Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 30. janúar 2008 17 T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA - 9 0 8 0 1 7 1 Aseta ehf Tunguháls 17 110 Reykjavík sími: 533 1600 aseta@aseta.is Loftklæðningar Felliveggir Hurðir 25% afsláttur Hurðarhúnar Til að opna og loka, stækka, minnka og klæða Ákveðið hefur verið að bjóða upp á netnám í pólsku hjá Tungumála- veri grunnskólanna næsta haust. Þegar er boðið upp á netnám í ensku, norsku, sænsku og dönsku. Einnig er stefnt að því að koma á fót farkennarateymi til að styðja við nemendur með annað móð- urmál en íslensku og taka upp kennslu í fleiri tungumálum. Allar nánari upplýsingar um námið er að sjá á vef Laugalækj- arskóla. Tungumálaverið var stofnað í febrúar 2002 í Laugalækjarskóla. Það byggist á samþykkt Fræðslu- ráðs Reykjavíkur frá því í maí 2001. Í tungumálaveri fari fram meðal annars þróun og fram- kvæmd fjarkennslu í tungumálum auk kennsluráðgjafar í norsku og sænsku. Jafnframt verði þar um þróunarstarf að ræða varðandi kennsluvef til fjarkennslu til að kenna tungumál sem valgreinar í 9. og 10. bekk. Sjá www.laugalaekjarskoli.is/ tungumalaver Pólska kennd á netinu Samtök barna með sérþarfir, Sjónarhóll, standa fyrir málþingi um systkini barna með sérþarfir undir yfirskriftinni Á ég að gæta bróður míns? Þingið verður haldið í Gullhömr- um í Grafarholti fimmtudaginn 7. febrúar klukkan 8.30 til 12.30 en hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu á netinu. Sjá allar nánari upplýsingar um mál- þingið á: www.sjonarholl.is Málþing fyrir systkini barna með sérþarfir Í tilefni af þrjátíu ára afmæli Samtökanna´78 efna þau til fyrirlestraraðar í Háskóla Íslands á vormisseri. „Með hinsegin augum“ er yfirskrift raðar- innar og þar flytja sex fræðimenn, íslenskir og erlendir, hádegisfyrirlestra á sviði hinsegin fræða. Umræðuefnin tengjast jafnframt ólík- um fræðigreinum, svo sem bókmenntum, tón- list, lögfræði, heimspeki og uppeldisfræðum. Fyrsti fyrirlesarinn er Tiina Rosenberg, prófessor við Háskólann í Lundi í Svíþjóð, en hún flytur fyrirlestur sinn föstudaginn 1. febrúar, og nefnist hann „A Queer Feminism The Lesbian Feminist Heritage in Queer Stu- dies“. Tiina Rosenberg er einn fremsti fræðimaður Norðurlanda á sviði hinsegin fræða að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá samtökun- um. Einnig kemur fram að hún á að baki fjölda ritverka um leikhús, hinsegin fræði og femin- ísk fræði. Meðal bóka hennar á sviði kvenna- fræða og hinsegin fræða má nefna Byxbeg- är og Queerfeministisk Agenda. Þá hefur hún samið sænska leikhússögu í félagi við fleiri fræðikonur og ritað um leikhús femínista í Svíþjóð. Árið 2005 sendi Tiina frá sér safnrit- ið Könet brinner! – úrval á sænsku úr verkum Judith Butler. Nýjasta bók hennar er L-Word: Where Have All the Lesbians Gone? Í fyrirlestri sínum í Háskóla Íslands fjallar Tiina um sýn sína á þróun hinsegin fræða eftir 1990 og hvernig þau afhjúpa á gagnrýninn hátt viðmið og valdbeitingu gagnkynhneigðarinn- ar. Hún greinir rætur hinsegin fræða í sam- kynhneigðum fræðum fyrri ára með sérstakri áherslu á þá lesbísku og femínísku arfleifð sem hinsegin fræði og hinsegin femínismi hafa þegið í fræðilegri nálgun sinni. Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 101 Odda, Háskóla Íslands, og hefst kl. 12.15 á hádegi. Allir eru velkomnir. Með hinsegin augum FYRIRLESTRAR0Ð Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Samtökin ´78 fagna merkum tímamót-um og bjóða af því tilefni upp á röð fyrir- lestra þar sem bæði erlendir og íslenskir fræðimenn fjalla um „hinsegin fræði“. PÓLSKA AÐGENGILEGRI Tungumálaver grunnskólanna býður upp á netnám í fjölda tungumála. AFMÆLI GENE HACK- MAN LEIKARI 78 ÁRA. HALLA VIL- HJÁLMSDÓTTIR LEIKKONA 26 ÁRA. PHIL COLLINS TÓNLISTARMAÐ- UR 57 ÁRA. CHRISTIAN BALE LEIKARI 34 ÁRA.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.