Fréttablaðið - 01.02.2008, Side 1

Fréttablaðið - 01.02.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 1. febrúar 2008 — 31. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG KÓPAVOGUR Síðasti vetur Gust- ara í Glaðheimum Sérblað um Kópavog FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG JÓN STEFÁNSSON Heldur árlega sjötíu manna þorraveislu matur Í MIÐJU BLAÐSINS HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri við Lang- holtskirkju, er hrifinn af þjóðlegum mat sem hann verkar í stórum stíl á háaloftinu hjá sér. Í kringum þorrann heldur hann árlega fjölmennt þorrablót og býður meðal annars upp á þurrkað svínalæri. É sjötíu manna þorraveislu sem ég verð næst með um miðjan febrúar.“Jón súrsar allan þorramatinn sjálfur og er með átta- tíu lítra súrtunnu með blóðmör, lifrarpylsu, bringu- kollum og ýmsu fleiru. Háaloftið hjá Jóni er óeinangr að en þar hefur hann útbúið aðstöð„Þar han i Enginn skyndibiti Jón sker hér væna flís af þurrkuðu svínalæri sem hefur fengið að hanga í ein tvö ár. Á borðinu er einnig taðreykt sauðalæri úr Mývatnssveit. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ráðlagður dagskammtur er matsölustaður í Álfheim-um þar sem hægt er að koma við og kaupa kvöldmat á virkum dögum. Boðið er upp á hollan heimilismat og alla daga er hægt að velja á milli kjöt-, fisk- og grænmetisrétta. Sjá www.dagskammtur.is. Lífræn jógúrt frá Bíóbú er mild og góð jógúrt sem fæst í ýmsum bragðtegundum. Jógúrtina má líka fá hreina og er hún þannig tilvalin í ýmsar sósur með alls konar holl-um réttum. Múlakaffi býður upp á saltkjöt og baunir á sprengi-daginn að venju en hann er á þriðjudaginn næsta. Tilvalið fyrir þá sem vilja halda í hefð-irnar en hafa ekki allan þann tíma sem tekur að elda herlegheitin. Sýning og kynning á keppendumverður Fö d ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ ÍSNOCROSS Aðgangseyrir 1.000 kr. Frítt fyrir 14 ára og yngri. Fyrsta umferð verður haldin í Motocrossbrautinni í Bolöldu Laugardaginn 2. Febrúar kl. 13.00.(við Litlu Kaffi stofuna) Ármúla 42 · Sími 895 8966 Lærðu kínversku áskemmtilegan hátt Nýtt námskeið byrjar 3. febrúar Fyrir alla aldurshópa Glaðheimar kvaddirHestamenn í Kópavogi njóta nú síðasta vetrarins á gamla félagssvæðinu í Glaðheimum. BLS. 2 OG 4 FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON kópavogurFÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 Suharto Fyrrverandi forseti Indónesíu hefur ekki hlotið verðskuldaðan sess í mannkynssögubókum að mati Sverris Jakobssonar, sem rifjar upp blóði drifna sögu Suharto. Í DAG 22 Lýsir upp sviðið Páll Ragnarsson ljósa- meistari hefur lýst upp sviðið í Þjóðleikhúsinu í 40 ár. Nú lætur hann til sín taka í Íslensku óperunni. TÍMAMÓT 24 Hugsar út fyrir rammann Hanna Stína Ólafs- dóttir innanhússarki- tekt hefur náð langt á sínu sviði. FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur Hanna Stína er eftirsóttur innanhúss- arkitekt: FÖSTUDAGUR1. FEBRÚAR 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR topp 10 NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR opnar barnavöruverslun ELLÝ ÁRMANNS aftur á skjáinn FÖSTUDAGUR Götumarkaður! Opið 10–19 í dag Bergstaðastræti 37 Sími 552 5700 holt@holt.is - www.holt.is Bergstaðastræti 37 s. 552 5700 holt@holt.is www.holt.is NÝTT ELDHÚS MEÐ BREYTTUM ÁHERSLUM Logi vinsælastur Logi Bergmann Eiðsson er vinsæl- asti sjónvarps- maður landsins samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. FÓLK 42 SKIPULAGSMÁL Langstærsta ein- býlishús landsins er nú í byggingu í Mosfellsdal. Það verður 1.476 fermetrar. Guðbergur Guðbergsson, fast- eignasali í Remax Bæ, byggir húsið ásamt eiginkonu sinni, Krist- ínu Birnu Garðarsdóttur. Hún starfar einnig hjá Remax. Þau eiga tvö börn á framhaldsskóla- aldri. Einbýlishús hjónanna verður rúmum 600 fermetrum stærra en stærsta einbýlishúsið í dag sem er 871 fermetri og stendur við Sunnu- flöt í Garðabæ. „Við ákváðum að byggja nákvæmlega eins hús og okkur langaði í,“ segir Guðbergur sem þó tekur fram að ætlunin hafi alls ekki verið að byggja svo stórt hús. Það hafi reyndar átt að vera helm- ingi minna, eða 738 fermetrar. „Húsið átti að vera á einni hæð og var hannað þannig en það þurfti að grafa svo djúpt fyrir grunnin- um að við ákváðum að hafa kjall- ara,“ segir Guðbergur. Hús Guðbergs og Kristínar stendur við götuna Roðamóa. Þar hafa verið deiliskipulagðar nokkr- ar lóðir af sömu stærðargráðu þótt ekki stefni í að hús á þeim lóðum verði nærri eins stórt og hús hjón- anna. Haraldur Sverrisson, bæjar- stjóri í Mosfellsbæ, segir upp- byggingu í þessum stíl komna í biðstöðu vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar sveitarfélagsins af vegagerð og fráveitulögnum. - gar Reisir 1.476 fermetra einbýli í Mosfellsdal Eigandi fasteignasölunnar Remax byggir langstærsta einbýlishús landsins í Mosfellsdal. Bílskúrinn einn er 250 fermetrar. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir uppbyggingu á risalóðum í biðstöðu vegna kostnaðar sveitarfélagsins. FROSTHÖRKUR - Í dag verða leifar af norðan strekkingi austan til, annars hægari. Él norðan til og austan en bjart með köflum syðra. Frost 8-20 stig, kaldast til landsins og á hálendinu. VEÐUR 4        HÖNNUN Skakkaföll fjárfestinga- fyrirtækisins Gnúps hafa víðtæk áhrif. Þar á meðal mun félagið ekki flytja inn í nýjar höfuðstöðv- ar sem verið var að innrétta við Borgartún 26. Nýtt fyrirtæki hefur leigt húsnæðið og hefur aðrar hugmyndir um notkun þess. Má ætla að hönnun, vinna og efniskostnaður við eitt þúsund fermetra húsnæði Gnúps hafi numið tugum milljóna króna. Að sögn hönnuðarins, Rutar Káradóttur innanhússarkitekts, var hugmyndin að ekkert minnti á skrifstofuhúsnæði heldur fremur fimm stjörnu hótel eða glæsi- heimili. - jbg / sjá síðu 42 Gnúpur segir upp húsnæði: Rándýr hönn- un á haugana ARINSTOFA GNÚPS Félagið náði ekki að flytja í nýjar höfuðstöðvar við Borgartún. KJARAMÁL Trúnaðarráð og stjórnendur Marels hafa undirritað rammasamkomulag um að félagsmenn stéttarfélaga geti fengið tíu til fjörutíu prósent af fastalaunum sínum í evrum. „Sögulegt samkomulag,“ segir Guðmundur S. Guðmundsson, aðaltrúnaðar- maður hjá Marel. „Marel er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem gerir rammasamkomulag í sátt við verkalýðshreyfinguna. Starfsmaður sem hefur starfað hjá Marel í sex mánuði getur óskað eftir því að fá hluta af launum sínum greiddan í evrum og er fyrirtækið skuldbundið til að verða við því innan fjörutíu daga. Valkvætt er hversu stór hlutinn er innan ofangreindra marka. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, kynnti samkomulagið fyrir starfsmönnum Marels í gær. Guðmundur segir að áhugi starfsmanna sé „afskap- lega mikill. Auðvitað sé brýnt fyrir mönnum að fara gætilega,“ segir hann. - ghs Marel gerir tímamótasamning við verkalýðshreyfinguna um launagreiðslur: Samkomulag um laun í evrum GLEÐI Á BESSASTÖÐUM Sigurður Pálsson ljóðskáld fagnar með eiginkonu sinni, Kristínu Jóhannesdóttur, á Bessastöðum í gær. Sigurður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir Minnisbók sína og Þorsteinn Þorsteinsson gagnrýn- andi hlaut verðlaunin í flokki fræðirita fyrir rit sitt um höfundarverk Sigfúsar Daðasonar skálds, Ljóðhús. sjá síðu 6 KAUPMANNAHÖFN Allir bláeygir menn eiga einn sameiginlegan forföður sem var uppi fyrir 6.000 til 10.000 árum síðan. Þetta eru niðurstöður erfðafræðilegrar rannsóknar vísindamannna við Kaupmannahafnarháskóla. Haft er eftir vísindamanni sem vann að rannsókninni að uppruna- lega hafi allir menn haft brún augu, á vef Science Daily í gær. Genabreytingin sem veldur bláum augum er eins í öllum tilvikum. Augnlitur frá brúnum og út í grænan skýrist af mis- miklu melaníni í augunum, en bláeygir hafa mun minna af efninu í augum sínum. - bj Dönsk erfðafræðirannsókn: Bláeygir eiga sama forföður FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.