Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 24
[ ] Guðborg Hrefna Hákonardóttir hefur verið leiðsögumaður hjá Kynnisferðum árum saman og kann að halda uppi stemningu þegar með þarf en líka að þegja á milli. „Þetta er krefjandi en skemmti- legt,“ segir Guðborg brosandi um leiðsögumannsstarfið. „Maður verður að vinna heimavinnuna sína og svo fara eftir því hvernig hópur- inn er hverju sinni. Það er til dæmis ólíkt að vera með Þjóðverja og Ameríkana. Þjóðverjar eru vel lesnir og kröfuharðir. Ég kann ágætlega á þá. Þeir vilja festu og fá mikið fyrir peninginn. Það vilja Ameríkanar reyndar líka en þeim fellur vel að heyra brandara inn á milli. Umræðuefnin spilast gjarnan eftir árstíðunum og oft tek ég lagið. Það þýðir ekkert að vera eins og gömul spóla. Þá verður maður líka leiður sjálfur.“ Guðborg er lærður hárgreiðslu- meistari en þurfti að hætta því starfi vegna ofnæmis. Skellti sér í Leiðsöguskóla Íslands árið 1995 en áhuginn á starfinu var kviknaður mörgum árum áður. „Ég var fyrst stanslaust í ferðum hringinn kring- um landið á sumrin en nú er starfið orðið á heilsársgrunni. Það sem er í boði að vetrinum er hinn sígildi rúntur um Kerið, Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Svo er það suður- ströndin. Þá er ekið í Vík í Mýrdal, fossarnir skoðaðir, Seljalands- og Skógafoss, farið í safnið á Skógum og niður í fjöru. Þetta er ferð frá klukkan níu til sjö. Svo er ferð um borgina hvern einasta dag og í Bláa lónið líka.“ Hvernig er upplifun fólks af landinu á þessum árstíma? „Hún er alveg stórkostleg en það reynir talsvert á leiðsögumanninn á þessum árstíma því við erum að keyra í myrkri hluta leiðarinnar. Á morgnana segi ég einhverjar sögur en síðdegis er fólk orðið lúið og nýtur þess að hvíla sig í rökkrinu. Meðan dimmasti tíminn er þurfum við að halda á spöðunum í Gullfoss- Geysisferðinni til að ná til Þing- valla í dagsbirtu. Svo kemur fyrir að við verðum að sleppa þeim. Þá er mikið skúffelsi. Ekki má heldur gleyma norðurljósaferðunum sem farnar eru eitthvert út fyrir bæinn. Japanar eru rosalega spenntir fyrir þeim og margir Englendingar líka. Auðvitað er reynt að fara þegar skilyrðin eru góð en aldrei er neitt 100% öruggt. Það er pínlegt að fara í norðurljósaferð í dimmviðri og þurfa að halda uppi tempói með fulla rútu en vita fyrirfram að ekk- ert muni sjást til himins.“ Þótt leiðsögumaður þurfi að vita skil á ótal hlutum segir Guðborg hann alls ekki þurfa að tala út í eitt. „Það er nauðsynlegt að hafa góðar þagnir á milli,“ segir hún. „Leyfa fólki að njóta útsýnisins og melta það sem það er búið að heyra.“ gun@frettabladid.is Ekki eins og gömul spóla „Umræðuefnin spilast gjarnan eftir árstíðunum og oft tek ég lagið,“ segir leiðsögu- maðurinn hjá Kynnisferðum, Guðborg Hákonardóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Góð hvíld er gulli betri og þá ekki síst á ferðalögum. Til að njóta ferðarinnar, og þá ekki síst á löngum ferðalögum, skiptir máli að hvílast vel og þá borgar sig að huga að hvar gist er hverju sinni. Suðurland bragðast best er yfirskrift málþings sem haldið er á Hótel Selfossi í dag milli klukkan 13.00 og 17.00. Sjónum verður beint að fram- boði og nýsköpun í matvæla- framleiðslu á Suðurlandi á málþinginu Suðurland bragð- ast best. Markmiðið er að efla tengslin milli framleiðenda og neytenda og hvetja Sunn- lendinga, ekki síst þá sem stunda veitingarekstur og ferðaþjónustu, til að nýta mat- væli úr heimabyggð. Fólk sem framleiðir og markaðssetur matvæli víða um land mun miðla af reynslu sinni og verkefnin Beint frá býli, Matarkista Skagafjarð- ar, Stefnumót hönnuða og bænda, Vörumerkjastjórnun, Heimaframleiðsla og fleiri verða kynnt. Matvælafram- leiðendur á Suðurlandi hafa sérstakt sýningarrými á sam- komunni og gefa gestum að smakka. Það er vaxtasamn- ingur Suðurlands og Vest- mannaeyja sem hefur forystu um málþingið. - gun Hráefni úr heimabyggð Meðal þeirra sem matreiða úr sunnlensku hráefni eru kokkarnir í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Þessi réttur heitir „Haf og hagi“. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Á FERÐ UM HEIMINN Ógleymanleg ævintýri WWW.FJALLALEIDSOGUMENN.IS SÍMI: 587 9999 MAROKKÓ 16. -23. mars örfá sæti laus 6. - 13. september KILIMANJARO 7. - 22. júní Mt. BLANC 21. -29. júní UMHVERFIS Mt. BLANC 1. - 9. Júlí SUÐUR GRÆNLAND 18. - 25. júlí 25. júlí - 1. ágúst örfá sæti laus 1. - 8. ágúst NEPAL 18. október - 10. nóvember

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.