Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 30
 31. JANÚAR 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Massey Ferguson er eitt þekkt- asta dráttarvélamerki heims en í ár er fyrirtækið fimmtíu ára. Í ár eru 50 ár liðin frá því að landbúnaðartækjaframleiðand- inn Massey Fergu- son varð til. Vöru- merkið hefur átt mik- illi velgengni að fagna og er eitt þekkt- asta merki heims á sínu sviði. Árið 1953 samein- uðust landbúnaðar- tækjaframleiðend- urnir Massey-Harris frá Kanada og Harry Ferguson Ltd. á Englandi í Mass- ey-Harris-Ferguson. Saga fyrirtækisins nær þó mun lengra aftur eða til ársins 1847 þegar Massey-fyrirtækið var stofnað í Ontario. Í lok 1957 var Harris-nafnið tekið út og í byrj- un ársins 1958 varð hið goðsagna- kennda vörumerki til sem sam- anstendur af þremur rauðum þríhyrningum. Útrásin hófst og verksmiðjur voru opnaðar víða um heim. Vegna harðnandi alþjóð- legrar samkeppni og minni eftir- spurnar í landbúnaðargeiranum lenti fyrirtækið hins vegar í erf- iðleikum. Yfirtökur og fjöldi sam- runa tóku við en þrátt fyrir það er Mass- ey Ferguson þekktasta dráttarvéla- merki heims og má líklega rekja það til þess að fyrirtækið setti vörur sínar fyrr á al- þjóðlegan markað en samkeppnisaðilarnir. Massey Ferguson er enn í dag einn al- gengasti og eftirsóttasti traktor í heimi. Agco, núverandi eigendur Mass- ey Ferguson, héldu upp á tímamót- in með því að afhjúpa nýja aðstöðu í Beauvais-verksmiðjunni í Frakk- landi. Hún hefur meðal annars að geyma æfingaaðstöðu, bílabraut og sýningarsal. Massey Ferguson fimmtíu ára Massey Ferguson-dráttarvélarnar eiga mikilli velgengni að fagna. Massey Ferguson traktor af elstu gerð. Rauðhyrningarnir þrír sem eru vörumerki Massey Ferguson urðu til árið 1958. VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is • velfang@velfang.is ● BENJAMIN HOLT var bandarískur uppfinningamaður sem þró- aði belti fyrir dráttarvélar. Beltin eru notuð til að dreifa þunga land- búnaðarvélarinnar til að koma í veg fyrir að hún sökkvi í aur. Í sveitinni í kringum Stockton í Kaliforníu þar sem Holt bjó var algengt vandamál að vélar sykkju ofan í jarðveginn. Beltadráttarvélarn- ar gerðu bændum fært að rækta mun meira af landinu. Holt stofnaði The Holt Manufact- uring Company snemma á tuttugustu öldinni. Eftir dauða Holts árið 1920 sameinaðist fyrirtæki hans C.L. Best Tractor og úr varð Caterpillar Tractor Co. sem nú heitir Caterpillar Inc. Gata í norðurhluta Stockton er nefnd Benjamin Holt Drive til heið- urs uppfinningamanninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.