Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 36
20 30. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR Frumsýning í Hafnarfirði er alltaf tilhlökkunarefni. Í þetta sinn stigu flinkir leikarar á svið með skemmti- lega sýningu. Jóhann karlinn Sigurjónsson hefði ef til vill átt í svolitlum erfiðleikum við að finna sitt fólk í þessari sýningu en það var á stöku stað hægt að lesa þau Höllu og Fjalla-Eyvind í gegn, en frekar var þeim komið fyrir eins og einhvers konar getraun í íslenskri leiklistarsögu. Er þetta kannski hestur? Það er hestur fyrir utan! Jóhann Sigurjónsson skrifaði tvo loka- kafla að sínu verki eins og menn muna og þá var einmitt kominn hestur. Halla syngur ,,Sofðu unga ástin mín rétt áður en hún varpar barninu í fossinn, hér liggur snarrugluð neyslu gella og syngur þessa vögguvísu rétt áður en henni dettur snjallræðið í hug, dópinnflutningur, þ.e.a.s. varpar kannski sínum örlögum í fossinn. Þetta er bara útúrdúr en gaman að leika sér að þar sem Hávar Sigurjónsson kann þetta allt og raðar atvikum upp með ýmsum innskotum í þessum annars fyrirsjáanlega farsa sem er svolítið í getraunastíl. Hjónin Halla og Kári vita ekkert hvernig þau eiga að höndla hamingjuna en sjónvarpið og þær persónur sem þar birtast leiðbeina þeim í einu og öllu. Halla er eiginkonan á bænum. Eiginkonan sem er fulltrúi þeirra sem vill að tilveran sé notaleg, þægileg og allt drasl í heimi sé til á heimilinu. María Pálsdótt- ir hefur sterka og skemmtilega nærveru og er einkar vel talandi. Leikstjórinn Hilmar Jónsson nær hér mjög góðum tökum á samspili leikaranna. Hjálmar Hjálmarsson er ekki-fréttamaður landsins og kann þá list manna best að strika undir skoðanir fólks, hamast í fólki og varpa út tilkynningum um hvar hamingjuna sé að finna. Hjálmar kann þetta og naut sín vel í þessu hlutverki þar sem hann var í raun og veru einn með eins manns uppistand inni í heildinni. Barnlausu hjónin Halla og Kári í einhverju ágætu húsnæði í Reykjavík eru algerar andstæður ungu hjónanna í Litháen sem dreymir um betra líf til handa börnunum sínum. Við fáum að sjá inn í heim þeirra á sama tíma á sviðinu. Lítið einfalt eldhús í Litháen og plebbaleg svartleðursstofa á Íslandi. Í raun og veru eru allir þessir aðilar að leita að því sama, það er hamingjunni, en spurningin er bara hver fórnar hverju fyrir hvern? Kári er einfeldning- ur, dótadýrkandi kókdrykkjumaður með hérahjarta uppi í koki þá er þau hjónin leiðast út á glæpabraut- ina. Það var ekki laust við að mönnum dytti hinn nýi borgarstjóri Reykvíkinga í hug þegar litið var á hinn skjálfandi Kára í meðförum Erlings Jóhannessonar. Uppgreitt grátt hárið, skeggið vel snyrt en allt rosalega ýkt. Erling náði góðum tökum á þessum litla karli, sem sækir kjark sinn og þor til eiginkonunnar sem missir aldrei sjónar á markmiðinu. Hann beitir skrokknum eins og héri. Reyndar var líkamsbeiting þeirra beggja eins og útpældur dans. Að Litháinn sem gleypti dóp fyrir þau lætur lífið og í stað þess að henda líkinu í sjóinn eða grafa það í garðinum er því stungið í frystinn, verður svolítið mikið klisjukennt og minnir óneitanlega á aðra farsa og flökkusögur. Vigdís Hrefna Pálsdóttir er vandvirk leikkona. Hún nálgast viðfangsefnið nánast vísindalega og var túlk- un hennar á litháísku konunni heillandi. Hún náði ekki aðeins fantagóðum tökum á þeim hreim sem einkenn- ir tungutak þeirra Slava sem eru að byrja að tala íslensku heldur var hollningin líka eins og hún hefði allt ok gömlu Sovétríkjanna á herðunum. Þorsteinn Bachmann var einnig mjög trúverðugur, grófgerður en þó svo einlægur og skemmtilegur í túlkun sinni á burðardýrinu, manninum sem ætlaði að freista gæfunnar og verða ríkur á því að flytja inn dóp fyrir ruglaða Íslendinga. Leikmyndin þjónaði hlutverki sínu vel og hlutföllin ásamt lýsingu voru góð undirstrikun hins mikilvæga í lífinu. Sjónvarpið var stærst. Tónlistin sem þau Páll Ívan Pálsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Benedikt Hermann Hermannsson fluttu á fjöldann allan af hljóðfærum var töfrandi ásamt söng leikaranna sem var tilfinningaþrunginn. Sýningin var í heild sinni afar fyndin og smart saman sett. Leikstjórinn vinnur einkar vel úr handriti sem á vissan hátt er ansi þreytt klisja. Það var margt í framvindunni sem við þekkjum svo vel og atburðar- rásin ákaflega fyrirsjáanleg. Það sem þó einkenndi sýninguna í heild sinni var leikgleði. Það var enginn að leika að hann væri leika. Elísabet Brekkan Kók í hádeginu, Cheerios á kvöldin! LEIKLIST Sjónvarpið, Hjálmar Hjálmarsson og Litháarnir, Þorsteinn Bachman og Vigdís Hrefna Pálsdóttir, í sviðsetningu Hilmars Jónssonar á nýju leikverki eftir Hávar Sigurjónsson um þjófana Kára og Höllu. MYND: AUÐUNN NÍELSSON LEIKLIST HALLA OG KÁRI Eftir Hávar Sigurjónsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónlist: Benedikt Hermann Hermannsson Lýsing: Garðar Borgþórsson Gervi: Ásta Hafþórsdóttir Leikstjóri: Hilmar Jónsson ★★★★ Fyndin en fyrirsjánleg sýning Um líkt leyti og listamannalaun og styrkir Leiklistarráðs taka að streyma úr hirslum ríkissjóð kemur hnykkur í skil verkefna frá fyrra ári: þannig er sýning Draumasmiðjunnar á verkefninu Óþelló, Desdemóna og Jagó sem styrkt var fyrir ári frumsýnd í kvöld á Litla sviði Borgarleikhúss- ins sem hýsir nú gestaflokka sem fá inni í Borgarleikhúsinu með samningi Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur. Sýningin er samvinnuverkefni Draumasmiðjunnar, Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dans- flokksins og er leikgerð Gunnars Gunnsteinssonar á Óþelló eftir Shakespeare, en Gunnar er jafn- framt leikstjóri verksins. Í sýningunni eru aðeins þrjú hlutverk og hefur hvert hlut- verkanna sinn takmarkaða tján- ingarmiðil, dans, táknmál og talað mál. Þessum ólíku tjáningarform- um er hér stefnt saman og standa þau annars vegar sjálfstæð eða tvinnast saman í dramatíska fram- vindu örlaga þriggja höfuðpersón- anna í einu þekktasta leikverki Shakespeares. Framsetning verksins er fyrst og fremst sjónræn, en öðrum skynfærum er þó einnig gert hátt undir höfði með frumsaminni tón- list eftir Rúnar Þórisson og ljóð- rænni þýðingu Helga Hálfdanar- sonar. Í hlutverki Óþellós er dansarinn Brad Sykes. Desdemóna er í hönd- um Elsu G. Björnsdóttur, heyrnar- lausrar leikkonu sem tjáir sig á íslensku táknmáli. Jagó er leikinn af Hilmi Snæ Guðnasyni en hann fer með allan þann texta sem flutt- ur er á mæltu máli. Aðrir aðstandendur sýningar- innar eru Ástrós Gunnarsdóttir danshöfundur, Vignir Jóhannsson myndlistarmaður, sem hannar leikmyndina, og María Ólafsdóttir búningahönnuður. Magnús Arnar Sigurðsson hannar lýsinguna en tónlistin er í höndum Rúnars Þór- issonar sem bæði semur hana og flytur á sýningum. Elsa G. Björnsdóttir og Hjördís Anna Haraldsdóttir hafa þýtt texta Desdemónu yfir á táknmál og er þetta í fyrsta skipti sem texti Shakespeares er þýddur yfir á íslenskt táknmál. Frumsýning er í kvöld kl. 20 en næstu sýningar eru á morgun, kl. 20, og sunnudag kl. 20. - pbb Leikið á þrjá vegu LEIKLIST Hilmir Snær Guðnason er sá eini sem fer með texta í sviðsetningu Drauma- smiðjunnar á Óþelló. MYND: DRAUMASMIÐJAN/GRÍMUR BJARNASON LAUFÁS Ekki sérlega draugalegur á sumardegi. Draugar á baðstofukvöldi Efnt verður til baðstofukvölds í gamla bænum Laufási í Suður- Þingeyjasýslu annað kvöld kl. 20. Þór Sigurðarson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri, mun leiða gesti frá bæjardyrunum inn göngin og segja frá fyrir- burðum sem urðu í bæjargöng- um áður fyrr. Leiðin endar í bað- stofunni þar sem gamaldags baðstofustemning verður endur- vakin. Draugasögur voru oft og tíðum sagðar í baðstofum þegar fólkið safnaðist saman að kvöldi eftir verk dagsins. Þór mun segja þjóðlegar draugasögur sem gerð- ust innan veggja torfbæja, en eins og alkunna er var í slíkum hýbýlum mikið um skúmaskot þar sem ýmislegt gat leynst. Þjóðlegar draugasögur fjalla meðal annars um villudrauga, uppvakninga, ættarfylgjur og svipi. Draugar voru af margvís- legu tagi; þeir voru allt frá því að vera hættulegir og jafnvel mann- skæðir og upp í það að vera svip- ir sem bara sýndu sig og gerðu ekki nokkrum mein. Allir voru þeir þó færir um að hrella Íslend- inga á öldum áður og svipta næt- ursvefni. Á baðstofukvöldinu verður hægt að kaupa kaffi eða kakó og hjónabandssælu á hóflegu verði í Gamla prestshúsinu áður en lagt verður af stað heim aftur. Takmarkað sætarými er í bað- stofunni og er fólk því hvatt til þess að panta sér sæti, enda kom- ust síðast færri að en vildu. Aðgangseyrir að viðburðinum er 500 krónur. - vþ Vígaguðinn fös. 1/2 kl. 20 uppselt, lau. 2/2 kl. 16 örfá sæti laus Ath. síðdegissýningar Ívanov fim. 31/1 uppselt fös. 1/2, lau. 2/2 örfá sæti laus Sýningum lýkur í febrúar! Konan áður lau. 2/2 Skilaboðaskjóðan sun. 3/2 kl. 14 & 17 örfá sæti laus Gott kvöld, barnasýning 3/2 kl. 13.30 uppselt 25 jan uppselt 30 jan örfá sæti laus 27 febrúar 28 febrúar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.