Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 50
26 31. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Nektarflug eru nýjasta nýtt í dag. Nýlega var boðið upp á slíkt flug frá Miami á Flórída til Cancun í Mexíkó, þar sem farþegum bauðst að losa um meira en sætisólar eftir að vélin var komin í ákveðna lofthæð. Ekki er ósennilegt að þetta sé vísir að því sem koma skal enda góð hugmynd, ekki satt? Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann er flugvél full af flottum kropp- um, þrýstnum börmum og stinnum rössum. Hver myndi ekki vilja sitja í slíku flugi og njóta útsýnis- ins? Eða þar til viðkomandi kæmi auga á farþega með exem og æða- hnúta innan um kræsingarnar. Ekki bætti úr skák þegar hann fyndi skyndilega hvernig löng og þykk hár á öxlum sessunautsins strykjust við hann. Það er nefni- lega fremur hæpið að svona flug yrðu einskorðuð við eintómar fyr- irsætur og ef svo væri, væru litlar líkur á að maður kæmist sjálfur með. Þá eru óupptaldar allar skrítnu uppákomurnar sem gætu átt sér stað. Tökum mat sem dæmi. Fyrir utan það að flestir misstu líklegast matarlystina með lafði Lokkaprúð við hliðina á sér, yrðu þeir allar aldir að klára matinn sinn yrði hann borinn fram heitur. Enda fáir sem vilja taka sjensinn á að missa hann niður á sig og þurfa síðan að biðja um eitthvað kælandi. Og hvað skal segja við konuna í næsta sæti sem missir desert niður á sig en tekur ekki eftir því: „Fyrirgefið, frú mín góð. Svo virðist sem þér hafið misst eitthvað niður á milli brjóstanna.“ Hvernig ætli sé svo best að beygja sig eftir einhverju sem maður missti niður á gangveginn án þess að valda uppþoti? Eða lauma út einum nettum án þess að undir taki í allri vélinni? Og hvern- ig á eiginlega að halda andliti ef vél full af strípalingum lendir í ókyrrð? Nei, er þá ekki bara betra að vera áfram í fötunum og njóta frelsisins, matarins og útsýnisins upp á gamla mátann? STUÐ MILLI STRÍÐA Nakinn með Brad Pitt, Angelinu Jolie … og Ron Jeremy ROALD VIÐAR EYVINDSSON ER AÐ HUGSA UM AÐ BÓKA FAR MEÐ NEKTARFLUGI ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Nú er hætta á því að við verðum fórnarlömb hryðjuverka þessara bölvuðu hálfvita! Það er ógn sem ég hef þurft að búa við bróður- partinn úr lífi mínu! Ég held að ég hafi meira að segja einhvern tíma hitt dömu sem hét Osama! Jáá... Þessi sem hafði prjónað sér kjól úr gaddavír? Man eftir henni! Charming! Sko, Pierce... Áður en þú ræðst á gítarinn minn skaltu leggja þetta á minnið. Þetta er ekki bara hljóðfæri. Þetta er fram- lenging af sálu minni Þetta er miðillinn sem ég tjái mig í gegnum. Hann þarf að umgangast með sömu virðingu og þú myndir sýna eigin líkama. Ókei. Ef ég vissi lottótölurnar, heldurðu að ég væri þá enn þá að vinna við þetta? Mjási! Á morgun er dagur jarðarinnar! Jábbs! Dagur þar sem við eigum að minnast þess hversu viðkvæm þessi stórkostlega pláneta okkar er, og skuldbindum okkur til að vernda fegurð hennar og velferð. Jábbs! Ég mun tipla á tánum allan daginn. Jæja, þetta var síðasti pelinn af móðurmjólk úr ísskápnum Hvað eigum við að gera ef hún kemur ekki heim bráðum? Láttu þér ekki detta það í hug! Rop! ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Hitablásarar Hinir einu sönnu hitablásarar SENDU JA WHF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir t vo, tölvueikir, DVD myndir, varningur tengdur myndinni o g margt fleira! SMS LEIKU R FRÁ GAURNUM SEM FÆRÐI ÞÉR KNOCKED UP OG SUPERBAD FRUMSÝND 1. FEBRÚAR Vin ni ng ar ve rð a a fh en di r h já BT Sm ár ali nd . K óp av og i. M eð þ ví að ta ka þ át t e rtu ko m in n í SM S k lú bb . 9 9 k r/s ke yt ið. ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS Leikir Skemmtun NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.