Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 68
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Ólafs Sindra Ólafssonar Sigmund Freud lýsti eitt sinn samskiptum sínum við sjúkling sem hann nefndi Rottumanninn. Þannig var, að þegar Rottumaður- inn var ungur, tók faðir hans sig eitt sinn til og misþyrmdi honum heift- arlega. Í stað þess að taka barsmíð- unum þegjandi fylltist hinn verð- andi Rottumaður heilagri bræði og jós svívirðingum yfir föður sinn á milli högga. En þar sem hann var ungur og óflekkaður kunni hann engin ljót orð. Hann greip því til þess sem var nærtækast og kallaði föður sinn nöfnum alls þess sem hendi var næst: „Lampinn þinn! Handklæðið þitt! Diskurinn þinn!“ VIÐ horfðum á Rottumanninn end- urfæðast í beinni útsendingu frá Ráðhúsinu um daginn. Vildarvin- irnir Villi og Óli höfðu í sameiningu áttað sig á því að hvorugur hafði nokkru að tapa og ákveðið að fara út með hvelli. Fórnarlömb leikflétt- unnar sendu út fjöldapóst til ungl- inga og bentu á að réttast væri að mæta á staðinn í heiftúðugu skapi og láta heyra í sér. Einhverjir mættu. STEMNINGIN varð fljótt eins og á kappleik. Það var baulað og púað og klappað og hlegið. Örfáum var verulega misboðið, langflestum þótti æðislega gaman. Nema hvað, þá kemur hápunkturinn. Kvisling- urinn Óli kemur í pontu og nú skap- ast gott tækifæri til að þeyta á hann eins og einu pereati. Aldrei fyrr hefur nokkur maður legið jafn vel við höggi og allar aðstæður voru sem ákjósanlegastar til að skapa ódauðlega svívirðingu. Spennan magnaðist og ég sat bísperrtur á sætisbrúninni minni heima og hækkaði í sjónvarpinu. OG þá gerðist það. Af öllum full- trúum móðgaðra þurfti Rottumað- urinn að taka af skarið. Ekki Hörð- ur Torfa sem hefði getað snarað saman ádeilukvæði á staðnum, ekki Dr. Gunni sem orti um Gamla góða Villa með hártoppinn sinn og geð- sjúklinginn. Nei, það var Rottumað- urinn, ísmeygilegt langleitt gerpi, sem tróð sér fram og hrópaði: „Þú ert ekki fokking borgarstjóri!“ Fag- urfræðilegt jafngildi þess að hrópa „Púltið þitt! Tjörnin þín! Jakkafötin þín!“ Þvílíkt andstyggðar antík- læmax. STJÓRNMÁLIN verða æ grárri. Meira að segja á mestu umbrota- tímum í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur er eins og allir stjórn- málamennirnir sem koma við sögu séu í gruggugu geðlyfjamóki. Hvergi púls. Múlbundnir og tenntir varnöglum hliðra þeir sér við að taka slaginn. Kalla frekar á krakk- ana sína. Og í róstum reynslulausra hlýtur Rottumaðurinn að skjóta upp skottinu. Rottumaðurinn Í dag er fimmtudagurinn 31. janúar, 31. dagur ársins. 10.13 13.41 17.10 10.11 13.26 16.41 Gríptu augnablikið og lifðu núna Nú hefur Vodafone stórlækkað verð á símtölum til og frá Evrópu. Öll lönd Evrópusambandsins og EES, auk Færeyja og Sviss, eru orðin eitt gjaldsvæði og nemur lækkunin um og yfir 50%! Fyrir þá sem eru mikið á ferð og flugi hentar vel að skrá sig í Vodafone Passport, en þá talar þú á sama mínútuverði og á Íslandi gegn vægu upphafsgjaldi. Kynntu þér málin á www.vodafone.is áður en þú skellir þér til Evrópu. Vodafone er einfaldlega rétti ferðafélaginn fyrir þig. Frábær ferðafélagi F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.