Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 29. janúar 2008 23 600 MILLJÓNIR Húsin við Laugaveg kostuðu Reykjavíkurborg um 600 milljónir. Ýmislegt er hægt að gera fyrir þá upphæð. Fyrir 600 millur er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt. Til dæmis má kaupa tvö ræfilsleg hús til að varðveita „19. aldar götumynd“ Laugavegar. Fyrir 600 millur væri líka hægt að... ...byggja sex friðarsúlur í viðbót úti í Viðey. ...borga öllum starfsmönnunum í leikskólunum í Reykjavík 10.000 króna bónus í 35 mánuði. ...kaupa 170 glænýja Ford Mustang. ...láta Mugison fá Eyrarrósina 400 sinnum í viðbót. ...kaupa árskort í sund í 25 þúsund ár. ...fara 166.667 sinnum á Jesus Christ Superstar. ...kaupa dagskort í Bláfjöllum næstu 300.000 sunnudaga. ...gista 57 ár samfleytt í svítunni á Hótel Holti. ...kaupa 37.523 kíló af wagyu- nautakjöti. ...hafa Megas á borgarlistamanns- launum í 200 ár. ...kaupa 43.165 sexhyrnda bjálkasandkassa. ...fara 3.529.412 sinnum með lestinni í Húsdýra- garðinum. 600 millur Í fyrsta skipti í sögu Eurovision eru í ár haldin tvö undanúrslitakvöld. Þetta er gert til að brjóta upp bandalög nágrannaþjóða sem ár eftir ár hafa gefið hver annarri mörg stig. Með þessu er vonast til að ná fram sanngjarnari úrslitum. Drátturinn fór fram í Serbíu í gær og keppir íslenska lagið á seinna kvöldinu, fimmtudaginn 22. maí. Fyrri undankeppnin fer fram þriðjudaginn 20. maí. Nítján lög verða flutt hvort kvöldið. Eftir símakosningu fara níu efstu lögin í aðalkeppnina og dómnefnd hleypir einu lagi enn í gegn hvert kvöld. Fimm lönd eru örugg í úrslitunum – „risarnir fjór- ir“, Bretland, Frakkland, Þýska- land og Spánn, og gestgjafarnir Serbar. Samtals verða því tuttugu og fimm lög í aðalkeppninni laugar- dagskvöldið 24. maí. Drátturinn er þokkalega jákvæð- ur fyrir Ísland. Af Norðurlanda- þjóðunum erum við með Danmörku og Svíþjóð í riðli og af Eystrasalts- löndunum, sem líka hafa verið okkur hliðholl, lentum við bæði með Litháen og Lettlandi. Maltverj- ar eru með okkur í riðli, þeir voru okkur góðir árið 2003 og gáfu Birg- ittu Haukdal 12 stig, og líka Kýp- verjar sem gáfu Selmu 12 stig árið 1999. Það er helst missir að Noregi, Finnlandi og Eistlandi, sem lentu á fyrra undanúrslitakvöldinu. Aðrar þjóðir sem keppa í okkar riðli eru Króatía, Búlgaría, Portú- gal, Úkraína, Sviss, Makedónía, Hvíta-Rússland, Ungverjaland, Albanía, Tyrkland, Georgía og Tékkland. Dregið verður um end- anlega röð keppnislaga 17. mars þegar öll lögin verða komin fram. Af þeim 43 Eurovision-lögum sem heyrast í ár hafa aðeins níu verið valin til þessa. Ísland með Dönum og Svíum í Eurovision ÍSLAND LENTI Á SEINNA UNDANÚRSLITA- KVÖLDINU Framkvæmdastjóri og eftirlitsmaður Eurovision, Svíinn Svante Stockselius, var að sjálfsögðu á staðnum þegar dregið var í riðla. Sólmundur Hólm Sólmundarson sigraði með glæsibrag í eftirhermukeppni Loga Bergmanns um helgina. „Sæll. Jónas Kristjánsson hér. Blessaður. Nú hef ég tekið eftir því að DV á að vera einhvers konar fyrir- mynd að þessari Pressu. En það eru engir gæðafund- ir á þeirri ritstjórn. Veist þú nokkuð hvernig stendur á því?“ segir kunnugleg rödd í símann. Eftir að hafa lýst skoðun sinni á Ólafi F. Magnússyni, að hann sé fremur sjálfmiðaður, kemur upp úr dúrnum að mað- urinn í símanum er Sólmundur Hólm – Sóli – sem sigraði glæsilega í eftirhermukeppni Loga Berg- manns um síðustu helgi. „Já, ég fékk svo mikið sjálfstraust við sigurinn. Með bikarinn við hendina. Skömm hversu lítið maður hefur notað Jónas,“ segir Sóli. Hann hefur fengist við eftirhermur frá blautu barnsbeini en treysti sér lengstum ekki út fyrir þrjá sem hann hafði á færi sínu: Pálma Gunnarsson, hina dönsku Ólsen-bræður og Shaggy. „Já, söngeftirhermur. Pálmi hefur verið að þróast í gegnum árin. Hann notar nefholið og munninn svo skemmtilega saman þegar hann syngur. Já, viðbjóðs- lega væminn.“ Sóli hermir helst eftir fólki sem hann umgengst, vinnufélögum og ekki síst yfirmönnum. „Þegar þeir heyra ekki til. Faðir minn kenndi mér ungum að gera aldrei grín að gestum fyrr en þeir eru farnir.“ Síminn er farinn að hringja eftir sigurinn og fólk að panta Sóla til að skemmta. Eftirhermur eru að komast í tísku eftir mögur ár. Undanfarið hefur „standup“, sjálfsgagnrýni... einhver Gnarr-væðing verið við lýði en nú er komið í tísku að hlæja að náunganum að sögn Sóla sem á ýmsa í persónugall- eríi sínu. Hann starfaði á DV um tíma, naut nálægðar við Jónas og gat stúderað hann vel. „Gísli Einarsson er að detta inn á borð. Hann virðist vera orðinn vin- sæll meðal eftirherma. Mér leiðist það þegar of marg- ir eru að taka einhverja tiltekna. Ég hef verið að taka prófessorana í viðskiptafræðinni þar sem ég er við nám og hefur tekist einna best upp með Ágúst Ein- arsson sem kennir mér rekstrarhagfræði. Svo hef ég verið að taka Árna Johnsen.“ jakob@frettabladid.is Í tísku að hlæja að náunganum SÓLI Gerir grín að yfirmönnum með því að herma eftir þeim – þegar þeir heyra ekki til. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.