Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 2
2 31. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Sigurgeir, fór afmælisveislan slysalaust fram? „Já, hún tókst vel í alla staði og lauk farsællega.“ Slysavarnafélagið Landsbjörg efndi til afmælisveislu á þriðjudag í tilefni af því að 80 ár voru liðin var stofnun Slysavarn- arfélags Íslands. Sigurgeir Guðmundsson er formaður Landsbjargar. ALÞINGI Tregða Landsvirkjunar til að veita iðnaðarráðuneytinu upplýsingar hefur tafið skýrslu- gerð um kostnað við gerð Kára- hnjúkavirkjun- ar. Álfheiður Ingadóttir og aðrir þingmenn VG óskuðu eftir skýrslunni og eru fimm vikur liðnar – þingsköpum samkvæmt – síðan hana átti að leggja fyrir þingið. Á Alþingi í gær rukkaði Álfheiður Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um ástæður tafanna sem sagði þær stafa af því að Landsvirkjun hefði fyrst afhent ráðuneytinu nauðsynleg gögn í síðustu viku „eftir töluvert harðan og þrýstings- mikinn eftirrekstur“. - bþs Skýrslu um Kárahnjúka beðið: Stóð á gögnum frá Landsvirkjun ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR STJÓRNMÁL Óvissa á vinnumarkaði og órói á fjármálamörkuðum eru ástæður þess að enn hafa tillögur nefndar félagsmálaráðherra um eflingu félagslegs þáttar húsnæð- islánakerfisins ekki verið kynnt- ar. Nefndin var skipuð í lok ágúst og átti upphaflega að skila áliti og tillögum til ráðherra fyrir 1. nóv- ember á síðasta ári. Verkið tafðist nokkuð þar sem upplýsingaöflun reyndist tímafrekari en talið var. Nokkuð er um liðið síðan því lauk og hefur málið verið kynnt í ríkis- stjórn. Þar varð úr að fresta aðgerðum, bæði vegna óljósrar stöðu um framvindu kjaravið- ræðna sem og vegna ástands á fjármálamörkuðum. Meðan svo háttar til hefur tím- inn verið nýttur til frekari úrvinnslu málsins, meðal annars með viðræðum félagsmálaráðu- neytisins og Sambands sveitarfé- laga um útfærslu hækkunar húsa- leigubóta. Fréttablaðið hefur greint frá því að nefnd ráðherra leggur meðal annars til að tekinn verði upp nýr lánaflokkur fyrir kaup- endur undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og kaupendur fyrstu eignar fái skattaívilnanir og vaxtabótaauka, auk þess sem stimpilgjöld verði felld niður og lántökukostnaður verði föst fjár- hæð. - bþs Beðið með aðgerðir til að efla félagslegan þátt húsnæðislánakerfisins: Aðgerðir í salt vegna óvissu RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS Aðgerðir á hús- næðismarkaði verða fyrst kynntar þegar ró hefur færst yfir fjármálamarkaði og hyllir undir gerð kjarasamninga. Lamb í karrí 0,5 ltr. Egils gos fylgir með 749 kr. Réttur dagsins NEYTENDAMÁL „Þetta lítur bara alls ekki vel út. Þetta þýðir ekki nema eitt. Það eru hækkanir í pípun- um,“ segir Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Krónunnar. Áburðarverð hefur hækkað um allt að 80 prósent. Eins hefur kjarnfóður hækkað í verði. Þetta hefur áhrif til verðhækkana, hvort sem um er að ræða svína- og kjúklingarækt eða kinda- og kúabúskap. „Þetta sýnir bara að þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Eirík- ur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Eiríkur bendir á að framleiðslu- kostnaður á hvert kíló af lamba- kjöti nemi nú um 350 krónum. „Bara þessi hækkun á áburðinum mun væntanlega þýða 50 til 60 krónu hækkun á framleiðslu- kostnaðinum,“ segir Eiríkur. „Menn segja þetta núna en svo verður markaðurinn að skera úr um hvernig þetta verður næsta haust,“ segir Guðmundur Mart- einsson, framkvæmdastjóri Bón- uss. Henn bendir á að framboð kunni að verða meira í haust en síðasta haust, meðal annars þar sem útflutningsskyldu hafi verið létt af lambakjötsframleiðslunni. Eysteinn Helgason bendir á að verð á matvælum fari hækkandi víða í heimi. Þegar séu komnar fram hækkanir á vörum eins og sykri og hveiti. „Við erum ekki búin að ákveða neitt að svo stöddu, en það verða hækkanir,“ segir Gunnar Gísla- son, stjórnarmaður í Síld og fiski, sem framleiðir mikið af unnum kjötvörum og áleggi. „Svo eru launahækkanir í farvatninu. Við bíðum eftir þeim.“ Helga Lára Hólm, fram- kvæmdastjóri Ísfugls, óttast að hækkanir séu fram undan. „Verði frekari hækkanir á fóðri, er ljóst að við verðum að hækka þar sem framleiðendur sem við skiptum við ná vart endum saman án hækkana. „Menn hafa klárlega miklar áhyggjur af þessari þróun. Fóðrið er langstærsti kostnaðarliður- inn,“ segir Ingvi Stefánsson, for- maður Félags svínabænda. Guðbjörg Jónsdóttir kúabóndi hefur áður bent á að hækkanir á fóðri auki kostnað í þeim geira. Finnur Árnason, forstjóri Haga, bendir á að egg hafi þegar hækk- að um tíu prósent í verði og tólf prósenta hækkun á kjúlingaverði séu boðaðar. Guðmundur Marteinsson hjá Bónus kallar á aukinn innflutning. „Við munum setja þrýsting á stjórnvöld um að innflutningur verði leyfður í meira mæli. Höft verði rýmkuð á innflutningi á ostum, eggjum, nauta-, kjúklinga- og svínakjöti.“ ingimar@frettabladid.is Allar innlendar kjöt- vörur hækka í verði Búist er við verðhækkunum á öllum kjötvörum, eggjum og mjólk. Þær skýrast af áburðar- og fóðurverði. Óttast er að kjarasamningar kalli á enn frekari hækkanir. Smásalar krefjast aukins innflutnings landbúnaðarvara. VÖRURNAR Í KJÖTBORÐINU Verðið á kjötvörum, nýjum sem unnum, gæti tekið stökk upp á við á næstu vikum. Verð á áburði og kjarnfóðri hefur hækkað. Þá kynnu launahækkanir í matvælaiðnaði að fela í sér hækkanir. Myndin er úr safni FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA LANDBÚNAÐUR „Það féll snjóflóð og stefndi á einn okkar sem gat forð- að sér undan á hlaupum. Þá hætt- um við,“ segir Heimir Þór Ívars- son, íbúi í Ólafsvík. Hann fór ásamt tveimur öðrum upp í Ólafs- víkurenni í gær til að reyna að bjarga sex kindum sem halda sig á syllum í Enninu. Þar hafa þær verið frá því í haust en ekki tekist að ná þeim því þær eru eldstygg- ar. Syllurnar eru huldar klaka og snjó og spáð er norðanhvelli. Mennirnir þrír fóru upp á belta- fjórhjóli, öðru venjulegu fjórhjóli og snjósleða. Þeir ætluðu að freista þess að koma kindunum niður úr fjallinu. „Ég seig í spilinu á öðru fjór- hjólinu niður gil og annar félaga minna kom á móti mér, þar sem við ætluðum að reyna að passa að kindurnar tækju ekki strikið í burtu. En þá fór snjóflóð á stað undan mér og stefndi á félaga minn. Hann gat forðað sér á hlaup- um,“ segir Heimir Þór. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær voru kindurnar upphaf- lega sjö en ein er nú dauð. Talið er líklegt að hún hafi hrapað til bana, því syllurnar eru glerhálar, að sögn Heimis Þórs. Þeim félögum tókst í gær að koma kindunum úr norðanverðu Enninu sunnanmegin í það, þannig að þær fá nú meira skjól fyrir norðanáttinni. - jss FLÓTTAKINDURNAR Kindurnar sex í Ólafsvíkurenni eru komnar með klaka- dröngla í ullina. Þessi mynd var tekin af þeim í gær. Tilraun til að ná sex kindum úr Ólafsvíkurenni mistókst: Björgunarmaður átti fótum fjör að launa undan snjóflóði VIÐSKIPTI Tap Eimskipafélagsins á nýliðnu ári nemur 9,1 milljón evra, eða tæpum 865 milljónum króna. Viðsnúningurinn er mikill frá fyrra ári þegar félagið hagnaðist um 64,1 milljón evra, eða rúma 6 milljarða króna. Tap félagsins 2007 nemur sem svarar 28,5 aurum á hlut, meðan hagnaður ársins áður nam 3,5 krónum á hlut. Velta Eimskips hefur hins vegar þrefaldast milli ára og skilaði undirliggjandi starfsemi 900 milljónum króna í fyrra. Tap félagsins er til komið af flug- rekstri þess, sem nú hefur allur verið seldur frá félaginu. - óká Flugið dregur Eimskip niður: Tap upp á 865 milljónir króna KENÍA, AP Ekkert lát er á átökun- um í Kenía. Kikuyu-menn urðu fyrir hörðum árásum í Rift- dalnum og hörð átök voru einnig í fátækrahverfum höfuðborgarinn- ar Naíróbí. Jendayi Frazer, erindreki Bandaríkjanna í Afríku, sagði í gær að átökin í Rift-dalnum í Kenía hlytu að teljast þjóðar- morð. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins dró þó í land með þau ummæli síðar í gær. Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem reynir að miðla málum í Kenía, segir að það muni taka í það minnsta ár að ná samkomulagi um lausn á deilum um úrslit forsetakosninganna, sem haldnar voru í lok síðasta árs. - gb Ekkert lát á átökum í Kenía: Annan segir ár í að lausn fáist VEGATÁLMI RUDDUR Lögreglumaður í Kenía greiðir fyrir umferðinni. Bílvelta á Vesturlandsvegi Ökumaður velti pallbíl þegar hann missti stjórn á bíl sínum í mikilli hálku á móts við bæinn Læk við Vesturlandsveg í gær. Ökumaður slasaðist og var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi. Bíllinn er ónýtur. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru handteknir síðdegis í gær eftir rán í dælustöð Atlantsolíu við Kópavogsbraut. Þeir réðust inn í afgreiðsluna um klukkan þrjú, hótuðu afgreiðslustúlku og höfðu um fjörutíu þúsund krónur á brott með sér. Þeir voru í annarlegu ástandi og huldu ekki andlit sitt. Ekki liggur fyrir hvort þeir voru vopnaðir. Ræningjarnir fundust skömmu síðar eftir að tilkynning barst um annarlegt háttalag ökumanns. Ræningjarnir eru tæplega tvítugir og hafa báðir komið margoft við sögu lögreglu fyrir ýmiss konar afbrot. Allur ránsfengurinn fannst. - sh Tveir ungir ógæfumenn teknir: Frömdu rán í Atlantsolíu SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.