast með henni drepa sig hægt og rólega,“ segir Janis í við- tali við breska blaðið Sun day Mirror. „Ég hef þegar sætt mig við dauða hennar. Ég hef verið að herða mig upp í að spyrja hana hvar hún vilji láta jarða sig, í hvaða kirkjugarði. Hún bauð mér á Grammy- verðlaunahátíðina í næsta mánuði, en hluti af mér heldur að hún verði ekki á lífi þá. Ég horfi til Heath Ledgers og Britneyjar. Hún er á sömu leið. Þetta er eins og að horfa á bílslys, að horfa á manneskju kasta öllum þessum hæfileikum á glæ,“ segir Janis. Amy á sömu leið og Britney KASTAR HÆFILEIKUM Á GLÆ Móðir Amy Winehouse líkir því við bílslys að fylgjast með dóttur sinni kasta hæfileikum sínum á glæ, og býst við fregnum að andláti hennar á næstunni. N O R D IC PH O TO S/G ETTY Veðurstofa Íslands spáir miklu frosti um helgina en þá gætu tölur á borð við 15 stiga frost sést á hitamæl- unum í höfuðborginni. Níu- tíu ár eru liðin frá frosta- vetrinum mikla sem virðist ætla að fagna afmælinu sínu með viðeigandi hætti. „Það kemur alltaf smá fiðringur og þótt ég tali nú ekki fyrir hönd okkar allra þá þykir mörgum veðurfræðingum þetta spenn- andi tímar þegar eitthvað er að gerast í veðrinu,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur en Veðurstofa Íslands spáir miklu kuldakasti á næstu dögum. Þetta kalda loft sem nú er í kortunum hefur verið á leiðinni í heila viku og margur veðurfræðingurinn bíður spenntur eftir því hvort einhver kuldamet falli. Á föstudag eða laugardag gæti hitastigið farið niður í fimmtán stig og það gæti orðið ansi kulda- legt um helgina einkum ef vind fer að hreyfa eitthvað. „Síðast gerðist það, að frost varð svona mikið, 19. nóvember 2004 en það er fremur fátítt að frostið fari yfir fimmtán stig. Telst eiginlega til viðburða ef slíkt gerist í höfuðborginni,“ segir Einar og bætir því við að árið 1981 hafi einnig verið mjög kalt í höfuð- borginni á þessum tíma. „En svona kuldi var alls ekki óalgeng- ur á hafísárunum, á sjötta og sjö- unda áratugnum, því þá gat frost- ið farið niður í tæp tuttugu stig,“ bætir Einar við. „Öll okkar kerfi eiga að vera undir svona kuldakast búin,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upp- lýsingafulltrúi Orkuveitunnar, aðspurður hvort ekki þurfi að grípa til einhverra ráðstafana vegna kuldans. „Hins vegar er því ekki að neita að í svona kulda- köstum þá hækka auðvitað allar notkunartölur,“ bætir Eiríkur við en tekur jafnframt fram að heita vatnið hafi lækkað mikið síðustu ár þannig að ekki er um nein upp- grip að ræða. „En auðvitað eykst neyslan,“ segir Eiríkur en bætir því við að fólk geti náttúrlega haldið kostnaðinum í lágmarki með skynsamlegri hegðun. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur segir að við séum að sigla inn í mikið frost en bendir einnig á að vindhraðinn geti ráðið miklu um hversu mikið við finn- um fyrir kuldanum. „Það sem er hins vegar merkilegt er að þetta virðist dreifast nokkuð jafnt yfir landið,“ segir Sigurður sem bjóst alveg eins við því að einhver met gætu fallið í þessum kafla þótt það væri heldur ólíklegt að slíkt gerðist á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar frostaveturinn mikli var árið 1918 fór frostið niður í 24 og hálfa gráðu og það verður að öllum líkindum ekki slegið,“ segir Sigurður. freyrgigja@frettabladid.is OR græðir á kuldakasti SPENNTIR VEÐURFRÆÐINGAR Einar Sveinbjörnsson segir að veðurfræðingar bíði spenntir eftir kalda loftinu. KANNSKI MET Sigurður segir að kannski eigi einhver kuldamet eftir að falla um helgina. SKYNSAMLEG HEGÐUN Eiríkur segir að fólk geti haldið kostnaðinum niðri í slíkum kuldaköstum með skynsamlegri hegðun. Ískalt íslenskt vatn - hvenær sem er GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir Verð frá: Kr. 209.790 stgr. AFSLÁTTUR 30%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.