Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 16
16 30. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1790 Fyrsti björgunarbáturinn var prófaður á Tyne-ánni í Englandi. 1847 Bandaríska borgin Yerba Buena í Kaliforníuríki fær nýtt nafn og heitir í dag San Francisco. 1882 Fæðingardagur Franklins D. Roosevelt sem var 32. forseti Bandaríkjanna á árunum 1933 til 1945. Hann lést árið 1945. 1933 Adolf Hitler var settur í embætti kanslara Þýska- lands. 1969 Bítlarnir spiluðu í síðasta sinn opinberlega. 1975 Fyrsta frímerkið kom út í Færeyjum. 2003 Belgía lögleiddi giftingar samkynhneigðra. 2006 Snjór féll í Lissabon í fyrsta skipti í 52 ár. NICK BROOMFIELD HEIMILDAR- MYNDALEIKSTJÓRI ER SEXTUGUR. „Írökum líkar ekki illa við Bandaríkin og marga þeirra dreymir um líf þar. Þeim er bara illa við George W. Bush, en fyrst og fremst snýst hvers- dagsleikinn um að halda lífi.“ Broomfield er þekktur fyrir áleitn- ar heimildarmyndir meðal ann- ars um Kurt Cobain og Courtney Love, hórumömmuna Heidi Fleiss, raðmorðingjann Aileen Wuornos og nú síðast um stríðið í Írak. Mahatma Ghandi fæddist árið 1869 og var ráðinn af dögum þennan dag árið 1948. Hann var pólitískur leiðtogi Indverja og fór fyrir friðsamlegri baráttu þeirra fyrir sjálfstæði undan Bretum. Heimspeki Ghandis var friðsamleg mótmæli og hann fékk til liðs við sig milljónir Indverja sem aðhylltust baráttu hans. Gandhi fæddist inn í stétt kaupsýslumanna og var hann einn fjögurra sona. Hann nam lögfræði í London og hélt síðan til Indlands á ný. Þaðan lá leiðin til Suður-Afríku þar sem hann varð vitni að miklu kynþáttamisrétti auk þess sem hann varð fyrir barðinu á því sjálfur. Hann hóf bar- áttu og setti meðal annars á stofn heilsugæslu fyrir svarta Suður-Afríkubúa áður en hann hélt til Indlands á ný. Gandhi hvatti til friðsamlegra mótmæla gegn Bretum, sam- hliða því sem hann stóð fyrir byggingu á skól- um og sjúkrahúsum, auk þess sem hann hvatti framámenn til að koma betur fram við hina ósnertanlegu og láta af kúgun kvenna. Fyrir vikið var hann ákærð- ur fyrir að valda óróa. Fjöldi manns mótmælti uns Ghandi var látinn laus. Hann hélt áfram baráttunni og árið1947 fékkst loks sjálfstæði frá Bret- um. Þá sögðu múslímar skilið við hind- úa og stofnuðu Pakistan þann 14. ágúst í óþökk Gandhis. Degi síðar fögnuðu Ind- verjar sjálfstæði. Gandhi var ráðinn af dögum þennan dag fyrir sextíu árum síðan. Tilræðismaður- inn var róttækur hindúi. ÞETTA GERÐIST: 30. JANÚAR 1948 Gandhi ráðinn af dögum Skipulagsstofnun fagnar í ár nokkr- um merkum tímamótum. Með breyt- ingu á skipulagslögum árið 1938 var skipulagsnefndinni, sem fram að þeim tíma hafði sjálf unnið að skipulags- gerð, veitt heimild til að ráða starfs- mann sér til aðstoðar. Við það tilefni var Hörður Bjarnason, arkitekt ráðinn til skipulagsnefndarinnar árið 1938 og markar það upphaf þeirrar stofn- unar sem síðar varð embætti skipu- lagsstjóra ríkisins og síðan Skipulags- stofnun árið 1998,“ segir Hafdís Haf- liðadóttir, skipulagsarkitekt sem er sviðsstjóri skipulags- og byggingar- sviðs og staðgengill skipulagsstjóra. Hlutverk stofnunarinnar er meðal annars að hafa umsjón með fram- kvæmd skipulags- og byggingar- laga, veita ráðgjöf og fleira. „Fyrst og fremst sinnum við sveitarfélögunum í tengslum við afgreiðslu á skipulags- áætlunum og síðan veitum við þeim leiðbeiningar um skipulags- og bygg- ingarmál og framkvæmdaraðilum um mat á umhverfisáhrifum og fylgjumst með að lögum sé framfylgt, segir Haf- dís. Sjötugsafmælið er þó ekki einu tíma- mót stofnunarinnar því í ár eru einnig fimmtán ár liðin frá fyrstu lögum um mat á umhverfisáhrifum sem voru sett hérlendis og tíu ár frá gildistöku nú- gildandi skipulags- og byggingarlaga. Þá varð skipulagsstofnuun til í núver- andi mynd en áður hét hún Skipulag ríkisins. Helstu breytingar í kjölfar- ið voru að sögn Hafdísar að skipulags- ábyrgðin færðist frá ríki til sveitar - félaganna. Skipulagsstofnun hefur ákveðið að nota tímamótin til að vekja athygli á nokkrum viðfangsefnum stofnunar- innar og reyna að stuðla að aukinni umræðu um skipulags-, umhverfis- og byggingarmál. Að frátöldum júní- og júlí er stefnt að einhverjum viðburði í hverjum mánuði. „Við eru með nám- skeið í skipulagsgerð sveitarfélag- anna í þessum mánuði þar sem ásókn hefur verið gríðarleg. Þar verður einn- ig fléttað inn umhverfismat áætlanna í þá vinnu. Í febrúar opnum við síðan skipulagsvefsjá þar sem er að finna allar skipulagsáætlanir og greinagerð- ir á rafrænu formi. Í mars tökum við síðan þátt í alþjóðlegri snjóflóðaráð- stefnu á Egilsstöðum og í apríl verður síðan málþing um nýtt skipulagsstig, landsskipulag, sem verður til ef nýtt frumvarp til skipulagslaga nær fram að ganga,“ segir Hafdís. „Í september verður síðan málþing um loftlagsbreytingar og skipulag. Þar fjöllum við um hvernig við getum beitt skipulagi til að sporna við auk- inni losun gróðurhúsaloftegunda og aðlagað okkar að þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum í kjölfarið.“ Einnig nefn- ir Hafdís stóra ráðstefnu sem nefnist „Að móta byggð“ sem á að halda á al- þjóða skipulagsdeginum í haust. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Skipulagsstofnunnar. www.skipulag.is rh@frettabladid.is SKIPULAGSSTOFNUN: FAGNAR ÞRENNUM TÍMAMÓTUM Á SKIPULAGSÁRINU 2008 Skipulagsnámskeiðin vinsæl Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Þór verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 31. janúar næstkomandi kl. 13.00. Guðrún Þór Jónas Þór Anna Bára Árnadóttir Ólöf Helga Björn Marteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Jónína Helga Jónsdóttir Túngötu 19, Patreksfirði andaðist á sjúkrahúsinu á Húsavík fimmtudaginn 24. janúar. Jarðsett verður frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 2. febrúar kl. 16.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Slysavarnadeildina Unni, Patreksfirði. Kristín Bergþóra Pálsdóttir Jón Christian V. Andersen Jens V. Andersen Aðalsteinn Júlíusson Margrét Magnúsdóttir Unnsteinn Ingi Júlíusson Anna Kristrún Sigmarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, afi og langafi, Þorvaldur Ragnar Guðmundsson Funalind 13, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans Landakoti, mánudag- inn 28. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Dóra Guðleifsdóttir Leifur H. Þorvaldsson Sigríður Karlsdóttir Guðmundur R. Þorvaldsson Jónína Sigrún Ólafsdóttir Lára Sigvarðsdóttir Hammer barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Þórðar Jóns Pálssonar Aflagranda 40, áður Melhaga 5, Reykjavík. Elín Þórðardóttir Reinhold Kristjánsson Steinunn Þórðardóttir Hrafn Bachmann Aðalsteinn Þórðarson Guðrún Jóhannesdóttir Kjartan Þórðarson Helga Kristín Einarsdóttir Gunnar Þórðarson Hafdís Kjartansdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir og bróðir, Svanberg Ingi Ragnarsson bifreiðastjóri, Kirkjuvegi 11, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 1. febrúar. kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Suðurnesja. Karen Sigurðardóttir Guðmundur Kr. Þórðarson Þóra T. Ragnarsdóttir Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Runólfur Ó. Þorgeirsson f.v. skrifstofustjóri Sjóvátryggingarfélags Íslands, Fannborg 5, Kópavogi andaðist á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 28. janúar. Einar Runólfsson Þórunn Guðbjörnsdóttir Guðrún Kr. Runólfsdóttir Dale Campbell-Savours Þorgeir P. Runólfsson Jóhanna M. Guðnadóttir Guðni Kr. Runólfsson Katrín Runólfsdóttir Erlingur E. Erlingsson barnabörn og barnabarnabörn. MARGFÖLD TÍMAMÓT Hafdís Hafliðadóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Skipulagsstofnunar, segir að tímamótin verði notuð til að vekja athygli á nokkrum viðfangsefnum stofnunarinnar og reyna að stuðla að aukinni umhverfisvitund.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.