Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 28
 31. JANÚAR 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Saltdreifarar eru algeng sjón á götum borgarinnar og víðar þessa dagana þar sem Vetur konungur hefur sýnt sig í öllu sínu veldi. Á vegum landsins eru menn eins og Hilmar Ólafs- son sem vinna að því dag og nótt að dreifa salti til að stuðla að öryggi í umferðinni. Þrátt fyrir að tilgangur saltdreif- ara sé fremur einfaldur þá er samsetning þessara tækja held- ur flóknari. „Þetta er sjálfstæður vörubíll sem tekur á sig dreifara. Hægt er að setja hann á pall eða á grind undir pallinum og tekur hann um sjö rúmmetra af salti. Inni í bílnum eru síðan stjórntæki þar sem við getum dreift saltinu mjög nákvæmlega í grömmum á fermetra og veljum við það eftir aðstæðum hverju sinni. Þetta er tölvustýrt tæki og mjög ná- kvæmt. Það er því frekar flókið að gerð þó að nokkuð einfalt sé að stýra því,“ segir Hilmar Ólafsson verktaki. „Allir dreifararnir sem við erum með dreifa líka saltpækli með. Það er blanda sem virkar mjög vel og þá er hægt að dreifa minna af salti,“ segir Hilmar og viðurkennir að saltið skemmi ef- laust vegina að einhverju leyti en bætir við að það sé þó skásta lausnin enn sem komið er. „Sand- urinn fýkur þegar það kemur rok og stíflar öll niðurföll og veldur því enn meiri skemmdum. Saltið er besti kosturinn því það fer ein- faldlega ofan í niðurföllin og svo aftur í sjóinn.“ Hilmar Ólafsson ehf. er með tólf saltdreifara fyrir Vegagerð- ina. „Reykjavíkurborg er líka með verktaka en Malbikunarstöð- in Höfði sér um að dreifa fyrir þá. Við tökum allt frá Hvalfjarðar- göngum Reykjavíkurmegin upp að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Við erum með Reykjanesbraut, Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Reykjanesbraut hina nýju í gegnum Smáralind og Suður- landsbrautina að Litlu kaffistof- unni en þar tekur Vegagerðin á Selfossi við. Við erum því með allar þessar stofnbrautir og vegi sem Vegagerðin sér um,“ útskýr- ir Hilmar áhugasamur og bætir við: „Við erum með tvær gerð- ir af saltdreifurum. Utan á ann- arri gerðinni eru 2.000 lítrar af saltpækli og um sjö rúmmetr- ar af salti en svo erum við með aðra gerð sem tekur 8.200 lítra af pækli og fimm rúmmetra af salti. Þessu blandar dreifarinn saman þegar hann dreifir og það dugar mun betur á svörtu hálkuna sem kemur til dæmis þegar rignir á haustin og það kemur nokkurs konar glerungur yfir allt. Þá leys- ist hálkan næstum því upp sam- stundis á eftir bílnum.“ Vélarnar eru danskar og keyptar frá Afl- vélum og Wendel. Fyllt er á saltið hjá Malbikunarstöðinni á Höfða og í saltskemmu Vegagerðarinn- ar í Hafnarfirði er einnig salt- og pækilstöð. Þegar tíðarfarið er líkt og verið hefur undanfarið er salti dreift allan sólarhringinn. „Við erum nokkuð margir og upp á síðkastið hafa farið á annað hundrað tonn af salti á sólarhring. Við erum að þessu yfir veturinn en svo hverf- um við til annarra starfa,“ segir Hilmar sem hefur í nógu að snú- ast við að salta vegi landsins þessa dagana. - hs Á annað hundrað tonn af salti á sólarhring Einn af saltdreifurunum hjá Malbikunarstöðinni á Höfða nýkominn til síns heima eftir annasaman dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hilmar Ólafsson dreifir salti fyrir Vegagerðina víðs vegar um höfuðborg- arsvæðið til að auka öryggi á vegum úti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nú eru strætisvagnar höfuð- borgarsvæðisins hættir að sofa í Laugarnesinu og eru fluttir upp á Hálsa, nánar tiltekið Hestháls. Af því tilefni var Jóhannes Jóhannesson, sviðs- stjóri rekstrarsviðs, tekinn tali. Jóhannes, er ekki alltaf brjálað veður þarna uppi á Hálsum? „Nei, svæðið hér er nú ekki jafn opið fyrir norðanáttinni eins og Kirkjusandurinn en þó erum við á nokkru bersvæði og klárlega fest- ir hér meiri snjó en í Laugarnes- inu.“ Verðið þið þá að byrja á að sópa snjóinn af öllum vögnum snemma á morgnana? „Nei, breytingarnar sem snúa að veðráttu og vörnum gegn henni eru miklar. Hér eru vagnarnir nefnilega allir á spena yfir nótt- ina, sem þýðir að þeir eru tengdir við loft sem heldur öllum dyrum vel þéttum og lokuðum. Áður var það þannig að ef mikið rok stóð upp á vagnhliðarnar gat verið hætta á að dyrnar opnuðust og jafnvel fennti inn. Nú eru vagn- arnir líka í sambandi við rafmagn yfir nóttina og með miðstöðina í gangi þannig að þeir eru þurrir og fínir að morgni. Á Kirkjusand- inum þurftu menn að koma um miðjar nætur til að setja vagnana í gang og í verstu vetrarveðrum voru þeir látnir ganga alla nótt- ina. Til viðbótar þessu erum við með hita í öllum plönum sem var ekki niður frá svo snjóinn tekur fyrr upp.“ Var aðstaðan sérhönnuð fyrir ykkur frá grunni? „Reykjavíkurborg á aðstöðuna og leigir okkur hana. Á þessari lóð var timbursala Sambandsins í fyrstu og svo hafði Landsvirkj- un hér geymslusvæði en borgin lagði í heilmiklar framkvæmd- ir til að fella aðstöðuna að okkar þörfum og við fluttum hingað um miðjan desember. Á lóðinni var byggð þvottastöð sem skil- ar okkur hreinni bílum og í sam- bandi við verkstæðið má geta þess að hér erum við með lyftur en niður frá vorum við bara með gryfjur þannig að það er bylting fyrir starfsmenn að vinna á sléttu gólfi við viðhald og viðgerðir. Húsnæðið er líka mun bjart- ara en við höfðum áður þannig að starfsmannaaðstaðan, sérstak- lega sú sem snýr að vagnstjórum, hefur batnað til muna. Skrifstof- urýmið er ekki allt tilbúið ennþá en verður það trúlega í mars og þá flytur skrifstofustarfsemin hing- að úr Mjóddinni. Þurfa vagnarnir að fara fyrr af stað á morgnana nú en þegar þeir voru niðri á Kirkjusandi? „Já, við erum aðeins meira út úr. Það skiptir auðvitað ekki far- þegana máli því okkar frábæru starfsmenn eru árrisulir og telja ekki eftir sér að mæta á réttum tíma en þeir þurfa vissulega að fara fyrr af stað. Það er vissulega erfiðara að halda úti vagnaflotan- um í svona vetrarveðráttu eins og nú er. Til dæmis getur verið tor- velt að komast um göturnar fyrir vanbúnum bílum. Þá á fólk auðvit- að bara að taka strætó!“ Lendið þið í að það sé ekki búið að ryðja göturnar í kringum ykkur þegar þið þurfið að leggja af stað á morgnana? „Nei, það er mjög vel hugsað um allar strætisvagnaleiðir. Þeir sem eru á ruðningstækjunum hjá borginni fá alveg súpereinkunn fyrir það.“ - gun Allir vagnarnir á spena í Árbænum Vagnarnir standa á upphituðu plani og eru tengdir lofti og rafmagni í stæðum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Húsnæðið er mun bjartara en það sem við höfðum áður,“ segir Jóhannes Jóhannes- son, sviðsstjóri hjá Strætó bs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.