Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 30. janúar 2008 — 29. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG HELGA NÍNA HEIMISDÓTTIR Naut útsýnisins yfir Fuji-fjall á nýársdag ferðir bílar heimili Í MIÐJU BLAÐSINS HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Helga Nína Heimisdóttir, dagmamma og búddisti, naut útsýnis yfir formfagurt Fuji-fjall Japana á fyrsta degi ársins. „Við fjölskyldan héldum utan 21. desember og tók ferðalagið 28 tíma,“ segir Helga Nína sem dvaldi í tveggja herbergja íbúð með þvottavél og öllum þægindum utan hnífapara í háhýsahverfinu í Shinjuku í Tókýó ásamt sonum sínum. „Þá kom sér vel að hafa góða æfingu á matprjóna,“ segir hún hlæjandi, en íbúðina leigði Helga Nína í gegnum netið fyrir 35 þúsund íslenskar á viku.„Okkur tókst að aðlagast japönskum tíma á tveimur dögum, en erindið út var að samfagna með öðrum búddistum áttræðisafmæli Daisaku Ikeda, forseta Soka Gakkai Int., þann 2. janúar. Ikeda er búddisti lárviðarskáld Japana og afka tfengið h f tónleika á nýársdag. Við hittum marga búddista frá öðrum löndum og það var eins og að hitta forna vini; kannski af því við höfum sama markmið, sem er að „skapa frið með vináttu og viðræðum“,“ segir Helga Nína sem eyddi mestum tíma með Akiko vinkonu sinni og Ástu dóttur hennar.„Akiko vinnur í íslenska sendiráðinu í Shinagawa. Með þeim mæðgum fórum við í Disneyland og í útsýnisturninn í Roppongi, en sýning þar var tileinkuð vatni þar sem milljónir blárra ljósa lýstu upp brekku þar sem breiða hvítra ljósa liðaðist niður eins og lækur. Við hittum líka Hikaru Nagataki sem kom til Íslands síðasta vor með hundrað einnota myndavélar sem hún fékk íslenskum börnum í hendur til að taka myndir úr daglegu lífi sínu og voru sýndar í Tókýó á h um,“ segir Helga Ní Loforð um góða framtíð Helga Nína Heimisdóttir, dagmamma og búddisti, ásamt Heimi syni sínum í japönskum kímonó úr fínasta silki sem þau mæðgin keyptu í Tókýó. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN FJÖR Í SNJÓNUMNú er uppáhaldstími vélsleða-fólks um allt land. BÍLAR 2, 3, 4 OG 5 Í PÍPUNUM Þrjú af börnum Sveins Símonarson-ar sem á pípulagningafyrirtækið Rörmenn Íslands hafa starfað við pípulagnir eða eru lærð í faginu. HEIMILI 7 RANDVER ÞORLÁKSSON Einkamál viðkvæm í litlu samfélagi Vill vinalegra grín FÓLK 24 FRIÐRIK ÓMAR HJÖRLEIFSSON Syngur lag með Litháum og Malasíubúa Slær í gegn í Litháen FÓLK 30 Kaffi Hljóma- lind flytur Hljómalindarhúsið fær að standa, en kaffihúsið flytur sig hins vegar um set. FÓLK 24 Bjarni Þór til Twente Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Twente í gær. ÍÞRÓTTIR 26 Ú í úhaha „Þegar allt komst upp hefðu heilir fimmtíu milljarðar evra verið útistandandi í spákaupmennsku,“ skrifar Einar Már Jónsson. Í DAG 12 Skipulagsnám- skeið vinsæl Skipulagsstofnun sjötíu ára. TÍMAMÓT 16 STORMVIÐVÖRUN!- Í dag en einkum þó í kvöld verður norðaust- an stormur á Vestfjörðum og norð- vestan til. Annars hæg breytileg átt. Snjókoma á Vestfjörðum annars víða él, síst eystra. Frost 0-10 stig. VEÐUR 4         FÓLK Hópur fólks málaði með svörtu yfir gjörning listakonunn- ar Sólveigar Dagmarar Þórisdótt- ur sem er til sýnis í Þjóðarbók- hlöðunni. Gestir bókasafnins gátu tjáð sig um brotthvarf hersins á striga sem Sólveig hafði sett upp. Nú hefur verið málað yfir þær hugleiðingar. Aðstoðarlandsbókavörður segir spellvirkið hafa átt sér stað um miðjan dag á mánudag og að starfsmenn safnsins hafi haldið að þetta væri hluti af sýningunni. Þeim hafi því verið brugðið þegar þeim ljóst var að svo var ekki. Listakonan sjálf vildi lítið segja um málið og sagðist ekki geta stjórnað því hvernig fólk vildi tjá sig. - fgg/sjá síðu 30 Sýning í Þjóðarbókhlöðunni: Máluðu yfir meistaraverkefni FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, ákvað að velja ekki tvær af skærustu stjörnum kvenna- boltans undanfarin ár, þær Hólmfríði Magnúsdóttur og Hrefnu Huld Jóhannesdóttur, í síð- asta landsliðshóp vegna agabrots. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins fóru þær Hólmfríður og Hrefna Huld út að skemmta sér daginn fyrir æfingu um miðjan janúar og mættu í kjölfarið með timburmenn á æfingu. Landsliðsþjálfarinn segir þær engu að síður koma til greina í næstu landsliðshópa. - hbg / sjá síðu 26 Kvennalandsliðið í fótbolta: Tvær í banni vegna agabrots HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR Önnur tveggja KR-stúlkna sem komust ekki í hópinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FASTEIGNIR Velta á fasteignamark- aði var í síðustu viku innan við þriðjungur af veltunni í vikunni frá 30. nóvember til 6. desember. Þá var veltan rúmlega sjö milljarðar króna en hún var um 2,4 milljarðar í síðustu viku. Á sama tíma í fyrra var veltan um 4,8 milljarðar króna. Fasteignasalar og fjármálasér- fræðingar sem Fréttablaðið ræddi við sögðu bankana augljóslega hafa „skrúfað fyrir“ útlán og það væri ein helsta ástæða fyrir því að umsvifin á markaðnum hefðu minnkað snögglega. Auk þess sem mjög háir vextir á lánum fældu fólk frá því að ráðast í kaup á fast- eign. „Veltan er vissulega minni en hún hefur verið síðustu mánuði enda hafa viðskipti með fasteignir verið mjög lífleg ef horft er nokkra mánuði aftur í tímann. Á þessum árstíma er venjulega fremur rólegt á þessum markaði en það er ekki óeðlilegt, í ljósi lánakjara og ástands á hlutabréfamörkuðum, að fasteignamarkaðurinn kólni snögg- lega,“ segir Grétar Jónasson, fram- kvæmdastjóri Félags fasteigna- sala. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands hafa útlán bank- anna til fasteignakaupa dregist nokkuð saman á undanförnum mán- uðum. Ekki liggja þó fyrir nýjar tölur um útlán bankanna. Þinglýstir kaupsamningar voru 88 á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku en þeir voru 173 í vikunni frá 30. nóvember til 6. desember. Mesta veltan á einni viku í fyrra var um 9,5 milljarðar en það var um miðjan september. Tólf vikna meðaltalsvelta var þá um sjö millj- arðar en hún er nú um 4,4 milljarð- ar. - mh Fasteignamarkaður kólnar snögglega Útlán bankanna til fasteignakaupa hafa dregist saman eftir að vextir á lánum hækkuðu mikið. Vextir á hefðbundnum fasteignalánum í íslenskum krónum eru 6,35 prósent að meðaltali. Veltan fjórðungur af því sem mest var í fyrra. 7 6 5 4 3 2 1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 M ill ja rð ar k r. 1. 7. des - 13. des 2007 2. 14. des - 20. des 2007 3. 21. des - 27. des 2007 4. 28. des - 3. jan 2007 5. 4. jan - 10. jan 2008 6. 11. jan - 17. jan 2008 7. 18. jan - 24. jan 2008 VELTA Á FASTEIGNAMARKAÐI STJÓRNMÁL Ólafur F. Magnússon, nýkjörinn borgar- stjóri, verður ekki á undirbúningsfundi vegna höfuðborgarráðstefnu sem hefst í Stokkhólmi í dag. Oddvitar minnihlutaflokkana, þau Dagur B. Eggerts- son og Svandís Svarsdóttir, mæta ekki heldur. „Það gefur auga leið, þar sem ég er nýtekinn við, að það bíða mín gríðarleg verkefni sem ég þarf að leysa fljótt og vel í samráði við starfsmenn borgarinnar,“ segir Ólafur. „Það er þýðingarmikið að skapa festu og góðan vinnufrið í borginni eftir atburði undanfarinna daga svo ég læt einfaldlega minni hagsmuni víkja fyrir meiri þar sem ég tel mig starfa frekar í þágu borgarbúa með því að vera hér að þessu sinni.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, er á ráðstefnunni ásamt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, forseta borgarstjórnar. „Það stóð til að Ólafur færi en síðan kemur í ljós að fyrrverandi meirihluti hafði lítið sem ekkert undirbúið þriggja ára fjárhagsáætlun í sambandi við embættismenn sem bráðliggur á að ljúka. Þetta lendir allt í okkar fangi þannig að Ólafur ákvað að vera heima til að sinna þessu mikilvæga verkefni. Það hefur gerst að borgarstjórar annarra borga hafi ekki mætt. Það má nú einnig velta vöngum yfir því af hverju oddvitar minnihlutaflokkanna mæta ekki, en það hefur ekki gerst áður.“ „Ég var búinn að gera ráð fyrir því að fara til Stokkhólms sem borgarstjóri enda til þess ætlast að borgarstjórar mæti en svo þegar það breyttist breyttust einnig þær áætlanir,“ segir Dagur B. Eggertsson. - jse Fámennt sendilið borgarstjórnar til undirbúningsfundar í Stokkhólmi: Borgarstjóri situr eftir heima ALLT Á AÐ SELJAST Mikil örtröð myndaðist í verslun Bónuss á Seltjarnarnesi í gær þar sem boðið var upp á þrjátíu prósenta afslátt vegna lokunar verslunarinnar. Eftir því sem líða tók á daginn lengdust raðirnar við afgreiðslukassana og hlykkjuðust eftir göngum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.