Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Í dag er miðvikudagurinn 30. janúar, 30. dagur ársins. 10.16 13.41 17.07 10.15 13.26 16.38 HUGSAÐU HRATT Hlaupárið byrjar á spennandi sértilboðum www.toyota.is ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 04 97 0 1/ 08 Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Toyota - bestu bílakaupin strax Hlaupárið hjá Toyota byrjar á spennandi sértilboðum í takmarkaðan tíma. Langar þig í nýjan Yaris, Auris, Corolla, Avensis eða RAV4? Hugsaðu hratt, komdu til næsta söluaðila Toyota núna og láttu sölumenn okkar gera þér tilboð sem þú getur ekki hafnað. Fyrstir koma, fyrstir fara - á nýrri Toyota RAV4 Tæpast hefðu margir spáð því fyrirfram að íslenska þjóðin gæti haft jafn stórkostlegar áhyggjur af heilsufari hins geð- þekka heimilislæknis sem nú er í tímabundnu leyfi frá praktík. Áhuginn virðist hafa komið honum í opna skjöldu svo ekki hefur í annan tíma setið hér jafn hnípinn borgarstjóri, jafn ósáttur við umfjöllun og jafn mikið fórnar- lamb. Það síðasta á reyndar líka við marga aðra sem koma við þessa athyglisverðu sögu. ÞVÍ þótt nú sé aðeins liðlega vika frá útsölunni á borgarstjórastóln- um hefur uppsöfnun píslarvotta í þessari framhaldssögu verið lengri. Hana er til dæmis hægt að rekja til haustdaga. Þá kristallaði borgarfulltrúinn Jórunn Frí- mannsdóttir biturleika fórnar- lambsins svo dæmalaust vel í orðum sínum til Björns Inga: „Við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut eftir þér! Ekki nokkurn skapaðan hlut!“ Það urðu fleyg orð og stóð ræðan upp úr því sem sést hafði til Jórunnar á kjörtímabilinu. SÍÐAN hefur listi þjáningar- systkina lengst hratt og margir um stund fallið í þann hóp. Fyrir utan borgarfulltrúaflokk Sjálf- stæðimanna í heilu lagi þá mátti næstum kenna sérstaklega í brjósti um Vilhjálm fyrir að hafa verið svona mikill þumalputti. Jafnvel Bjarna Ármannssyni var dálítil vorkunn þó ekki sé til siðs að finna til með auðmönnum. Ekki síst mátti klökkna yfir Birni Inga þegar hann skældi í beinni útsend- ingu, gott ef einhver orðaði ekki mannlegan harmleik. Í upphafi næsta kafla sögunnar gaf sig reyndar fram úrvals fórnarlamb með hnífafjöld í bakinu og grát- stafinn í kverkunum. Hann upp- skar samt bara tortryggni því meintur tilræðismaður var ennþá í hópi píslarvotta. ÞRÁTT fyrir góða viðleitni margra hefur samt enginn sýnt stórleik í hlutverki fórnarlambs- ins á borð við áðurnefndan heimil- islækni. Miðað við langan feril í stjórnmálum er hann enn furðu hörundsár fyrir eigin hönd og fjöl- skyldunnar og sér persónulegt einelti í hverju horni. Þar nefnir hann einkum til sögunnar afvega- leiddan barnaskríl og grínarana í Spaugstofunni. Fljótlega fer umræðan að snúast um aðför að lýðræði og rógsherferð. Yfirvof- andi stjórnarkreppa í borginni fellur í skuggann af spurningunni: Var þetta á grensunni eða var farið yfir strikið? Afvegaleidd umræða

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.