Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 22
22 1. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS UMRÆÐAN Geðheilbrigði Misjöfn viðbrögð vekur hversu ánægju-legt og skemmtilegt Spaugstofumönn- um finnst að Ólafur F. Magnússon hafi átt við sársaukafull veikindi að stríða og við- leitni þeirra til að deila gleði sinni með þjóðinni allri. Í næsta þætti geta allir hlegið dátt að baráttu Margrétar Frímannsdóttur við krabbamein eða skemmt sér með fjöl- skyldu Davíðs Oddssonar vegna veikinda ástvinar. En líklega verða þeir þættir aldrei framleiddir því að sumt gerir maður bara ekki. Nær öll umræðan um veikindi Ólafs er frekar til þess fallin að auka fordóma en minnka og því miður er hlutur Ólafs sjálfs þar ekki undanskilinn. En við megum ekki tapa því sem þó hefur áunnist í baráttunni gegn fordómum. Í þeirri baráttu eru frásagnir þeirra sem eru eða hafa verið veikir ómetanlegt framlag. Það er hætt við að þessum hetjum fari fækkandi ef veikindi þeirra verða notuð sem forskeyti í allri umræðu um líf þeirra og störf. En við verðum líka að horfast í augu við að fordómar eru á ábyrgð okkar allra. Hvers vegna er hugtakið „geðveikur“ hlaðið svo neikvæðri merkingu í hugum okkar? Þetta er bara hugtak samsett úr orðunum „geð“ og „veikur“. Menn eru geðstirðir og geðgóðir, hjartveikir og magaveikir án þess að þess að það kalli á slík viðbrögð í hugum okkar. Það erum við sem höfum gefið hugtakinu geðveikur þessa neikvæðu merkingu og það er okkar að draga úr henni. Í mínum huga er ekki rangt að álykta að sá sem tekur hjartalyf sé hjartveikur, sá sem tekur magalyf sé magaveikur og því hlýtur sá sem tekur geðlyf að vera geðveikur. Líkt og með aðra sjúkdóma þá getur mikil þjáning fylgt geðsjúkdómum og sú þjáning getur dregið fólk til dauða. Þjáningin væru ólíkt minni og dauðsföllin færri ef okkur tækist að vinna bug á fordómunum. Höfundur er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Geðhjálpar. Hláturinn lengir lífið – eða hvað? EGGERT S. SIGURÐSSON Soeharto fyrrverandi forseti Indónesíu, sem lést sl. sunnudag, hefur ekki hlotið verðskuldaðan sess í mannkyns- sögubókum þrátt fyrir að hann hafi gegnt mikilvægu hlutverki í alþjóðastjórnmálum á dögum kalda stríðsins. Meðal annars var Soeharto ábyrgur fyrir einum ógurlegustu fjöldamorðum 20. aldar – en töluverð tregða er til þess að rifja upp þá sögu á Vesturlöndum þar sem Soeharto var lengi mikilvægur bandamað- ur engilsaxneskra þjóða í baráttu þeirra við heimskommúnismann og keypti m.a. af þeim vopn í stórum stíl. Málsatvik voru þau að í október 1965 tók her Indónesíu völdin í landinu til að bregðast við valdaránstilraun hóps hershöfðingja. Hið raunverulega áhyggjuefni hershöfðingjanna var þó vinsældir Kommúnista- flokks Indónesíu (PKI) meðal fátækra bænda landsins og óttuðust þeir að hann yrði stærsti flokkur landsins í frjálsum kosningum. Annar skotspónn hershöfðingjanna var Soekarno, forseti landsins, en hann rak sjálfstæða utanríkis- stefnu og varðist auknum áhrif hersins. Í kjölfar valdaránstil- raunarinnar hófust fjöldamorð á stjórnarandstæðingum. Meðal þeirra sem frömdu ódæðisverkin voru stúdentafélög og sérsveitir múslima sem nutu stuðnings hersins. Bandaríska leyniþjón- ustan veitti einnig dygga aðstoð og afhenti dauðasveitum nöfn vinstrisinna sem skyldi útrýma. Alls myrtu vígasveitir á vegum hersins milli 500 þúsund og tvær milljónir manns. Fórnarlömbin voru aðallega vinstrimenn, en líka fólk af kínverskum ættum og aðrir minnihlutahópar. Að fjöldamorðunum loknum var stjórn hersins trygg í sessi. Soekarno var ýtt til hliðar og settur í stofufangelsi, en Soeharto falið einræðisvald í mars 1966. Valdarán hersins vakti heimsathygli og var fyrirmynd svipaðra aðgerða um víða veröld, t.d. valdaráns hersins í Chile 1973. Í kjölfarið var komið á hinni svokölluðu „nýrri skipan“ (orde baru). Kommúnistaflokkurinn og verkalýðsfélög voru bönnuð og ritskoðun tekin upp. Mörghund- ruð þúsund manns voru hneppt í varðhald án dóms og laga og haldið þar áratugum saman án ákæru. Aðrir voru dæmdir að loknum sýndarréttarhöldum og sumir líflátnir. Pyntingar voru daglegt brauð í fangelsum Indónesíustjórnar, en hinn merki rithöfundur Pramoedya Ananta Toer lýsti vistinni þar ágætlega í endurminningum sínum, Einræða mállausa mannsins (Nyanyi sunyi seorang bisu). Stríð við þjóðernisminnihluta Soeharto barðist af hörku gegn sjálfstæðishreyfingum smáþjóða innan indónesíska ríkjasam- bandsins. Vegna alþjóðlegs þrýstings fór fram atkvæða- greiðsla um stöðu Vestur-Papúa árið 1969. Í stað þess að standa við fyrirheit um þjóðaratkvæði var völdum fulltrúum falið að kjósa fyrir hönd eyjarskeggja, með byssukjafta yfir sér. Í kjölfarið var Vestur-Papúa innlimað í Indónesíu. Íbúarnir hafa búið við samfellda skálmöld og þurft að þola ofríki Indónesíu- hers. Opinberar tölur hersins telja að 100.000 manns hafi fallið. Hinn 6. desember 1975 fékk Soeharto tigna gesti, Gerald Ford Bandaríkjaforseta og Henry Kissinger utanríkisráðherra, í heimsókn. Daginn eftir, 7. desember 1975, réðst Indónesíu- her inn í Austur-Tímor. Frelsis- hreyfing Austur-Tímors (Fretil- in) var skilgreind sem kommúnistahreyfing og barin niður, en í staðinn komið á leppstjórn. Um 250.000 manns létu lífið í styrjöld Indónesíuhers við sjálfstæðissinna næstu áratugina, eða um þriðjungur eyjarskeggja; þar af um 10% fyrstu þrjá mánuðina. Austur- Tímor endurheimti ekki sjálf- stæði sitt fyrr en 2002. En Indónesía var náinn bandamaður Bandaríkjanna og stjórnvöld þar vitorðsmenn að innrásinni: Því hlutu sjálfstæðiskröfur eyjar- skeggja lítinn hljómgrunn á alþjóðavettvangi fyrr en að kalda stríðinu lauk á 10. áratugnum. Óuppgerðar sakir Á dögum Soehartos ríkti efna- hagslegur uppgangur í Indónesíu og var iðulega litið framhjá því hvaða verði hann var keyptur. Það sem að lokum varð Soeharto að falli var tvennt; umfangsmikil spilling sem þreifst í skjóli ríkisstjórnar hans og aukinn óróleiki á jaðarsvæðum. Árið 1990 hófst uppreisn í Aceh- héraði á Súmötru og komst hrottaskapur hersins í heims- fréttir. Jukust þá friðsamleg mótmæli uns Soeharto sagði af sér árið 1998. Fljótlega hófst rannsókn á gríðarlegri auðsöfn- un hans og fjölskyldu hans og hann var settur í stofufangelsi. Frá málinu var þó fallið af heilsufarsástæðum. Sonur hans Hutomo Mandala Putra (oft kallaður Tommy Soeharto) var dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir að fyrirskipa morð á dómara, en var látinn laus 2006. Enn alvarlegri eru þó glæpir Soehartos sem hafa hlotið minni athygli fjölmiðla. Enn eru að finnast fjöldagrafir frá árunum 1965-1966 og mannréttindastofn- un Indónesíu (Komnas HAM) tók fjöldamorð Soehartos til rann- sóknar 2003 en hefur allar götur síðan mætt umtalsverðri andstöðu. Enginn hefur enn verið dreginn fyrir rétt eða dæmdur vegna fjöldamorðanna. Gleymd saga úr kalda stríðinu SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Indónesía Ágæt spurning Siv Friðleifsdóttir hefur þungar áhyggjur af að Íslendingar innbyrði allt of mikið af transfitusýrum. Eigum við víst Norðurlandamet í neyslu transfitusýra og það er ekkert til að stæra sig af enda sýrurnar stórskað- legar heilsunni. Það kemur ekki til af sjálfu sér að Danir neyta nánast engra transfitusýra heldur helgast það af lögum sem reisa matvæla- framleiðendum miklar skorður í þessum efnum. Siv tók málið upp á þingi í gær og ætlaði að grennslast fyrir um hvort ríkisstjórn Íslands hefði í hyggju að fara dönsku leiðina og nánast banna transfitusýrur í mat- vælum. Rangur ráðherra Siv beindi spurningu sinni til Þór- unnar Sveinbjarnardóttur umhverf- isráðherra og vonaðist líklega eftir innihaldsríkum svörum. Henni varð þó ekki að ósk sinni því Þórunn upplýsti Siv um að allt sem lýtur að matvælaeftirliti hafi um síð- ustu áramót færst frá umhverfisráðuneyti til sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytis. Þórunn tók engu síður undir með Siv um mikilvægi málsins. Lýsi er hollt Þótt Siv hafi spurt rangan ráðherra hafði hún ekki sagt sitt síðasta um málið. Hún fór aftur í pontu og ítrekaði að ekki væri gaman að eiga Norðurlandamet í transfitusýruhlut- falli og kvað nauðsynlegt að breyta lögum svo hægt yrði að vernda fólk. Benti hún á að þangað til ný lög væru samþykkt gæti fólk varið sig með lýsi því það veitti vörn. Og þrátt fyrir að Þórunn hefði einu sinni tekið til máls og sagt málið ekki á sinni könnu fannst henni nauðsynlegt að tala aftur. Hún þurfti nefnilega að koma því á framfæri að fólk þyrfti að hreyfa sig meira. bjorn@frettabladid.is Á síðastliðnu vori skilaði sérstök Evrópunefnd undir for- ystu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vandaðri skýrslu um Ísland og Evrópusambandið. Þar komu meðal annars fram ábendingar um aukið samráð og meiri tengsl bæði embættismanna og stjórnmálamanna við Evrópusambandið. Evrópunefndin lagði einnig til að Alþingi tæki Evrópumál efnin til umfjöllunar með skipulagðari og markvissari hætti en verið hefur. Það var þörf ábending í ljósi þess hversu samofin íslensk löggjöf er Evrópulöggjöfinni á mörgum sviðum. Í framhaldi af áliti Evrópunefndarinnar gerði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Alþingi í gær grein fyrir skýrslu um innri markað Evrópu. Það er markvert nýmæli í störfum þings- ins. Umfram allt annað er umræða af þessu tagi þó lýðræðisleg nauðsyn þegar til þess er horft að snar þáttur í löggjöf landsins á evrópskar rætur. Krafa Bjarna Benediktssonar, formanns utanríkisnefndar, um virkari afskipti Alþingis af stefnumótun í einstökum málum áður en þeim er endanlega ráðið til lykta á Evrópuvettvangi er tímabær. Það á einnig við um hugmyndir hans um formleg tengsl þingflokka á Alþingi við þingflokka á Evrópuþinginu. Helsti gallinn á skýrslu utanríkisráðherra er sá að í henni er ekkert vikið að þeim miklu breytingum sem orðið hafa síðan aðildin að innri markaði Evrópusambandsins var ákveðin. Þetta á bæði við efnahagslegar og alþjóðapólitískar aðstæður. Þegar horft er til framtíðar er ekki síður brýnt að meta þessar breytingar en augljósan og óumdeildan ávinning af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Hér er vert að hafa í huga að pólitískt vægi þeirra alþjóðasam- taka sem við höfum helst treyst á til að tryggja pólitíska stöðu okkar innan Evrópu hefur minnkað og áhrif þeirra veikst. Þetta á bæði við um Norðurlandaráð og Atlantshafsbandalagið. Að því kemur að við verðum að svara því hvernig við viljum mæta þeim pólitísku breytingum í þeim tilgangi að staða okkar í alþjóðlegu samhengi veikist ekki. Í annan stað eru valdahlutföllin í heiminum að breytast mjög hratt. Vaxandi áhrif Kína og Indlands eru augljósustu merkin þar um. Svara þarf þeirri spurningu hvort þær breytingar gefi tilefni til að styrkja Evróputengslin eða ekki. Í þessu sambandi þarf að meta hagsmuni Íslands í víðtæku samhengi hvort heldur litið er til menningar, viðskipta eða pólitískrar stöðu. Loks má í þriðja lagi nefna nærtækari efnahagslegar breytingar. Í því efni bendir nú flest til þess að til framtíðar verði ekki unnt að tryggja fjármálalegan stöðugleika með íslensku krónunni. Utan- ríkisráðherra vék að vísu lítillega að þessu atriði í ræðu sinni þó að það sé ekki nefnt í skýrslunni. Í þessu samhengi má einnig nefna að sjávarútvegsmálin sýnast ekki lengur vera sú sama hindrun fyrir fullri aðild að Evrópusambandinu og evrópska myntbanda- laginu og áður var. Tengsl Íslands og annarra Evrópuþjóða í framtíðinni á ekki ein- vörðungu að meta í ljósi góðs árangurs af ákvörðunum sem rétti- lega voru teknar fyrir einum og hálfum áratug. Hitt er mun mikil- vægara að leggja línur um framtíðarstöðu Íslands í ljósi ríkjandi aðstæðna og þess sem við blasir um breyttar aðstæður. Æskilegt hefði verið að ríkisstjórnin kastaði betur ljósi á þá framtíðarhags- muni sem Ísland stendur andspænis í þessum efnum og í stærra og víðtækara samhengi en gert var í skýrslunni. Evrópuumræðan: Nýjar aðstæður ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 OPIÐ HÚS HJÁ SVFR Föstudaginn 1. febrúar MIKIÐ STUÐ - HÚSIÐ OPNAR KL. 20.00 Dagskrá: ::: Kynning á heimildarmynd um Veiðivötn - Gunnar Sigurgeirsson ::: Veiðistaðalýsing – Víkurá ::: Kastað með Zpey stönginni – Ásgrímur Ari ::: Guðmundur formaður – Varmá ofl. ::: Myndagetraunin stórskemmtilega ::: Happahylurinn magnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.