Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 56
32 31. janúar 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@ Þeir eru eflaust margir sem hafa strengt þess heit að borða meira af grænmeti og ávöxtum á nýju ári. Salöt með mat eru vel til þess fallin að fá hollustu í mataræðið, en heilinn þreytist fljótt á tómötum og gúrkum. Marentza Poulsen er hafsjór fróðleiks um hvernig má gera salötin meira spennandi fyrir bæði augu og maga. „Allt grænt salat er gott með góðri dressingu, en svo er einnig gott að blanda ávöxtum saman við það,“ bendir hún á. Marentza notar oft og tíðum granatepli, sem sjá salatinu bæði fyrir ferskleika og eru þar að auki mikið augnayndi. „Afhýtt mangó, skorið í strimla eða teninga, og ferskar gráfíkjur í bátum er líka tilvalið í salatið, og bæði gott og fallegt,“ segir hún. Radísur í þunnum sneiðum, og fínt skorið rauðkál fer líka vel í grænt salat. „Appelsínur í teningum eru mjög góðar, og líka ferskar ferskjur í bátum. Flott salat sem ég er oft með er blanda af grænu salati, ferskjum, mozzar- ellaosti í sneiðum, hráskinku og basilíku,“ útskýrir Marentza. Hægt er að lífga enn frekar upp á salötin með því að strá ristuðum hnetum yfir það, eða brauðteningum sem hefur verið velt upp úr bragð- bættri olíublöndu. „Mér þykir líka bæði fallegt og gott að blanda kryddjurtum, eins og kóríander og myntu, saman við salat,“ bendir Marentza á. Landsmenn ættu því að geta leyft gúrkunni að hvíla sig aðeins og róa á ný mið í salatgerðinni. - sun Granatepli og fíkjur í salatið SPENNANDI SALÖT Marentza Poulsen lumar á ýmsum ábend- ingum til að gera salöt áhugaverðari fyrir bæði augu og munn. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Léttu þér lundina... ...í snjó og vetrarmyrkri með eitt stykki mímósu. Kampavín og appelsínusafi getur gert ótrúlegustu hluti fyrir þungt vetrarskap, enda mikill sumarkeimur af þeim ágæta kokkteil. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað á veitingastaðnum Gló. Staðurinn, sem leggur mikið upp úr lífrænu og hollu fæði, hefur stækkað við sig með sal sem tekur um 35 manns í sæti. „Núna höfum við huggulega aðstöðu til að taka að okkur mannfagnaði. Um leið og við opnuðum vorum við farin að fá beiðnir um að taka að okkur afmælisveislur, stúdentsveislur og fleira, sem var eitthvað sem við sáum ekki fyrir,“ segir Guðlaug Pétursdóttir, sem á staðinn ásamt manni sínum, Guðna Gunnars- syni. Á prjónunum er einnig lengdur afgreiðslutími, sem mun breytast upp úr 1. mars, að sögn Guðlaugar. „Þá ætlum við að hafa opið til hálf átta, svo að fólk geti auðveldlega komið við og tekið með sér mat heim. Núna er opið til klukkan sex, en við höfum tekið á móti stærri hópum á kvöldin. Þá kemur fólk og borðar góðan mat, og biður jafnvel um fyrirlestur frá Guðna,“ útskýrir Guðlaug. Gló hefur nú einnig opið frá 10 til 15 á laugar- dögum, og segir Guðlaug mikið um að fólk leggi leið sína á veit- ingastaðinn til að borða góðan mat í góðum félagsskap. Nýfengið vín- veitingaleyfi býður svo einnig upp á að gestir geti dreypt á eins og einu hvítvínsglasi með matnum. Gló er til húsa í Listhúsinu að Engjateigi. Nánari upplýsingar er að finna á glo.is. - sun Breytingar á Gló Þrátt fyrir nafnið er rótarbjór ekki áfengur, heldur algjörlega óáfengur gosdrykkur. Mörg- um finnst rótarbjór vond- ur – „eins og að drekka tannkrem“ er algeng nið- urstaða Íslendinga. Mest er drukkið af rót- arbjór í Bandaríkjunum. Rótarbjórinn á þó ekki roð í aðra gosdrykki þar og er bara 3 prósent af gos- drykkjamarkaðinum. Einnig eru fáanleg afbrigði af rótarbjór í Kanada, Ástralíu og víða í Asíu, en Evrópubúar hafa ekki kveikt á perunni enn. Eins og nafnið bendir til er helsta bragðefni rótarbjórs rætur, nánar tiltekið rætur trjátegund- anna sassafras og sarsap- arilla, en ýmsum bragð- efnum eins og vanillu, lakkrís, anís og múskat er bætt við. Rótarbjór er fáanlegur í „létt“ útgáf- um og með og án koffíns. Rótarbjór er ekki seld- ur á Íslandi nema á amer- ískum dögum í Hagkaup- um einu sinni á ári. Síðast kláruðust birgðirnar upp á hvílíkum methraða, einum degi, að það er spurning hvort Hagkaup ætti ekki að bjóða upp á þessa vöru allt árið um kring. Fjölbreyttur rótarbjór GLÓ Á LAUGARDÖGUM Breytingar hafa átt sér stað á veitingastaðnum Gló. Hann er nú einnig opinn á laugardögum fyrir þá sem vilja hefja helgina á lífræn- um og hollum mat. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hvaða matar gætirðu síst verið án? Það er sushi. Ég borða mikið af því, þegar ég fæ tækifæri til. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Það er held ég síðasta jólamáltíð, sem ég borðaði í Valencia á Spáni. Hún var heimalöguð og það var allt svakalega gott. Það sem mér fannst best var skoskur krónhjörtur og alveg geðveik sósa. Ég veit ekki hvort þetta var svona gott af því að við vorum svona langt í burtu, en þetta var alveg meiri háttar máltíð. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Já. Súrmatur. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Það er pestóið sem ég geri, besta pestó í heimi. Ef ég vil ná einhverju fram gef ég fólki pestóið mitt og það fær matarást á mér um leið. Ég nota ýmislegt í það sem er ekki í hefðbundnum uppskriftum, en ég mun sko ekki segja frá því. Það verður leyndarmál áfram. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ég fæ mér ávaxtasmoothie, drekk sojamjólk og borða meira prótín og minna kolvetni. Maður veit að manni líður betur af því, þó maður fari ekki alltaf eftir því. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Það er alltaf til mjólk, ostur og pepperóní, en það er reyndar bara fyrir son minn. Fyrir mig er hins vegar alltaf til sojamjólk og djús. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Þar kæmist maður væntanlega í hráan fisk, svo ég gæti borðað sushi alla daga. Svo væri flott að hafa með sér nautakjöt til að geta fengið sér eina góða blóð- uga steik inn á milli. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Ég er svo opin fyrir nýjungum að ég man hreinlega ekki eftir neinu. Það er ekkert sem hefur verið það skrítið að það sitji í mér. MATGÆÐINGURINN HERA ÓLAFSDÓTTIR, LEIKSTJÓRI OG FRAMLEIÐANDI Besta pestó í heimi er leynivopnið Karl Eiríksson þekkir grænmetisfæði inn og út. Hann og kona hans, Val- entína Björnsdóttir, eiga og reka Móður náttúru og slá ekki heldur slöku við í eldhúsinu heima við. „Við höfum bæði alveg svakalega mikinn áhuga á mat og mér finnst alltaf jafn gaman að elda,“ segir Karl, sem lætur lesendum Frétta- blaðsins í té uppskriftir sem eiga rætur sínar að rekja til ind- verskrar matarhefðar. „Þetta er gott, hollt og þar að auki ódýrt hráefni. Það þarf nefnilega alls ekki að verða mjög dýrt að elda svona veislumat,“ segir Karl. „Ég valdi líka linsurétt af því að þær eru hvað einfaldastar af baunun- um. Þær þurfa ekki að liggja í bleyti og þær rauðu eru fljótar að sjóða. Þetta er svona hjól með hjálpardekkjum fyrir þá sem eru að byrja,“ segir hann og hlær við. Karl og Valentína bjóða upp á námskeið fyrir áhugafólk um matreiðslu grænmetisrétta. „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir fjór- um árum og höfum varla haft tíma í námskeiðin síðan. Nú höfum við meira svigrúm,“ segir Karl. „Við höfum orðið vör við mik- inn áhuga á þessu, en líka að margir eru svolítið hræddir við að byrja,“ bætir hann við. Fjögur námskeið eru fram undan í febrú- ar, og er frekari upplýsingar að finna á síðunni modirnattura.is. Tveir nýir réttir úr smiðju Karls og Valentínu munu svo rata í búðir undir merkjum Móður náttúru í vikunni, en þessir réttir eru unnir í samvinnu við næring- arfræðing. Hér er um að ræða einstakl- ingsrétti með hýðishrísgrjónum, annan með tikka masala og hinn með thai-karríi handa þeim sem vilja hollan skyndibita. Dal: Sjóðið linsur með salti, tur- meriki og chili-dufti í 25 mín. Steikið lauk í olíu ásamt hvítlauk og engiferi. Bætið tómati og sítr- ónusafa út í og blandið vel saman. Soðnum linsum hrært saman við og fersku kóríander stráð yfir. Kartöfluklattar: Stappið kartöfl- ur. Hrærið öllu hráefni nema eggi saman við með sleif. Mótið litla klatta og veltið upp úr eggi. Steikið á heitri pönnu í um 2 mín- útur á hvorri hlið. Indverskt í eldhúsi Karls HOLLT, GOTT OG ÓDÝRT Karl Eiríksson segir það mikinn misskilning að veislumál- tíðir kalli endilega á rándýrt hráefni. Hann býður upp á hollan og góðan indverskan veislumat. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DAL 2 ½ rauðar linsur 1 tsk salt ½ tsk turmerik ½ tsk chiliduft 7 ½ dl vatn 4 msk. matarolía 1 stór laukur fínt skorinn 1 hvítlauksrif 1 tsk. rifin engiferrót 1 tómatur skorinn í bita 2 msk. sítrónusafi 1 tsk. garam masala 2 msk. ferskur kóríander KARTÖFLUKLATTAR Olía til steikingar 500 gr soðnar kartöflur flysjaðar 1 tsk. chilli 1 tsk. kóríanderduft ½ tsk. kardimommuduft 1 msk. tómatpúré ½ bolli frosnar grænar baunir 2 msk. ferskur kóríander saxaður 2 tsk. salt 1 egg hrært G O T T F O L K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.