Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 8
8 30. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR Atvinnulífi umbreytt í ljósi uppsagna í fiskvinnslunni Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar þorskkvóta fá falleinkunn hjá stjórnarandstöðu. Framsóknarmenn og frjálslyndir vilja auka veiðiheimildir. Ráðherra vill bíða eftir nýjum rannsóknum. STJÓRNMÁL Benedikt Jóhannes- son, framkvæmdastjóri útgáfu- félagsins Heims og fyrrverandi stjórnarformaður Trygginga- stofnunar, er formaður stjórnar sjúkratryggingastofnunar sem tekur til starfa í haust. Er stofnuninni ætlað að semja um og kaupa heilbrigðisþjónustu fyrir hönd heilbrigðisráðuneytis- ins. Aðrir stjórnarmenn eru Magnús Árni Magnússon hagfræðingur, Þórir Haraldsson lögfræðingur, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslu- fræðingur og Arna Lára Jóns- dóttir stjórnmálafræðingur. - bþs Stjórn nýrrar stofnunar skipuð: Benedikt stýrir sjúkratryggingu EVRÓPUMÁL Alþingi og kjörnir full- trúar Íslands verða að hafa vak- andi auga á málefnum innri mark- aðar Evrópu mun fyrr í stefnumótunar- og löggjafarferl- inu en hingað til hefur tíðkast. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrstu skýrslu Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur utanríkis- ráðherra um Evrópumál, sem var lögð fram á Alþingi í gær, en umræða um hana á að fara fram á morgun. Þegar Ingibjörg flutti Alþingi skýrslu sína um utanríkismál í október síðastliðnum, tók hún fram að ákveðið hefði verið að taka upp á þeirri nýbreytni að utanríkisráðherra flytti Alþingi árlega sérskýrslu um Evrópumál, enda hafi þau „oftar en ekki hlotið minni umræðu en þjóðarhagsmun- ir standa til,“ þegar þau voru aðeins kynnt Alþingi sem hluti af hefðbundinni skýrslu ráðherra um utanríkismál. Skýrslan hefur það yfirlýsta markmið að „skerpa sýn Alþingis á forsendur, stefnumið og tilgang Evrópulöggjafar, einkum á sviði innri markaðar Evrópu sem Ísland hefur verið aðili að í fjórtán ár“. Í niðurlagi skýrslunnar, sem er samin af viðskiptasviði utanríkis- ráðuneytisins og sendiráðinu í Brussel, segir að þegar staða Íslands í Evrópusamstarfi er skoð- uð sjáist „hve náið Ísland stendur kjarna Evrópusamrunans og hvaða áhrif regluverk innri markaðarins hefur hér á landi“. Mikilvægt sé að allir aðilar sem koma að málum á þessu sviði hafi þetta hugfast því „hagsmunirnir eru ríkir og kalla í raun á það að Ísland komi fram á þessu sviði líkt og um væri að ræða aðildarríki ESB“. - aa Fyrsta skýrsla utanríkisráðherra um Evrópumál: Þingheimur hafi vakandi auga NÝBREYTNI Sendiráð Íslands í Brussel. Sérskýrsla um Evrópumál hefur ekki verið samin í utanríkisráðuneytinu síðan árið 2000. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN DÓMSMÁL Orkuveita Reykjavíkur og Ístak hf. gera kröfu um að hópur fólks sem mótmælti við Hellisheiðarvirkjun í sumar sem leið greiði skaðabætur að upphæð tæplega 742 þúsund krónur. Þetta kemur fram í ákæru sem Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Selfossi hefur gefið út á hendur níu einstakling- um sem stóðu að mótmælaaðgerð- um á veginum að Hellisheiðar- virkjun og óhlýðnuðust fyrirmælum lögreglu. Þá er karlmaður í hópnum ákærður fyrir að hafa í heimildarleysi klifrað upp í byggingarkrana við Hellisheiðarvirkjun og hafst þar við í skamma stund. - jss Níu mótmælendur ákærðir: Orkuveitan vill fá skaðabætur Í KRANANUM Hópurinn samanstóð af fjórum Íslendingum og fólki frá Dan- mörku, Belgíu og Bretlandi. Einn klifraði upp í krana. ALÞINGI „Ríkisstjórnin heldur að nóg sé að bjóða fólki að mála hús,“ sagði Kristinn H. Gunnasson, Frjálslynda flokknum, í utandag- skrárumræðum um uppsagnir í fiskvinnslu og atvinnuöryggi í sjávarbyggðum á Alþingi í gær. Kristinn fór mikinn í gagnrýni sinni á þá ákvörðun stjórnvalda að skera niður þorskveiðiheimild- ir enda væru afleiðingarnar hrina uppsagna í sjávarútvegi. Hann gaf lítið fyrir mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar og kallaði þær ýmist brandara, blekkingar eða sýndartillögur. „Það á að hrekja fólkið hingað suður í tómu íbúð- irnar sem engir kaupendur eru að og bankarnir sitja uppi með,“ sagði Kristinn og hvatti ráðherra til að auka þorskveiðikvótann nú þegar um 40 þúsund tonn. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ráð- herra haga sér eins og þorska á þurru landi, harmaði að ríkis- stjórnin hefði ekki farið að ráðum Framsóknar um mótvægisaðgerð- ir og hvatti til aukningar veiði- heimilda. Stakk hann upp á tut- tugu þúsund tonnum. KENÍA, AP Stjórnarandstöðuþing- maðurinn Mugabe Were var skot- inn til bana í Naíróbí, höfuðborg Keníu, á leið til heimilis síns í gær. Lögregla og her skutu á mannfjölda í Sig-dalnum. Átökin í Keníu sem hófust eftir umdeildar kosningar 27. desember virðast hvergi nærri í rénun í þessu Afríkuríki sem hingað til hefur verið talið eitt það stöðugasta í álfunni. Talið er að fjöldi látinna síðast- liðinn mánuð sé kominn yfir 800. Megnið af átökunum á sér stað milli Kikuyu-ættbálksins og ann- arra ættbálka. Kikuyu-ættbálkur- inn, sem hefur lengi verið ráðandi í stjórnmálum og viðskiptalífi í Keníu, er fjölmennastur ættbálka í landinu og tilheyrir forseti lands- ins, Mwai Kibaki, honum. Were var í hópi þeirra stjórnar- andstöðuþingmanna sem fengu sæti í þingkosningunum sem voru haldnar samhliða forsetakosning- unum 27. desember. Stjórnarand- staðan, sem fékk flest þingsæti, sakar Kibaki um að hafa unnið forsetakosningarnar með svindli. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Raila Odinga sagðist gruna að pól- itískir andstæðingar sínir stæðu á bak við morðið á Were. Kibaki fordæmdi morðið og hét því að lögregla myndi bregðast skjótt við til að tryggja að hinir seku fengju makleg málagjöld. - sdg Átökin í Keníu undanfarinn mánuð virðast hvergi nærri í rénun: Kenískur þingmaður myrtur SÖTRA TE MEÐAN ÁTÖK STANDA Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, stýrir viðræðum milli Mwai Kibaki, forseta Keníu, og Raila Odinga, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stilla til friðar. NORDICPHOTOS/AFP Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra sagði uppsagnir að undanförnu grafalvarlegar en benti á að ekki kæmu þær allar til vegna niðurskurðar í þorski. Hann sagði ótímabært að ræða aukn- ingu veiðiheimilda enda stæðu umfangsmiklar rannsóknir fyrir dyrum, meðal annars með efldu togararalli. Með mótvægisaðgerð- um væri á hinn bóginn ætlunin að stuðla að annarri atvinnusköpun. Arnbjörg Sveinsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks og formaður sjávarútvegsnefnd- ar, talaði á svipuðum nótum og sagði lag til umbreytinga. „Þetta ástand sem nú varir á að gefa okkur aukinn kraft til að umbreyta atvinnulífi smærri byggðarlaga með það í huga að aukin fjöl- breytni atvinnulífsins verði styrk- ur allra til framtíðar,“ sagði Arn- björg. Atli Gíslason, VG, sagði það staðreynd að fiskveiðistjórnunar- kerfið væri gjaldþrota og mælti síðar á þingfundinum fyrir frum- varpi um ný lög um stjórn fisk- veiða. bjorn@frettabladid.is ATLI GÍSLASONKRISTINN H. GUNNARSSONEINAR K. GUÐFINNSSON ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR 1. Í hvaða bæ hefur bæjarráð lagst gegn því að vélhjólaklúbb- urinn Fáfnir komi sér fyrir? 2. Í hvaða stjórnmálaflokki er Angela Merkel, kanslari Þýskalands? 3. Hver er formaður HSÍ? SVÖR Á SÍÐU 30 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.