Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 30
„Ég og bandið mitt, Dísa og Moses Hightower, erum að leggja loka- hönd á breiðskífuna okkar þessa dagana en stefnt er á að hún komi út í byrjun mars,“ upplýsir söng- konan Bryndís Jakobsdóttir betur þekkt sem Dísa. Lag Bryndísar Anniversary, sem verður að finna á væntanlegri breiðskífu, hefur notið mikilla vinsælda upp á síð- kastið og hefur verið í öðru sæti lagalistans nú í nokkrar vikur. „Ég samdi lagið með vini mínum, Sam Frank saxfónleikara. Við vorum hálfpartinn að leika okkur þegar stefið við lagið varð til,“ segir Bryndís um tildrög lagsins en ann- ars semur hún alla texta og lögin á plötunni að undanskildu einu lagi sem vinkona hennar samdi fyrir hana. „Ég fékk skólafélaga mína úr FÍH til liðs við mig við gerð plöt- unnar en þeir mynda hljómsveit- ina Moses Hightower og hafa verið að gera mjög góða hluti. Við erum að fínpússa plötuna núna og förum hvað úr hverju að verða tilbúin með tónleikaprógrammið okkar,“ segir Bryndís og hlakkar mikið til að fylgja fyrstu breiðskífunni sinni eftir en fyrirtæki hennar Crocodile Music gefur út plötuna. Það er varla hægt að komast hjá því að nefna að Bryndís er dóttir Ragnhildar Gísladóttur og Jakobs Frímanns Magnússonar og á því ekki langt að sækja hæfileikana. Bryndís söng lag móður sinnar „Ljáðu mér eyra“ í kvikmyndinni Veðramót og hlaut mikið lof fyrir en Ragnhildur samdi tónlistina við kvikmyndina. Listrænir hæfileik- ar Bryndísar eru þó ekki einungis bundnir við tónlistina því um dag- inn gerði hún sér lítið fyrir og brá sér í leikstjórastólinn. „Ég leik- stýrði tónlistarmyndbandi í fyrsta sinn um daginn fyrir hljómsveit- ina Frummenn við lagið Teenage Love en myndbandið fer í spilun með vorinu. Mér fannst þetta rosa- lega skemmtilegt ferli og fannst gaman að fá að taka þátt í þessu með þeim,“ segir Bryndís sem er komin með fullt af hugmynd- um fyrir tónlistarmyndbönd eigin laga. „Annars er ég farin að plana næstu og þarnæstu plötu og er komin með fullt af efni til að vinna úr,“ segir hæfileikaríka söngkonan að lokum. bergthora@365.is Bryndís Jakobsdóttir söngkona slær í gegn Listrænn lagasmiður 2 • FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 MORGUNMATURINN: Latte og beygla með rjómaosti, helst á Kaffitári í Bankastræti, ef tími gefst. Það er ávísun á stórkostlegan dag ef mér tekst að koma mér þangað áður en ég mæti í vinnu. SKYNDIBITINN: Eldsmiðjan, pitsa númer S á matseðl- inum. Hún er tryllt! UPPÁHALDSVERSLUN: Krambúðin og búsáhalda- verslun Þorsteins Berg- mann. Eðalbúllur. LÍKAMSRÆKTIN: Að vera ekki með bílpróf er líkams- rækt sem dugar mér. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Það getur nú verið hvar sem er, bara ekki með hverjum sem er. BEST VIÐ BORG- INA: Miðbærinn, allt góða fólkið og íbúðin mín. borgin mín ELSA MARÍA JAKOBSDÓTTIR dagskrárgerðarmaður REYKJAVÍK Fyrstu plötu Bryndísar er beðið með mikilli eftirvæntingu en lagið Anniversary hefur setið í öðru sæti Lagalistans síðustu vikurnar. 2 Li st in n g ild ir 1 . - 8 . f eb rú ar 2 00 8 Skífulistinn er samantekt af mest seldu titlum í Skífunni og verslunum BT út um allt land. Næturvaktin Astrópía No Reservations I Now Pron. You Chuck & Larry Secret, The - íslenskt Top Gear High School Musical 1 Bourne Ultimatum Hairspray Bring It On - In it to win it Disturbia Meet the Robinsons Pirates of the Caribbean 3 Mýrin Doddi þættir 1-8 Grettir í Raun DIE HARD 4 Knocked Up Invisible Taxi 4 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 VINSÆLUSTU DVDVINSÆLASTA TÓNLISTIN Villi Vill Myndin af þér Mugison Mugiboogie Hjálmar Ferðasót Radiohead In Rainbows Páll Óskar Allt fyrir ástina Hjaltalín Hjaltalín Lay Low Ökutímar Ýmsir Pottþétt 45 Sprengjuhöllin Tímarnir okkar Led Zeppelin Mothership Creedence Clearwater R Chronicle: 20 Greatest Hits Cat Stevens The Very Best Of Dísella Solo Noi Bloodgroup Sticky Situation Johnny Cash Ring Of Fire Robert Plant & A. Krauss Raising Sand Eivör Human Child/Mannabarn Gus Gus Forever Sigur Rós Hvarf / Heima 2cd Eagles Long Road Out Of Eden 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Skífulistinn topp 20 A A A N Lækkar frá síðustu viku Hækkar frá síðustu viku Stendur í staðNýtt á listaAftur á lista 1 3 7 9 13 Vinsælustu titlarnir A A N A A N N N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.