Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 12
12 31. janúar 2008 FIMMTUDAGUR BANDARÍKIN Sigur John McCain í prófkjöri repúblikana í Flórída á þriðjudaginn gefur honum ómetan- legt forskot á Mitt Romney í kosn- ingabaráttunni sem fram undan er. McCain hlaut 36 prósent atkvæða og Romney 31 prósent, en í þriðja og fjórða sæti lentu þeir Rudy Giul- iani með 15 prósent og John Huck- abee með 13 prósent. Í rauninni eru þeir því tveir einir, stríðshetjan McCain og mormón- inn Romney, eftir um hituna hjá repúblíkönum, nú þegar Rudy Giul- iani hefur hætt við framboð sitt. Giuliani hefur jafnframt lýst yfir stuðningi við McCain, þannig að staða Romneys er óneitanlega mun veikari núna. Huckabee þykir ekki eiga mikla möguleika í raun, þótt hann hafi byrjað vel með sigrum í fyrstu prófkjörum flokksins. Demókratinn John Edwards hætti einnig í gær við að sækjast eftir því að verða forsetaefni síns flokks, og þar með eru þau Hillary Clinton og Barack Obama ein eftir í slagnum um útnefninguna í þeim herbúðum. Allra augu beinast nú að slagn- um mikla á sprengidag, þriðjudag- inn 5. febrúar, þegar prófkjör verða haldin samtímis í meira en 20 ríkj- um. Sá dagur gæti ráðið úrslitum hjá báðum flokkum, þannig að aðeins einn frambjóðandi standi eftir sem forsetaefni hvors flokks um sig. James A. Thurber, bandarískur stjórnmálaskýrandi sem hélt fyr- irlestur hér í Reykjavík á þriðju- dag, segir að það gæti skaðað Demókrataflokkinn verulega fari leikar svo, eins og margt bendir til að geti orðið, að repúblikanar nái endanlegri niðurstöðu löngu á undan demókrötum, þannig að McCain standi einn eftir með pálmann í höndunum á meðan þau Clinton og Obama halda áfram að slást næstu mánuðina og jafnvel allt fram í ágústlok. „Bandaríkja- menn eru ekki hrifnir af nei- kvæðri kosningabaráttu, þannig að ef þau ætla bæði að stunda slíkt, þá gæti frambjóðandi Rep- úblikanaflokksins grætt verulega á því þegar kemur loks að forseta- kjörinu í nóvember,“ segir Thur- ber, sem er prófessor við Ameri- can University í Washington og hefur stundað kosningarannsókn- ir áratugum saman. gudsteinn@frettabladid.is ÁNÆGÐUR MEÐ SIGURINN John McCain segir að sigurinn í Flórída hafi óneitanlega verið sætur. Einungis Mitt Romney getur nú komið í veg fyrir að McCain verði for- setaefni Repúblikanaflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP McCain sigurstrang- legastur repúblikana John McCain og Mitt Romney standa tveir eftir í kosningabaráttunni hjá Rep- úblikanaflokknum. Meðal demókrata eru Hillary Clinton og Barack Obama ein um hituna. Bæði John Edwards og Rudy Giuliani hafa hætt við framboð. Þriðjudagurinn virtist ekkert öðruvísi en aðrir þriðjudagar fyrir flesta íbúa hér í Orlando, Flórída, þrátt fyrir að kjördagur væri runninn upp. Auðvit- að mátti sjá stuðningspjöld við gatnamót, fyndin pólitísk skilaboð á stuðurum og einstaka menn dreifa bæklingum. En lífið gekk áfram sinn vanagang. Fjölmiðlar voru fullir af vangaveltum um kosningarnar. En stöðvarnar eru margar og auðvelt að sniðganga þá umfjöllun, hafir þú ekki áhuga. Áhorfendur voru beinlínis varaðir við með texta neðst á skjánum sem sagði: Mest fjallað um stjórnmál þennan morguninn. Fólk í verslanamið- stöðvum fékk líka að vera algjörlega í friði fyrir kosningaáróðri á mándaginn, degi fyrir kjördag. Kosningabaráttan fer líka fram í fjölmiðlum. Það er eðlilegt. Bandaríkin eru risastór. Giuliani og McCain héldu kosningafundi í Orlando á mánudag- inn. Og þetta voru engir venjulegir kosningafundir fyrir kjósendur. Frambjóðendurnir voru fyrst og fremst að tala við myndavélar fjölmiðlafólksins. Í báðum tilvikum var tiltölulega lítill hópur stuðn- ingsmanna mættur til að hvetja sinn mann sem virtist vera á fjöldafundi í sjónvarpinu um kvöldið. Það sem kom helst á óvart var hversu lítið var um sýnilega löggæslu á fundunum. Eftir að frambjóð- endurnir höfðu talað hópaðist fólk að þeim til að fá eiginhandaráritun og mynd. Þeir þurfa að sýna sig með venjulegu fólki og mega ekki virðast haldnir ofsóknaræði. Báðir þessir fundir voru haldnir á litlum flugvöll- um. Það er til marks um hraðann í þessari baráttu. Stutt hnitmiðuð skilaboð, sniðin að umfjöllun fjölmiðla og svo flogið í þotu á næsta stað. Fram- bjóðendur þurfa að vera skrefi á undan. Og nú er það þriðjudagurinn mikli. Þá telja margir að úrslitin verði ljós. Baráttan birtist í fjölmiðlum Hringdu í síma ef blaðið berst ekki UPPSTILLING FYRIR FJÖLMIÐLA Frá kosningafundi Rudys Giuli- ani í Orlando á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BORGARMÁL Birtingu á skýrslu stýrihóps Svandísar Svavarsdótt- ur um málefni Reykjavík Energy Invest hefur verið frestað að ósk Gísla Marteins Baldurssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, full- trúa Sjálfstæðisflokks í stýrihópn- um. Ástæðan fyrir frestuninni er að sögn Gísla Marteins sú að eðli- legt sé að stýrihópurinn fái að sjá lokagerð skýrslunnar áður en hún verður lögð fram. Svandís segir það hafa verið sjálfsagt að verða við bón borgarfulltrúanna. Gísli Marteinn segir að Svandís hafi ákveðið að skila skýrslunni snarlega eftir að nýr meirihluti var myndaður í síðustu viku. „Það hafa hins vegar bara verið haldnir þrír fundir síðan um miðjan nóv- ember og síðast þegar ég vissi var skýrslan ekki tilbúin til framlagn- ingar í borgarráði. Við sjálfstæð- ismenn tjáðum Svandísi þá skoðun okkar að hópurinn yrði að sjá loka- gerð skýrslunnar, að minnsta kosti einu sinni, áður en hún yrði lögð fram. Svandís brást vel við þeirri hugmynd.“ Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna, segir að hún hafi stefnt að því að kynna skýrsluna á fundi borgarráðs í dag. „Meiri- hlutinn fór fram á það við mig að haldinn yrði einn aukafundur í stýrihópnum og ég varð við því. Sá fundur verður haldinn snemma í næstu viku og skil vinnunnar viku seinna en áætlað var.“ Svandís segist ekki vita um ástæðu þess að farið var fram á frestun og kallaði ekki eftir skýringum á því. - shá Skýrsla stýrihóps um REI ekki lögð fram í borgarráði í dag, eins og áætlað var: Vildu sjá lokagerð skýrslunnar SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR GÍSLI MARTEINN BALDURSSON BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON skrifar frá Flórída
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.