Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 18
 1. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Búrfell, góður matur á borð 25% afsláttur Beikon bragðast alltaf vel Gríptu tækifærið og bragðbættu tilveruna með ljúffengu beikoni. Beikon gerir flesta rétti aðeins betri! Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 833 5.481 -1,09% Velta: 8.176 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 8,18 -3,88% ... Bakkavör 50,00 -2,72% ... Eimskipafélagið 32,05 -1,54% ... Exista 13,62 -2,01% ... FL Group 10,20 -7,69% ... Glitnir 19,50 -2,50% ... Icelandair 27,50 -1,61% ... Kaupþing 784,00 +1,69% ... Landsbankinn 30,80 -1,91% ... Marel 99,50 -0,10% ... SPRON 6,76 -5,59% ... Straumur-Burðarás 13,98 -1,76% ... Teymi 5,67 -3,41% ... Össur 95,20 -0,83% MESTA HÆKKUN KAUPÞING 1,69% MESTA LÆKKUN FLAGA 13,19% SLÁTURF. SUÐURL. 10,26% FL GROUP 7,69% Hagnaður Bakkavarar nam 47,4 milljónum punda, jafnvirði 6,1 milljarðs íslenskra króna, á síð- asta ári samanborið við 68,2 millj- ónir punda í hitteðfyrra. Þetta jafngildir 31 prósents lækkun á milli ára. Afkoman á lokaárs- fjórðungi er undir væntingum en afkomuhorfur ágætar, að sögn greiningardeildar Glitnis. Stjórn félagsins hefur lagt til að arðgreiðslur nemi 55 aurum á hlut sem jafngildir 55 prósentum af útgefnu hlutafé. Bakkavör keypti fimm fyrir- tæki á síðasta ári og bætti tveimur við í janúar, grænmetisframleið- anda í Kína og matvælafram- leiðslu í Bandaríkjunum. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir félagið standa frammi fyrir erfiðustu skilyrðum í áratugi en að undirstöðurnar séu traustar og uppgjörið ágætt. - jab Bakkavör undir væntingum BAKKABRÆÐUR Hagnaður Bakkavarar dróst saman um þrjátíu prósent á milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég held að á heildina litið getum við verið sátt við þetta uppgjör. Árið 2007 var umfangsmikið ár í sögu Eimskips. Veltan þrefaldað- ist, við seldum út flugreksturinn og réðumst í stórar skuldsettar yfirtökur,“ segir Baldur Guðna- son, forstjóri Eimskips, en upp- gjörsfundur félagsins var haldinn í gærmorgun. Eimskip tapaði 856 milljónum króna árið 2007 og er tapið vegna flugrekstrar sem nú hefur verið seldur frá félaginu. „Stærsta verk- efni ársins 2008 verður að ná sam- legð og samþættingu í rekstrin- um. Það er fullt verkefni að ná utan um vöxtinn.“ Baldur segir markmið Eim- skipsmanna að ná tíu prósenta innri vexti, með því að vinna úr þeim efnivið sem þegar er fyrir hendi. Frekari yfirtökur séu að óbreyttu ekki á dagskránni. - jsk Ætla að ná utan um vöxtinn Viðskiptavild Straums, tengd Burðarási, nemur 450 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. Fram kom í Vegvísi Landsbank- ans að hún næmi 450 milljónum evra. Viðskiptavild Straums er í heild metin um þriðjungur af eigin fé. Ólafur Teitur Guðnason, fjöl- miðlafulltrúi Straums, segir það áþekkt því sem finna megi dæmi um hjá viðskiptabönkunum. - ikh Króna eða evra? „Við erum mjög vel fjármagnaðir út árið 2009. Við erum með góða samsetningu á lánum á hagstæðum kjörum. Reksturinn er auk þess þannig að handbært fé frá rekstri stendur undir afborgunum, vöxtum og fjárfestingum félagsins. Félagið fjármagnar sig sjálft og það hlýtur að teljast gott hjá rekstrarfélagi,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis. Teymi skilaði 1.354 milljóna króna hagnaði í fyrra. Tekjur félagsins námu 21,5 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir nam ríflega fjórum milljörðum króna. Eiginfjárhlut- fall félagsins er 22 prósent. Innan Teymis eru til að mynda Vodafone, Skýrr, EJS og Kögun. - ikh Hagnaður hjá Teymi ÁRNI PÉTUR JÓNSSON Kynnir uppgjör Teymis fyrir árið 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hagnaður hluthafa Kaupþings á árinu 2007 nemur 70.020 milljón- um króna. Afkoman er tæpum 18 prósentum verri en árið áður þegar hagnaðurinn nam 85,3 milljörðum. Þynntur hagnaður á hlut (en þá hefur verið reiknað inn í útistand- andi hlutafé, svo sem vegna samn- inga um kauprétt) fer úr 123,4 krónum á hlut árið 2006 í 93,3 krón- ur á nýliðnu ári. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings er engu að síður ánægður með uppgjörið, þrátt fyrir að viðsnúningur á fjármálamörk- uðum hafi sett á það mark sitt. Hann segir 23,5 prósenta arðsemi eigin fjár á árinu vel viðunandi. Í kynningu á uppgjörinu í höfuð- stöðvum Kaupþings við Borgartún í gær kom fram að Hreiðar Már telur sérstakt fagnaðarefni að inn- lán sem hlutfall af heildarútlánum til viðskiptavina jukust verulega á árinu, fóru úr 29,6 prósentum í byrjun árs í 41,8 prósent við lok árs. Hann segir að haldið verði áfram að auka hlutfall innlána í fjármögnun bankans, svo sem með eflingu og frekara landnámi inn- lánastarfsemi sem rekin er á net- inu undir merkjum Kaupthing Edge. Hreiðar segir að í ljósi erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum verði áhersla bankans fremur á innri vöxt en stækkun. Engu að síður hafi bankinn augun opin gagnvart tækifærum sem upp kunni að koma. Hann segir lausa- fjárstöðu bankans góða. Í vikunni féll Kaupþing frá yfirtöku á hol- lenska bankanum NIBC. Kaupþing á laust fé til að greiða útistandandi lán í 440 daga án þess að afla fjár á mörkuðum. Þá segir Hreiðar ýmsar leiðir í fjármögnun bankans til skoðunar. Í viðtali við Markaðinn staðfesti hann einnig að í gangi væru við- ræður við fjárfesta í Katar um aðkomu þeirra að bankanum, en þar lægi ekki fyrir niðurstaða enn. Stjórn Kaupþings leggur til greiddur verði 14,8 milljarða króna arður vegna ársins 2007, eða sem jafngildi 20 krónum á hlut, eða 21 prósenti af hagnaði. olikr@frettabladid.is Kaupþing hægir ferðina að sinni Hagnaður Kaupþings 2007 nemur 70 milljörðum króna. Horft er til innri vaxtar í erfiðu markaðs- árferði. Fjárfestar í Katar sýna bankanum áhuga. Á KYNNINGU KAUPÞINGS Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri kynnti uppgjör bankans. Á fremsta bekk má sjá frá hægri Sigurð Einarsson, stjórnarformann bankans, Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs, Guðna Aðalsteinsson, framkvæmdastjóra fjárstýringar, og Ingólf Helgason forstjóra Íslandsstarfsemi bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HAGNAÐUR Á HLUT 2007 2006 Breyting 95,2 kr. 127,1 kr. -25% 93,3 kr * 123,4 kr.* -24% *Þynntur hagnaður „Ég held að uppgjörið sýni að allar fréttir af slæmu gengi okkar séu rangar,“ segir Lýður Guðmunds- son, stjórnarformaður Existu. „Verðmæti hafa sannarlega tapast, og það er slæmt.“ Hagnaður félagsins eftir skatta var tæplega 574 milljónir evra, eða sem nemur um 50 milljörðum íslenskra króna. Uppgjör fyrir síð- asta ár var birt eftir lokun mark- aða í gær. Hagnaðurinn jókst um ríflega þriðjung miðað við árið á undan. Hagnaður á hlut var 5,11 evrur, eða 448 krónur. Arðsemi eigin fjár var 23 prósent. Eigið fé nemur 2,4 milljörðum evra, eða 216 milljörðum króna. Eiginfjár- hlutfall félagsins er rétt undir þrjátíu prósentum. „Svo eigum við lausafé til 69 vikna. Þetta sýnir að viðskiptamódel okkar hefur reynst ógurlega vel á erfiðum markaði,“ segir Lýður. Í lok ársins 2007 námu heildar- eignir Existu 8 milljörðum evra eða 731 milljarði króna. Þær jukust um 82 prósent á árinu. Stærstu eignir Existu eru í Sampo, Storebrand, Kaupþingi, Bakkavör Group og VÍS. Auk þess á félagið stóran hlut í Skiptum, móðurfélagi Símans. Bakkavarar- bræður eru langstærsti hluthafinn í Existu. Félag í eigu sparisjóða á tæplega níu prósenta hlut. Þá eiga þrír lífeyrissjóðir milli fimm og sex prósenta hlut í félaginu. - ikh Eignir yfir 730 milljörðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.