Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 6
6 30. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR GARÐABÆR Frestur til að skila inn tillögu að nýbyggingu Hönnunar- safns í miðbæ Garðabæjar rann út um miðjan janúar. Alls bárust 36 tillögur og segir Erling Ásgeirsson, formaður dómnefnd- ar, að það sé einhver mesta þátttaka í hönnunarsamkeppni sem um getur, að minnsta kosti síðustu ár. Búið er að hengja tillögurnar upp í húsnæði Hönnunarsafnsins og byrgja alla glugga. Dómnefnd er að störfum á bak við luktar dyr og er stefnt að því að hún skili niðurstöðu upp úr miðjum febrúar. - ghs Hönnunarsafn í Garðabæ: 36 tillögur bár- ust í samkeppni Happatappar Kynntu þér málið á www.kristall.is SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* LÖGREGLUMÁL Almenn afgreiðsla í lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík verður lokuð á næturna frá og með föstudeginum. Fólk getur enn komið í anddyri lög- reglustöðvarinnar og fengið sam- band við lögreglu í gegnum dyra- síma, en enginn starfsmaður verður í afgreiðslunni. „Afgreiðslan í Hverfisgötunni hefur hingað til verið á tveimur stöðum, en núna erum við að sam- eina þær og færa á einn stað,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglu- stjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður ekki lengur starfsmaður í þessu rými, búrinu eins og það er kallað, allan sólarhringinn.“ Hann segir að fólk sem kemur á lögreglustöðina að nóttu til geti fengið samband við lögreglumenn í stjórnunarrými, og fengið aðstoð ef með þarf. „Ef menn þurfa nauð- synlega hjálp þá eiga þeir þó frek- ar að hringja í 112 en ekki skunda niður á lögreglustöð.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er óánægja meðal lög- reglumanna með þessa breytingu. Verið sé að dreifa sama vinnuálagi á færri starfsmenn og draga úr þjónustustigi. Stefán tekur undir að vissulega verði færri starfsmenn inni við til að sinna erindum sem koma upp, en hann hafi ekki heyrt af óánægju meðal starfsmanna. „Við erum bara að reyna að finna bestu leið- ina til að nýta peningana.“ - sþs Sparnaðaraðgerðir hjá lögreglunni og afgreiðslan á Hverfisgötu lokuð á nóttunni: Búrið verður autt á næturnar LÖGREGLUSTÖÐIN Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins er óánægja meðal starfsmanna vegna breytinganna. Verið sé að dreifa álaginu á færri starfsmenn og draga úr þjónustu. SKIPULAGSMÁL „Ég vil ekki tjá mig um einstök hús á þessu stigi,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, spurð hvort húsin við Laugaveg 4 og 6 séu á einhvern hátt merkilegri en önnur hús við Laugaveg sem Húsafrið- unarnefnd leggur til að verði friðuð. Reykjavíkurborg hefur keypt húsin númer 4 og 6 og segir Hanna Birna mál þeirra húsa hafa verið komið í þrot. Því hafi borgaryfirvöldum borið skylda til að leysa málið. Á fundi borgarráðs 24. janúar síðastliðinn var samþykkt að borgin keypti húsin og gerði þau upp. Á sama fundi var lögð fram bókun fulltrúa Sjálfstæðis- flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna þar sem áréttað var að samþykktin fæli ekki í sér fordæmi fyrir önnur hús á svæðinu. Í ályktuninni var lögð áhersla á heildarskoðun gamalla húsa í miðborginni, sérstaklega við Laugaveg. „Við samþykktum að nú fari í gang ákveðin heildar- endurskoðun á málum sem tengjast Laugaveginum og viljum við skoða þetta í heild sinni,“ segir Hanna Birna. Um gagnrýni Nikulásar Úlfars Mássonar, formanns húsafriðunarnefndar, þess efnis að borgin svari ekki tillögum nefndarinnar segir Hanna Birna að samtal milli borgaryfirvalda og húsafriðunarnefndar þurfi örugglega að vera kröftugra. „Það skrifast á báða aðila því þegar deiliskipulagið var samþykkt gerði nefndin ekki athugasemdir við að þessi hús yrðu látin fara.“ Það hafi gerst á seinni stigum. Hún telur að á sínum tíma hafi borgaryfirvöld, í valdatíma R-listans, verið að reyna að tryggja uppbyggingu við Laugaveginn. „Núna eru þau sjónarmið orðin almennt sterkari í umræðunni að það þurfi að gerast samhliða verndun. Verkefnið er að samræma þessi tvö sjónarmið betur.“ Hún segir borgaryfirvöld vera að fara í endurskoð- unarferli ásamt þeim aðilum sem komið hafi að deiliskipulaginu. „Við förum í gegnum þetta heild- stætt og reynum að ná lendingu sem við vonandi náum sátt um.“ - ovd Borgarráð áréttar að kaup á húsum númer 4 og 6 hafi ekki fordæmisgildi: Kröftugra samtal nauðsynlegt LAUGAVEGUR 29 Eitt húsanna sem má rífa samkvæmt núgild- andi deiliskipulagi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TYRKLAND, AP Frumvarp um stjórnarskrárbreytingu sem afléttir áratugalöngu banni við því að bera íslamska höfuðklúta í háskólum var lagt fyrir á tyrkneska þinginu í gær. Frumvarpið var lagt fram eftir að samkomulag náðist um innihald þess milli Réttlætis- og þróunarflokks Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra, sem á rætur í íslamstrú, og stjórnar- andstöðuflokks þjóðernissinna. Kvenkyns nemum verður leyft að bera höfuðklúta svo lengi sem þeir eru bundnir undir höku svo sjáist í andlit þeirra, að sögn stjórnarandstöðuleiðtogans Deveit Bacheli. - sdg Frumvarp í tyrkneska þinginu: Höfuðklúta- banni aflétt SVÍÞJÓÐ, AP Borgaryfirvöld í Gautaborg í Svíþjóð voru í gær dæmd til að greiða tveimur múslimakonum sem svarar 200.000 krónum hvorri fyrir menningar- lega mismunun. Konurnar fóru tvívegis í sundlaug árið 2004 ásamt börnum sínum íklæddar íþróttabuxum, síðerma bolum og höfuðklútum. Í bæði skiptin voru þær beðnar um að yfirgefa laugina eftir að þær neituðu að skipta um föt. Sund- laugarverðir sögðu konunum að fatnaðurinn samrýmdist ekki öryggis- og hreinlætisreglum. Dómstóllinn sagði konunum hafa verið mismunað þar sem trú þeirra kæmi í veg fyrir að þær gætu orðið við þessum reglum. - sdg Múslimakonum mismunað: Of klæddar fyr- ir sundlaugina SVEITARFÉLÖG Innan stjórnar Strætó bs. stefnir í ágreining um það hvort gefa beri grunnskólabörnum og eldri borgurum frítt í strætó, eins og nýi meirihlutinn í Reykja- vík stefnir að. Ekki hefur gefist tími til að leggja tillögu um málið fyrir stjórn Strætó bs. en fulltrúi Garðabæjar er mótfallinn hug- myndinni um gjaldfrjálsar strætisvagna- ferðir. Bæði Kópa- vogsbær og Hafnarfjörður styðja gjald- frjálsar almennings- samgöngur. Mosfellingar og Seltirningar vilja bíða og sjá hvernig gengur með tilraunina að gefa framhalds- skólanemum frítt í strætó. Erling Ásgeirsson, fulltrúi Garðabæjar í stjórn Strætó, býst við að leggjast gegn tillögu um ókeypis í strætó ef hún kemur fram. „Við höfum verið á móti því að gefa frítt í strætó þó að við séum þátttakendur í tilraunaverkefninu. Við tökum þátt í því sem umhverf- isverkefni og tilraun til að draga úr bílaumferð og mengun. En við höfum lagst gegn því að almennt verði frítt í strætó með tilliti til þess að það kostar óhemjumikla peninga,“ segir hann. Erling bendir á að í Hafnarfirði fái eldri borgarar frítt. Bæjaryfir- völd kaupi þá strætómiða og deili út. Sama verði væntanlega gert í Kópavogi þegar bæjarbúar þar fái ókeypis í strætó. „Það er engin önnur leið, annars hoppa Garð- bæingar bara upp á hæðina og í strætó,“ segir hann. Erling segir að meðgjöf Garð- bæinga hafi aukist úr 30-40 millj- ónum í vel á annað hundrað millj- ónir króna á þremur árum. Það sé meira en lítið sveitarfélag geti svarað fyrir í þennan málaflokk. Í fyrra hafi uppsafnaður rekstrar- halli Strætó numið 1.050 milljón- um króna. Eigendurnir hafi tekið yfir 550 milljónir en eftir standi óleystur fjárhagsvandi upp á 500 milljónir. Ef heildartekjur fyrir- tækisins af fargjöldum nemi um 600 milljónum á ári og fargjöld nemenda og eldri borgara nemi tveimur þriðju af því sé fyrirtækið að afsala sér 400 milljóna króna tekjum á ári. „Þegar menn taka svona einhliða ákvarðanir og tilkynna meðeig- endum sínum að þeir ætli að gefa ókeypis í strætó þá hlýtur það að byggjast á því að þeir ætli að borga fyrir sína farþega,“ segir hann. ghs@frettabladid.is ERLING ÁSGEIRSSON Garðabær vill ekki gefa frítt í strætó Ágreiningur er innan stjórnar Strætó bs. um hvort gefa eigi grunnskólabörnum og eldri borgurum frítt í strætó eins og nýi meirihlutinn í Reykjavík vill. Borgin hlýtur að borga fyrir sína farþega, segir bæjarfulltrúi Garðabæjar. STRÆTÓ Bæjaryfirvöld í Garðabæ munu af fjárhagsástæðum leggjast gegn því að gefið verði frítt í strætó fyrir eldri borgara og grunnskólabörn, eins og nýi meirihlut- inn í Reykjavík stefnir að. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gekk Spaugstofan of langt í umfjöllun sinni um Ólaf F. Magnússon borgarstjóra á laugardag? Já 32% Nei 68% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú að þingfundum Alþingis verði útvarpað? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.