Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 42
26 30. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfs- son, landsliðsþjálfari kvenna, hefur sýnt það í verki að hann líður ekkert agaleysi í sínum hópi. Á því fengu KR-stúlkurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Hrefna Huld Jóhannesdóttir, sem hafa verið með skærustu stjörn- um kvennaboltans síðustu ár, að kenna þegar Sigurður Ragnar setti þær af þegar hann valdi síðasta landsliðshóp. Hann valdi ekki þær stöllur þar sem þær urðu uppvísar að agabroti þegar liðið kom síðast saman helgina 12. og 13. janúar. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Fréttablaðsins fóru þær Hólmfríður og Hrefna Huld út að skemmta sér kvöldið fyrir æfingu og mættu því þunnar á æfingu daginn eftir. Það þótti landsliðs- þjálfaranum ekki ásættanlegt og því sitja þær hjá að þessu sinni sinni hvað svo sem síðar verður. „Ég get staðfest að þær eru ekki valdar vegna agabrots. Ég ætla annars ekki að tjá mig um málið við fjölmiðla en ef þær vilja fara þá leið er það sjálfsagt,“ sagði landsliðsþjálfarinn en þær hafa þrátt fyrir brotið ekki verið úti- lokaðar frá næstu hópum. „Tæki- færunum hjá þeim til að sanna sig fækkar samt með þessu.“ Hólmfríður og Hrefna Huld vildu lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. „Ég hef ákveðið að tjá mig ekki um þetta mál. Ég virði samt ákvörðun landsliðsþjálfarans og ég mun að sjálfsögðu halda áfram að gefa kost á mér í landsliðið ef eftir því er leitað. Meira hef ég ekki um málið að segja,“ sagði Hólmfríður en hún var valin besti leikmaður Landsbankadeildar kvenna nú í sumar. Hrefna vildi, rétt eins og Hólm- fríður, ekki staðfesta hvað þær hefðu gert af sér. „Sigurður er þjálfarinn sem setur reglurnar og hann verður að fara eftir þeim. Ég virði þessa ákvörðun hans,“ sagði Hrefna en hún staðfesti þó að þær hefðu væntanlega brotið ein- hverjar reglur fyrst þær væru í agabanni. „Ég vona að þetta sé enginn dauðadómur. Það er eðlilegt ef fólk brýtur eitthvað af sér að það taki út sína refsingu. Það ganga sömu reglur yfir mig og aðra leik- menn. Auðvitað sé ég eftir þessu og var ekkert að vonast eftir sím- tölum frá blaðamönnum út af svona máli,“ sagði Hrefna að lokum. henry@frettabladid.is Mættu þunnar á æfingu KR-ingarnir Hólmfríður Magnúsdóttir og Hrefna Huld Jóhannesdóttir voru ekki valdar í síðasta landsliðshóp kvennlandsliðsins vegna agabrots. Í SKAMMARKRÓKNUM KR-stúlkurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Hrefna Huld Jóhannesdóttir eru í kuldanum hjá kvennalandsliðinu sem stendur eftir að þær urðu uppvísar að agabroti. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Bjarni Þór Viðarsson skrifaði í gær undir tveggja og hálfs árs samning við Twente Enschede eftir að hollenska liðið náði samkomulagi við Everton um kaupverðið. Bjarni Þór var til reynslu hjá Twente Enschede fyrr í janúar og hafði verið orðaður við lánssamning við félagið út tímabilið auk þess sem breskir fjölmiðlar voru búnir að orða hann við lán til ensku liðanna Preston og Wimbledon og skoska liðsins Aberdeen. „Eftir að hafa skoðað aðstæður hjá Twente Ens- chede og æft og spilað varaliðsleik fyrir félagið þá leist mér vel á þetta. Það tók smá tíma fyrir félögin að ná samkomulagi um kaupverðið og svo í framhaldinu fyrir mig um samninginn, en ég er bara mjög sáttur með að vera kominn til félagsins,“ sagði Bjarni Þór en fyrir hjá félaginu er bróðir hans. „Það hjálpaði vitanlega til við ákvörðunina að Arnar Þór er búinn að vera hjá félaginu, þó svo að hann sé reyndar á láni hjá De Graafschap eins og er, en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Twente Enschede eftir þetta tímabil. Hann á eftir að hjálpa mér mjög mikið, sérstaklega við að komast inn í hlutina til að byrja með,“ sagði Bjarni Þór sem reiknar ekki með að vera í beinni samkeppni við bróður sinn um byrjunarliðssæti hjá félaginu. „Arnar Þór spilar venjulega í varnarsinnaðri stöðu á vellinum á meðan mér finnst skemmtilegra að vera aðeins framar, þannig að það er aldrei að vita nema við eigum eftir að spila saman með félaginu í framtíðinni. Ég held að hollenska deildin eigi eftir að henta mér vel og hjálpa mér enn frekar við að þróa leik minn og bæta í framtíðinni. Twente Enschede liðið er líka með gott þjálfarateymi og marga unga og efnilega leikmenn sem fá tækifæri með liðinu. Liðið er sem stendur í sjötta sæti í hollensku deildinni þannig að það verður ekkert auðvelt að komast inn í byrjunarliðið en ég ætla að gera mitt allra besta og vonast til þess að fá tækifæri til að sanna mig sem fyrst,“ sagði Bjarni Þór spenntur. BJARNI ÞÓR VIÐARSSON, TWENTE ENSCHEDE: GERÐI TVEGGJA OG HÁLFS ÁRS SAMNING VIÐ HOLLENSKA LIÐIÐ Ætla að halda áfram að þróa og bæta leik minn > Eiður Smári ekki til Bolton Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið orðaður við fyrrum félag sitt, Bolton, upp á síðkastið í enskum fjölmiðl- um en Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs Smára og umboðsmað- ur, kvað þó ekkert vera til í þeim orðrómi. „Eiður Smári er ekki á förum frá Barcelona. Bæði honum og fjölskyldu hans líður vel á Spáni og hann stefnir á að vinna titla með Barcelona á þessarri leiktíð. Hann mun svo fara betur yfir stöðu mála eftir tímabilið,“ sagði Arnór í samtali við BBC Sport í gær. HANDBOLTI Ulrik Wilbek tókst um helgina það sem engum hafði tek- ist áður, að vinna stórmót með karlahandboltalandslið Danmerk- ur þegar Danir unnu Króata með 24 mörkum gegn 20 í úrslitaleikn- um á EM 2008. Karlahandboltinn hefur verið í skugganum af kvennahandboltan- um í Danmörku síðan Wilbek gerði dönsku stelpurnar að þeim bestu í heimi en nú hefur hann snúið sér að körlunum og árangurinn lætur ekki bíða eftir sér. Danska kvennalandsliðið vann 4 gull, 1 silfur og 1 brons á sex stór- mótum hans með liðið frá 1993 til 1997 en þegar hann hætti með liðið 1998 þá voru þær dönsku búnar að vinna Ólympíuleika, Evrópumeist- aratitil og heimsmeistaratitil í einum rykk. Wilbek tók við karlalandsliðinu árið 2005 og hefur síðan farið með landsliðið á þrjú stórmót. Liðið vann brons á bæði Em 2006 sem og HM 2007 en að þessu sinni komst liðið loksins í úrslitaleikinn og vann fyrsta titilinn í sögu karla- boltans í Danmörku. Það er líka athyglisvert að fyrir utan fyrsta úrslitaleikinn sem danska kvennalandsliðið komst í á HM í Noregi 1993 og tapaði með einu marki í framlengingu gegn Þjóðverjum, þá hafa lið Wilbeks allaf unnið úrslitaleiki um sæti, alls fimm úrslitaleiki í röð um gull og þrjá leiki í röð um brons. Wilbek fer sínar eigin leiðir en hann nær vel til sinna leikmanna og kappkostar að allir leikmenn liðsins vinni saman og fái hlutverk inni á vellinum. Hann þykir bæði vera fagmannlegur í allri undir- búningsvinnu sem og frábær í að ná því besta út úr sínum leikmönn- um. Það sem menn hafa tekið eftir með Wilbek er að hann er mjög góður í að finna leikmönnum sínum hlutverk innan ákveðins tíma innan leikjanna. Hann kemur jafnt fram við alla sína leikmenn og þykir sérstaklega góður í að læra af mistökunum og nýta þau til sóknarfæris hjá liðinu. Tap fyrir Norðmönnum og mjög erfið- ur riðill þótti ekki benda til að þar færu verðandi Evrópumeistarar en það breyttist fljótt í milliriðlin- um þar sem Danir fóru illa með stórþjóðir eins og Króata og Pól- verja. -óój Ulrik Wilbek, þjálfari Evrópumeistara Dana, hefur náð einstökum árangri: Með verðlaun á níu stórmótum EINTÓM SIGURGANGA Ulrik Wilbek hefur stjórnað dönskum landsliðum til sigurs á 5stórmótum. NORDICPHOTOS/GETTY STÓRMÓT ULRIK WIBEK: HM kvenna í Noregi 1993 Silfur EM kvenna í Þýskalandi 1994 Gull HM kvenna í Austurríki 1995 Brons ÓL í Atlanta 1996 Gull EM kvenna í Danmörku1996 Gull HM kvenna í Þýskalandi 1997 Gull EM karla í Sviss 2006 Brons HM karla í Þýskalandi 2007 Brons EM karla í Noregi 2008 Gull ÓLYMPÍULEIKAR Íslenska sundfólk- ið keppir að því þessi misserin að tryggja sér sæti á Ólympíuleikun- um í Peking sem fara fram í haust. Sundhöllin sem keppt verður í er mjög sérstök en hún var vígð á dögunum. Sundhöllin hefur verið kölluð Vatnsbóluhöllin eða „Water Cube“ upp á enska tungu. Hún stendur við hlið nýja ólympíuleikvangsins og mun taka 17 þúsund manns í sæti. Þar mun verða keppt í sundi, sundfimi og dýfingum. Eins og sést hér á myndunum sem fylgja þá er höllin jafn glæsileg og hún er nýstárleg og sérstök og það ætti að verða mikil upplifun fyrir íslenska sundfólkið að fá að stinga sér í laugina í Peking í ágúst. - óój Ólympíuleikarnir í Peking: Sundhöllin í vatnsbólustíl SÉRSTÖK Sundhöllin í Peking er sett saman úr þúsundum eininga í vatns- blöðrustíl. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Lið HK í Landsbanka- deild karla hefur samið við 29 ára miðjumann frá Króatíu, Goran Brajkovic, en hann hefur verið til reynslu hjá liðinu. Brajkovic þótti standa sig vel og þá sérstaklega í leik gegn Víkingi á laugardaginn þar sem hann skoraði laglegt mark og lagði síðan upp eitt til viðbótar. Brajkovic hefur leikið í efstu deildum í Króatíu, Úkraínu og Slóveníu frá árinu 1998 með Rijeka í Króatíu, Arsenal Kiev í Úkraínu og nú síðast með Bela KRaijna í Slóveníu en liðið lék síðasta ár hans í næstefstu deild. Hann lék á sínum tíma níu U21 árs landsleiki með Króötum og þá á hann tvo A-landsleiki að baki. - óój HK í Landsbankadeild karla: Sömdu við 29 ára Króata

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.