Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 38
22 30. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > VICTORIA BERAR SIG Victoria Beckham kemur nakin fram á stuttermabolum hönn- uðarins Marc Jacobs. Bolirn- ir eru gefnir út til að vara fólk við hættunni á húð- krabbameini. „Síðan við fluttumst til Kaliforníu hef ég uppgötvað hversu mikilvægt það er að vara sig á sólinni,“ segir Victoria. Bol- irnir fara í sölu í næstu viku. Stjórnvöld í Ísrael hafa ákveðið að bjóða Sir Paul McCartney og Ringo Starr að heimsækja landið í maí í tilefni af sextíu ára afmæli landsins. 43 ár eru liðin síðan Bítlunum var meinað að spila í landinu af ótta við að tónlist þeirra myndi spilla æskunni. Nú hafa stjórnvöld loksins ákveðið að aflétta banninu og vilja endilega fá þá Paul og Ringo í heimsókn. Sendiherra Ísraels í London, sem er að vinna í komu þeirra, ætlar einnig að afhenda Juliu Baird, systur Johns Lennons, opinbert afsökunarbréf vegna bannsins. Bítlabanni aflétt í Ísrael Hljómsveitin Arctic Monkeys hlaut sjö tilnefningar til NME- verðlaunanna í ár, þar á meðal sem besta breska hljómsveitin, fyrir bestu plötuna og besta lagið. Hljómsveitin Klaxons fékk fjórar tilnefningar. Söngkonan Amy Winehouse var tilnefnd sem skúrkur ársins ásamt forsætisráðherr- anum Gordon Brown, Tony Blair og George Bush Banda- ríkjaforseta. Einnig var Winehouse tilnefnd sem besti sólótónlistarmaðurinn. Auk Arctic Monkeys voru Baby- shambles, The Enemy, Klaxons og Radiohead tilnefndar fyrir bestu plötuna. Lesendur tímaritsins NME kjósa sigurvegarana og verður verðlaunafhendingin haldin í London 28. febrúar. Fengu flestar tilnefningar Britney Spears hefur sent Christinu Aguilera sængur- gjöf í tilefni af fæðingu sonar hennar, Max, sem kom í heiminn fyrr í mán- uðinum. Gjöfin var í formi samfestinga á erfingjann, að því er starfsmaður fata- verslunarinnar huddy- buddy.com greinir frá. „Britney pantaði alla samfestinga í línunni og lét senda þá til Christinu. Merkingarnar á samfest- ingunum sem hún pantaði eru til dæmis bleyjugaur, eða Diaper Dude, Ég leik mér ekki vel með öðrum, Ég lagði mig ekki í dag, og Ég veit að ég er yndisfag- ur,“ segir starfsmaðurinn. Britney og Christinu var oftar en ekki stillt upp sem keppinautum um hylli popp- elskandi unglinga, en þeim varð þó ágætlega til vina. Þær unnu meðal annars saman í Mickey Mouse Club, áður en frægðarsólir þeirra fóru rísandi. Gjafir frá Britney SÆNGURGJÖF FRÁ BRITNEY Britney Spears pantaði heil- an haug af samfestingum og lét senda þá til Christinu Aguilera í tilefni af fæðingu fyrsta barns hennar, Max. NORDICPHOTOS/GETTY „Bubbi var að reykja inni í bíl. Ég var nú bara að vinna vinnuna mína. Það er munur á því,“ segir Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi. Í gær birti Mogginn frétt um árshátíð Icelandair undir fyrir- sögninni „Jónsi kom út úr skápn- um“. Lesendur þurftu að þæfa sig í gegnum frásögnina lengi vel áður en sjá mátti til hvers verið var að vísa í fyrirsögn- inni. Jónsi birtist áhorfendum nefnilega með því að hoppa út úr skáp. „Ég var með skemmti- atriði, kom fram sem Elvis og svo sem kona. Sat í dóm- nefnd líka en ég starfaði hjá Icelandair. Nei, ég á ekki einu sinni svoleið- is skáp,“ segir Jónsi. En fyrirsögnin getur varla talist tvíræð því sú merking sem bundin er við það að „koma úr skápnum“ er sú að menn séu að viðurkenna það fyrir umhverfi sínu að þeir séu hommar – ef svo ber undir. En því er ekki að heilsa með Jónsa. „Ónei, það er gömul saga. Já, og ný samkvæmt þessu,“ segir söngv- arinn ágæti sem var heima að sinna syni sínum sem var með flensu. Óneitanlega minnir fyrirsögnin á frægt mál sem rataði alla leið í hæstarétt en þar var ritstjóri tíma- ritsins Hér og nú dæmdur vegna forsíðufyrirsagnarinnar „Bubbi fallinn“ á þeim forsendum að hugsanlega mætti skilja fyrir- sögnina á þá lund að hann væri dottinn í dópið en ekki fallinn á reykingabindindi eins og verið var að tala um. Hafi sá dómur fordæmisgildi − að tvíræðni í fyrirsögnum sé óásættanleg − ætti „Jónsi úr skápnum“ ekki að vefjast fyrir íslenskum dómurum. En Jónsi, sem fékk mikil viðbrögð við fyrirsögninni í gær, ætlar svo sem ekki með þetta mál fyrir dóm- stóla. „Nei, ég sé ekki ástæðu til þess. Ef þetta undirstrikar að ég hafi húmor þá er það fínt. Og því má bæta við að það er fjandanum erfiðara að ganga á háum hælum. Ég vorkenni öllum konum sem gera það.“ - jbg Jónsi á engan slíkan skáp að koma úr JÓNSI ÚR SKÁPNUM Hafi Bubba-dómur fordæmisgildi á blaðamaður Mogga ekki mikla möguleika. JÓNSI Gömul saga – og ný – að Jónsi sé á leið úr skápnum en engum slíkum skáp er til að dreifa. Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. BMW X5 3.0i Nýskr: 12/2005, 3000cc, 5 dyra, Sjálfskiptur, Svartur, Ekinn 35.000 þ. Verð: 5.850.000 L.R. RANGE ROVER Superhcarged Nýskr: 01/2006, 4200cc 400 hestöfl, 5 dyra, Sjálfskiptur, Svartur, Ekinn 27.000 þ. Verð: 11.200.000 MERCEDES C200 Nýskr: 03/2007, 1800cc, 5 dyra, Sjálfskiptur, Grár, Ekinn 5.000 þ. Verð: 3.980.000 BMW 745Li Long Nýskr: 03/2003, 4400cc, 4 dyra, Sjálfskiptur, Grár, Ekinn 100.000 þ. Verð: 5.250.000 Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS ALLIR INNFLUTTIR OG ÞJÓNUSTAÐIR AF UMBOÐI 575 1230

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.