Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 8
 31. janúar 2008 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL „Grundvallaratriðið er að það varð ekkert tjón,“ sagði Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður og stjórnarformaður Olís, í málflutn- ingi í Hæstarétti vegna skaðabóta- máls Reykjavíkurborgar, og fyrir- tækja hennar, gegn olíufélögunum Olís, Skeljungi og Keri, áður Olíu- félaginu. Héraðsdómur dæmdi olíufélögin til þess að greiða Reykjavíkurborg um 72 milljónir króna í bætur vegna samráðs í desember 13. desember 2006. Lögmenn olíufélaganna lögðu á það áherslu í málflutningi sínum að þrátt fyrir að samráð fyrir útboð árið 1996 væri óumdeilt þá væri ósannað að það hefði valdið tjóni. Kristinn Hallgrímsson, lögmað- ur Kers, sagði það einkennilega stöðu að vera að flytja málið í Hæstarétti í byrjun ársins 2008. „Rannsóknin hófst árið 2001 og nú fyrst er þetta komið í Hæstarétt,“ sagði Kristinn og sagði það slæmt fyrir grundvallarálitamálið að ekki væri búið að klára mál olíufélag- anna gegn samkeppnisyfirvöldum og íslenska ríkinu. Þau krefjast ógildingar á 1,5 milljarða stjórn- valdssektum vegna samráðs félag- anna á árunum 1993 til og með meirihluta árs 2001. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lög- maður Reykjavíkurborgar, sagði sérstöðu málsins öðru fremur fel- ast í því að brotið væri upplýst. „Samráð félaganna, og skipting framlegðar milli félaganna, er óum- deilt. Þegar svo ber við er sjálfsögð krafa þolanda samráðsins að for- sendur sönnunarbyrði breytist, og snúist jafnvel við,“ sagði Vilhjálm- ur og vitnaði til þess að olíufélögin þyrftu að sanna það að ávinningur- inn af samráðinu hefði enginn verið. Vilhjálmur lagði jafnframt á það áherslu að matsgerðir sem ætlað væri að reikna nákvæmlega út ávinning af samráði olíufélaganna gætu aldrei gefið tæmandi endan- legt svar. „Allt er háð gefnum for- sendum og þær geta gefið misvís- andi skilaboð.“ Gísli Baldur sagði samráðsmálin hafa lagst þungt á marga starfs- menn olíufélaganna og sagði „dóm- stóla fjölmiðla“ hafa byggst á vill- andi og óréttlætanlegri framsetningu samkeppnisyfirvalda á málinu. Hann nefndi engin dæmi í því samhengi. „Það hafa leikið um þjóðina tryllingsstraumar,“ sagði Gísli Baldur og vitnaði til harðra viðbragða hjá almenningi í landinu eftir að samráð olíufélaganna komst upp. Hann sagði það hins vegar af og frá að „eitthvert sam- ráðsástand“ hefði verið viðvarandi þann tíma sem rannsókn samkeppn- isyfirvalda hefði náð til. „Alveg af og frá,“ bætti Gísli Baldur við. Jafnframt sagði hann íslenskt þjóðlíf einkennast af fákeppni, jafnt nú sem fyrr. „Frá því sam- keppnislögin tóku gildi 1993 hefur ekkert breyst [...] Hér í fámenninu þrífst fákeppni. Samkeppnisyfir- völd hafa ekki náð neinum árangri.“ Ekki liggur ljóst fyrir hvenær dómur verður kveðinn upp í mál- inu. magnush@frettabladid.is Segja engan ávinning af samráðinu Lögmenn olíufélaganna sögðu ávinninginn af óum- deildu samráði olíufélaganna fyrir útboð á vegum Reykjavíkurborgar engan. Sérstaða málsins sú að brot olíufélaganna eru upplýst og viðurkennd. HÆSTIRÉTTUR Mál Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum er fyrsta skaðabótamálið vegna samráðsins sem kemur inn á borð Hæstaréttar. Nokkur önnur bótamál bíða þess að verða tekin fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sparisjóðurinn býður nú viðskiptavinum sínum upp á SP12, hávaxta sparnaðarleið í Heimabankanum, sem felur í sér mánaðarlegar vaxtagreiðslur. Reikningurinn er óverðtryggður og óbundinn og fara vextir eftir innstæðu hans. Fjárhæðin er ávallt laus til útborgunar og millifærsla í Heimabankanum er gjaldfrjáls. SP12 er frábær kostur fyrir þá sem vilja sjálfir halda utan um sinn sparnað.Fí t o n / S Í A Nú kemur þetta mánaðarlega www.spar.is Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16 Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. 575 1230 BMW X5 3.0i Nýskr: 12/2005, 3000cc, 5 dyra, Sjálfskiptur, Svartur, Ekinn 35.000 þ. Verð: 5.850.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.