Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er þriðjudagurinn 29. janúar, 29. dagur ársins. 10.22 13.40 17.00 10.18 13.25 16.34 Góður félagi minn varð fyrir því óláni að sonur hans á tán- ingsaldri hafði komist í skuld við nokkra jafnaldra sína. Eitt kvöldið var bankað upp á hjá honum með miklu brambolti og þegar hann kom til dyra sá hann unga og reiða pilta sem sögðust vera komnir til að innheimta skuld. Áður en félagi minn gat svarað voru þeir búnir að hóta honum dauða, að rispa bíl- inn hans, nauðga konunni hans og drepa köttinn hans. „Já, en hvers vegna hringduð þið bara ekki á undan ykkur og gáfuð mér reikn- ingsnúmerið ykkar?“ varð félaga mínum þá að orði. Við hótanirnar hafði hann pirrast ögn og langaði lítið til að gera litlu pörupiltunum til geðs og með seiglunni tókst honum að losna við þessi illa upp- öldu krakkakvikindi. „VIÐ innheimtu skal hóta skuldu- naut, fjölskyldu hans, gæludýrum og öðrum ættmennum lífláti við fyrstu kynni. Slíkt skapar ótta sem reynst getur árangursríkt við hreyfingar og stöðu á viðskipta- reikningi skuldarans. Hafa ber í huga að almennt virkar vel að nota frasa úr þekktum bíómyndum, munið þó að setningar úr evrópsk- um kvikmyndum virka mun verr þar sem dreifing þeirra er ekki jafn víðtæk og gerist með hinar fyrrnefndu og því ólíklegra að sá skuldugi þekki til efnisins. Setning á borð við: „Ég skal bora í gegnum fokking hnéskelina á þér ef þú borgar ekki,“ hefur reynst mörg- um gagnleg en þykir í seinni tíð heldur ofnotuð.“ Einhver veginn svona hlýtur Handbók handrukk- arans að hljóma. Að minnsta kosti virðast þeir allir vitna í sama plagg ef marka má frásagnir þeirra sem lent hafa í þessum fávitum. HEFUR þessu fólki, sem vill fá að tilheyra hópi handrukkara, aldrei nokkur tímann komið í hug að væn- legra geti verið að hringja heim til skuldara eða ættingja hans og gefa upp reikningsnúmerið? Sjálfsagt upplifa krakkagreyin sig ekki jafn merkileg við slíkar aðfarir auk þess sem ómögulegt er að samsama sig einhverjum flottum kóna úr glæpa- mynd ef maður talar á fremur kurt- eislegum nótum. Ég held þó svei mér þá að handrukkarar Íslands verði að fara að uppfæra handbók- ina sína, það eru allir komnir með leið á frösunum úr henni. Tökum Matthías Halldórsson aðstoðar- landlækni til fyrirmyndar og tökum hæfilegt mark á þessum kjánum, eins og hann kallar lyfjafíklana sem hafa hótað honum og fjöl- skyldu hans lífláti eftir að þeir hafa lent í lyfseðlaskorti. Hver er svo alltaf með borvél við höndina? Handbók handrukkarans

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.