Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 62
38 31. janúar 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Harðjaxlinn Heiðar Helguson er kominn á fullt hjá Bolton í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa jafnað sig á erfiðum ökklameiðslum sem hafa haldið honum frá keppni síðan í lok ágúst á síðasta ári. Heiðar var í leikmannahópi Bolton gegn fyrrum félagi sínu Fulham í fyrrakvöld og spilaði síðustu sjö mínútur leiksins. „Það er bara mjög jákvætt að vera kominn aftur á fullt skrið enda heldur betur kominn tími til,“ sagði Heiðar sem var aðeins búinn að leika þrjá leiki og skora eitt mark fyrir Bolt- on þegar meiðslasagan byrjaði. „Þetta var nú ekki alveg sú byrjun sem ég var að vonast eftir hjá Bolton, en svona er þetta stundum í fótboltanum. Þú veist aldrei hvað gerist næst. Aðgerðin átti í sjálfu sér ekki að vera neitt flókin og læknarnir áttu ekki von á því að ég yrði lengur frá en í rúman mánuð. Þannig að sá tími umfram það var óneitanlega mjög pirrandi en það var bara ekkert að gera í stöð- unni en að halda áfram og gera allt sitt til þess að koma sterkur til baka.“ Heiðar vonast eftir því að fá tækifæri með liðinu á næstunni. „Það er eitt að meiðast fljótlega eftir að maður fer að leika með nýju félagi en annað ef það sé skipt um knattspyrnustjóra einnig. Ég hef náttúrulega þannig séð ekki mikla reynslu af Gary Megson sem knattspyrnustjóra enn sem komið er, en er búinn að vera að æfa 100% með liðinu í janúar og það er vissulega jákvætt að hafa verið valinn í leikmanna- hópinn gegn Fulham og fá að spila nokkrar mínútur,“ sagði Heiðar en breskir fjölmiðlar hafa reyndar sagt Bolton ætla að kaupa nýjan framherja eftir að Nicolas Anelka yfirgaf félagið. „Það gæti vissulega haft einhver áhrif á stöðu mína hjá Bolton ef nýr framherji kæmi til félagsins á næstu dögum. Því ef Megson kaupir framherja sem kostar mikinn pening í janúarglugganum, þá liggur það í augum uppi að hann mun spila honum til þess að réttláta kaupin. Hvað sem verður, þá veit ég það alla vega að það er undir mér komið að grípa tækifærið þegar það gefst,“ sagði Heiðar að lokum. HEIÐAR HELGUSON, BOLTON: KOMINN Á FULLT EFTIR AÐ HAFA VERIÐ LENGI FRÁ VEGNA MEIÐSLA Verð að grípa tækifærið er það gefst > Forföll í landsliðinu Sex leikmenn íslenska landsliðsins hafa boðað forföll í æfingamótinu sem hefst um helgina. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi 30 leikmenn í landsliðshópinn en nú standa aðeins 24 eftir. Veigar Páll Gunnarsson, Kristján Örn Sigurðsson, Matthías Guðmundsson og Jóhannes Karl Guðjónsson eru allir meiddir en þeir Grétar Rafn Steinsson og Ólafur Ingi Skúlason fengu báðir frí frá þessu verkefni. Fyrsti leikur liðsins verður á laugardaginn klukkan 14.00 þegar leikið verður við Hvít- Rússa. Á mánudaginn verður leikið við heimamenn á Möltu og Armenar verða mótherjarnir miðvikudaginn 6. febrúar. HANDBOLTI Leit HSÍ að arftaka Alfreðs Gíslasonar er í fullum gangi þessa dagana. HSÍ er að skoða sína valmöguleika um þess- ar mundir og athuga áhuga þjálf- ara á starfinu. Eins og fram hefur komið útilokar HSÍ ekki að ráða erlendan þjálfara og er þegar byrjað að þreifa fyrir sér á þeim vettvangi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er einn af þeim mönnum sem HSÍ er að athuga um þessar mundir Svíinn Magnus Anders- son. Hann er hluti af gullaldarliði Svía, gríðarlega öflugur og útsjón- arsamur miðjumaður. Hann þjálf- ar danska félagið FCK um þessar mundir en með því leikur lands- liðsmaðurinn Arnór Atlason. Fréttablaðið hafði samband við Andersson í gær vegna málsins og hann þvertók með öllu að ræða málið. Vildi hvorki játa því né neita að hafa rætt við HSÍ. Fréttablaðið talaði í gær við fjölda erlendra þjálfara, sem það taldi koma til greina hjá HSÍ, um íslenska landsliðið og hvort HSÍ hefði haft samband við þá. Meðal þeirra sem hringt var í eru fyrrum félagar Andersson úr landsliðinu - þeir Mats Olsson og Per Carlén - en þeir höfðu ekki heyrt í HSÍ og vildu lítið tjá sig um hvort þeir hefðu áhuga á íslenska landsliðinu ef til þeirra væri leit- að. Olsson er að þjálfa portúgalska landsliðið en Carlén þjálfar Malmö í Svíþjóð. „Magnus er stórgóður þjálfari. Hann er meiri sérfræðingur í sóknarleik en varnarleik líkt og hann var sem leikmaður. Hann var frábær leikmaður og er enn góður. Það er hálfvandræðalegt þegar hann er með á æfingum. Hann er með miklar og góðar pælingar,“ sagði Arnór Atlason, lærisveinn Anderssons hjá FCK, um þjálfar- ann sinn. „Hann er ekki mjög harður þjálfari. Hann er mikill félagi og ef ég ætti að segja eitthvað nei- kvætt um hann þá er það að hann sé helst til of linur. Hann er ekki mikill harðstjóri en ég hef samt ekkert nema gott um hann að segja.“ Hinn 41 árs gamli Andersson á ákaflega glæstan feril sem leik- maður. Hann spilaði 307 landsleiki fyrir Svíþjóð og skoraði í þeim 922 mörk. Hann varð tvisvar heims- meistari með Svíum, þrisvar Evr- ópumeistari og fékk þrjú silfur á Ólympíuleikunum. Hans fyrsta þjálfarastarf var hjá sænska liðinu Drott árið 2001 en hann gerði Drott að meisturum á fyrsta ári sínu með liðið. Hann var þar til ársins 2005 er hann fór til FCK í Danmörku og hver veit nema hann fari næst til Íslands? henry@frettabladid.is Andersson á lista HSÍ Svíinn Magnus Andersson er á meðal þeirra þjálfara sem HSÍ er með á lista í leit sinni að arftaka Alfreðs Gíslasonar. Andersson er margreyndur sænskur landsliðsmaður sem þjálfar Arnór Atlason og félaga í FCK um þessar mundir. Á FERÐINNI MEÐ LANDSLIÐINU Andersson, sem er einn besti miðjumaður síðustu ára, sést hér í landsleik með Svíum gegn Frökkum árið 2000. Hann glímir þarna við annan af betri miðjumönnum síðustu áratuga, Jackson Richardson. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Iceland Express-deild kvk: Keflavík-KR 97-87 Stig Keflavíkur: Kesha Watson 28, Susanne Biemer 18, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 14 (7 frák.), Birna Valgarðsdóttir 9, Pálína Gunn- laugsdóttir 9, Margrét Kara Sturludóttir 5 (9 frák. 5 stoðs.), Ástrós Skúladóttir 2, Rannveig Randversdóttir 2. Stig KR: Monique Martin 46 (12 frák.), Sigrún Ámundadóttir 18 (12 frák.), Guðrún Ámunda- dóttir 5, Hildur Sigurðardóttir 4 (6 stoðs.), Helga Einarsdóttir 4, Rakel Viggósdóttir 1. Grindavík-Haukar 80-66 Stig Grindavíkur: Tiffany Roberson 25 (20 frák.), Petrúnella Skúladóttir 14, Ingibjörg Skúladóttir 11 (öll í 2. leikhluta), Jovana Lilja Stef- ánsdóttir 9 (5 stoðs.), Joanna Skiba 7 (11 stoðs.), Íris Sverrisdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4, Ólöf Helga Pálsdóttir 4 (7 stoðs.). Stig Hauka: Kiera Hardy 22 (10 frák.), Kristrún Sigurjónsdóttir 12, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11 (13 frák.), Unnur Tara Jónsdóttir 11, Kristín Fjóla Reynisdóttir 4, Sara Pálmadóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 2, Ösp Jóhannsdóttir 2. Enska úrvalsdeildin: Chelsea-Reading 1-0 1-0 Michael Ballack (32.). Derby-Man. City 1-1 1-0 Sun Jihai, sjm (46.), 1-1 Daniel Sturridge (63.). Everton-Tottenham 0-0 Man. Utd.-Portsmouth 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (10.), 2-0 Cristiano Ronaldo (13.). West Ham-Liverpool 1-0 1-0 Mark Noble, víti (90+3). ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI KSÍ hefur mikinn áhuga á að fjölga konum í dómgæslu og hefur af því tilefni ákveðið að halda dómaranámskeið eingöngu fyrir konur. Það er stefna hjá FIFA að konur dæmi alla kvenna- leiki á vegum þess Námskeiðið verður sunnudag- inn 24. febrúar. Á heimasíðu KSÍ kemur fram áskorun þar sem allar konur sem hafa áhuga á þessum málaflokki eru hvattar til að mæta. Þær sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu geta sent póst á magnus@ksi.is. - óój KSÍ flautar á konurnar: Komið að dæma FÓTBOLTI Fimm leikir fóru fram í ensku úrvals- deildinni í gærkvöldi. Gott gengi Man. Utd og Chelsea hélt áfram en Liverpool missteig sig enn og aftur gegn West Ham. Það tók Man. Utd ekki langan tíma að afgreiða Portsmouth. Portúgalska undrabarnið Cristi- ano Ronaldo kom United yfir eftir aðeins tíu mínútna leik er hann slapp í gegnum vörn Portsmouth og lagði bolt- ann lag- lega á nær- stöngina, framhjá David James, markverði Portsmouth. Aðeins þrem mínútum síðar skoraði Ronaldo eitt af mörkum ársins er hann klíndi bolt- ann í samskeytin beint úr aukaspyrnu. James gat ekkert annað en fylgst með og dáðst að skoti Portúgalans. Hermann Hreiðarsson byrjaði á bekknum hjá Portsmouth en kom inn í hálfleik fyrir Sylvain Distin. Ívar Ingimarsson var í liði Reading sem tapaði fyrir Chelsea en Brynjar Björn gat ekki spilað vegna meiðsla. Vonbrigðatímabil Liverpool hélt síðan áfram en liðið tapaði fyrir West Ham á Upton Park. Mark Noble skoraði sigurmarkið úr víta- spyrnu í uppbótartíma eftir að Jamie Carragher hafði brotið klaufalega á Freddie Ljungberg - hbg Fimm leikir í ensku úrvalsdeildinni - Man. Utd og Chelsea gefa ekkert eftir: Ronaldo sá um Portsmouth MARK Michael Ballack skorar hér fyrir Chelsea. Ívar Ingimarsson á enga möguleika á að stöðva Þjóð- verjann. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES ÓTRÚLEGUR Cristiano Ronaldo afgreiddi Port- smouth í gær með tveim lag- legum mörkum á þriggja mínútna kafla. NORDIC PHOT- OS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Keflavík og Grindavík unnu bæði örugga sigra í leikjum sínum í Iceland Express-deild kvenna í gær og sitja þar með hlið við hlið á toppi deildarinnar þegar þau mætast í undanúrslitum Lýsingarbikars kvenna á sunnu- dagskvöldið. Grindavík vann 14 stiga sigur á Haukum, 80-66, þar sem Grinda- víkurstúlkur lögðu grunninn að sigrinum með góðum endakafla á fyrri hálfleik (enduðu hann 12-3) og frábærri byrjun á fjórða leikhluta þar sem Grindavík breytti stöðunni úr 55-50 í 74-54 á þremur og hálfri mínútu. Bestar hjá Grindavíkur voru: Tiffany Roberson sem fór hamförum í fyrri hálfleik þar sem hún var með 17 stig og 15 fráköst (af 25 stigum og 20 fráköstum). Ingibjörg Jakobsdóttir sem skoraði 11 stig í öðrum leikhluta en spilaði aðeins í tvær mínútur utan hans og Petrúnella Skúladótt- ir sem skoraði 8 stig á kaflanum í upphafi lokaleikhlutans. Haukaliðið virkaði bensínlaust, Kiera Hardy byrjaði vel og skoraði 14 stig í 1. leikhluta en hitti síðan aðeins 4 af síðustu 18 skotum sínum þar sem hún hékk á boltanum og stoppaði allt flæði í Haukasókninni sem komst lítið áfram gegn Grindavík í seinni hálfleik. Keflavík vann tíu stiga sigur, 97-87, á KR en Keflavíkurliðið var með frumkvæðið eftir góðan sprett í lok fyrsta leikhluta þar sem liðið skoraði 17 stig gegn 8 og komst 27-21 yfir. Keflavík var 53- 42 yfir í hálfleik og var komið 22 stigum yfir um miðjan fjórða leikhluta, 93-71, en KR-liðið lagaði stöðuna í lokin. Monique Martin sem setti stigamet þegar hún skoraði 65 stig í síðasta leik liðanna skoraði „aðeins“ 46 að þessu sinni. - óój Iceland Express-deild kvenna: Öruggir sigrar KEYRT AÐ KÖRFU Ólöf Helga Pálsdóttir sækir hér að körfu Haukastúlkna í gær. MYND/VÍKURFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.