Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 10
 31. janúar 2008 FIMMTUDAGUR STJÓRNSÝSLA Kirkjuráð segir umráðarétt Ísafjarðarbæjar yfir jörðinni Söndum vera „að miklu leyti takmarkaðan“. Sandar er annar tveggja staða á Vestfjörðum sem koma til greina fyrir olíuhreinsunarstöð Íslensks hátækniiðnaðar ehf. Ríkissjóður seldi Þingeyrarhreppi kirkjujörð- ina Sanda í Dýrafirði árið 1938. Kirkjuráð hefur skrifað Ísafjarð- arbæ, sem Þingeyrarhreppur til- heyrir nú, og vakið athygli á ýmsum kvöðum sem lagðar voru á um yfirráð og hagnýtingu Sanda við söluna fyrir sjötíu árum. „Það er lagt á jörðina sem kvöð að hreppafélagi Þingeyrarhrepps er eigi heimilt að selja aftur hið selda land, jarðeignina Sandar, hvorki í heild sinni né hluta af því, en landið verði ævinlega eign Þing- eyrarhrepps og undir stjórn hreppsins,“ segir í afsalinu. Auk þess sem afsalið leggur blátt bann við sölu Sanda er í því sérstök kvöð um leigu: „Hreppur- inn leigi aldrei utanhreppsmönn- um hið selda land, hvorki í heild né nokkurn hluta þess og hvorki til ræktunar, beitar né bygginga ef slík leiga á landi úr jörðinni brýtur í bága við landþörf hreppsbúa.“ Birna Lárusdóttir, forseti bæj- arstjórnar Ísafjarðar, segir bæjar- yfirvöld hafa vitað af kvöðunum. Hún telji þær ekki setja strik í reikninginn varðandi þau áform að olíuhreinsunarstöð rísi á Söndum. „Við vitum ekki hver er kveikj- an að þessu bréfi frá kirkjuráði því það kemur ekki fram. Þetta er mjög gamalt samkomulag og það má í raun segja að ákvæði þessi hafi þegar verið brotin því það mun hafa verið seldur partur úr landinu þegar Þingeyrarhreppur var sjálfstætt sveitarfélag. Ef maður les samninginn er ekki hægt að sjá út úr honum í fljótu bragði að það megi ekki reisa olíu- hreinsistöð á jörðinni,“ segir Birna Lárusdóttir. Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir ráðið ekki hafa tiltekna afstöðu til hugsanlegrar olíu- hreinsunarstöðvar. „Við erum fyrst og fremst að minna á þau réttindi sem sóknar- prestur á Þingeyri hefur á jörðinni samkvæmt afsalinu,“ segir Guð- mundur. Er þar meðal annars um að ræða beitarrétt fyrir búfénað og umráðarétt yfir fjórum hektur- um lands. Guðmundur segir það hins vegar í höndum ríkisins að fylgja eftir fyrrnefndum kvöðum um sölu og leigu á Söndum. gar@frettabladid.is Gömul kvöð ógnar olíuhreinsunarstöð Ísafjarðarbær má ekki selja jörðina Sanda eða leigja hana nema uppfylla skil- yrði 70 ára afsals segir kirkjuráð. Sandar er annar tveggja staða sem koma til álita fyrir olíuhreinsunarstöð. Vitum af kvöðunum segir forseti bæjarstjórnar. BIRNA LÁRUSDÓTTIR Forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. DÝRAFJÖRÐUR Kvaðir um sölu og leigu á jörð- inni Söndum í Dýrafirði flækja málin varðandi hugsanlega olíuhreins- unarstöð í firðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT GIRNILEGIR VEISLUBAKKAR MEÐ LITLUM FYRIRVARA 554 6999 | www.jumbo.is BLANDAÐUR BAKKI 3.580 kr. SAMLOKU- BAKKI 2.890 kr. TORTILLA & PÓLARBRAUÐ 3.480 kr. FONDU SÚKKULAÐIBAKKI 2.950 kr. 32 BITAR 10 MANNS 36 BITAR 36 BITAR F í t o n / S Í A www.ss.is Endalausir möguleikar! Fáðu þér SS skinku á 20% afslætti í næstu verslunarferð, leyfðu hugmyndafluginu að njóta sín .... brauðterta, samloka, heitur brauðréttur, salat… …og nú þú! 20% afsláttur RV U N IQ U E 01 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Katrín Edda Svansdóttir, sölumaður í þjónustuveri RV Skrifstofuvörur - á janúartilboði Á tilboðií janúar 2008 Bréfabindi, ljósritunarpappír, töflutússar og skurðarhnífur 1.398 kr. ks. 5 x 500 blöð í ks. A u g lý si n g as ím i – Mest lesið AKRANES Sundiðkendur á Akranesi, sem undirbúa sig um þessar mund- ir fyrir komandi Íslandsmót, hafa þurft að aka daglega til Reykja- víkur alla vikuna til að komast í sundlaug. Heitt vatn hefur verið skorið við nögl á Akranesi og Borgarnesi síðan á mánudag, og hafa bæjarfélögin sjálf, sem hafa skerðingarheimildir í samningum sínum, orðið fyrir skerðingunni. Skerðingin er til komin af örygg- isástæðum eftir skemmdir sem urðu í kjölfar óveðursins um síð- ustu helgi. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segist búast við því að allt verði komið í samt lag í dag, þótt búast megi við frekari skerðingu vegna kuldans um komandi helgi. Ragnheiður Runólfsdóttir, sund- þjálfari á Akranesi, segist mjög ósátt. Hún hafi fengið þau tíðindi að sundlaugin muni ekki komast í gagnið fyrr en eftir helgi. „Þetta er ófremdarástand þar sem við erum að undirbúa okkur fyrir Íslandsmót. Við þurfum að keyra með keppnishópinn, sem er mjög takmarkaður hluti af þeim sem æfa hjá okkur, til Reykjavíkur og leigja þar æfingapláss.“ Hún segir sundfélagið bera allan kostnað af þeirri leigu sem og ferðunum. Enginn hafi boðist til að koma til móts við þau. „Krakkarnir eru búnir að leggja mikið á sig til að standa sig vel á þessu móti og það er bara gert lítið úr því með þessum litla sam- hug sem við fáum,“ segir hún. - sh Heitavatnsskortur á Akranesi kemur illa við sundiðkendur: Börnin geta ekki synt án vatns SUND Í íslenskum vetrarkulda skiptir öllu að hafa í það minnsta volgt vatn í laugunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.