Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 34
8 • FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 H anna Stína tekur á móti mér í nýjum húsakynnum AVH arkitekta þar sem hún starfar. Stofan er nýflutt í stærra húsnæði þar sem allt var tekið í gegn og innréttað í þeirra anda. Ljós úr smiðju Toms Dixon hanga í loftinu, röndótt veggfóð- ur prýðir veggina og fundarborð- ið er sprautulakkað karrígult með háglans áferð. Þegar hún er spurð út í útlitið á vinnustaðnum segist hún vera hæstánægð, þetta geri lífið ennþá líflegra og hún er ekki frá því að hún afkasti meiru. Ekki veitir af því hún hefur varla undan, svo mörg eru verkefnin. Síðustu árin hefur hún einna mest verið í því að hanna íslensk lúxusheim- ili en inn á milli hefur hún teiknað verslanir og vinnustaði. Hún á til dæmis heiðurinn að skrifstofum Novator í Lundúnum, skrifstofum Avion Group í Englandi og tækja- versluninni Sense í Hliðarsmára. Það var af einskærri ævintýra- þrá sem Hanna Stína lenti í innan- hússarkitektanámi á Ítalíu. Vin- kona hennar var á leið þangað og á tveimur dögum ákvað hún að freista gæfunnar og fara með. Hún byrjaði í Flórens en færði sig svo yfir til Mílanó þar sem hún hóf nám í skólanum Istituto superiore di architettura e design. Að fara í arkitektanám var þó alls ekki úr lausu lofti gripið því hún hafði frá barnsaldri haft brennandi áhuga á innanstokksmunum. Þegar hún var fjórtán ára heimtaði hún svarthvítan, köflóttan gólfdúk á herbergið sitt og linnti ekki látum fyrr en móðir hennar lét undan. „Sem barn hafði ég miklar skoð- anir á öllu sem móðir mín kom með inn á heimilið og við mamma vorum ekki alltaf sammála. Ég hef alltaf verið mikið fyrir glamúr og mér fannst mamma ekki vera alveg inni á þeirri línu. En auðvitað mótaðist ég af æskuheimilinu og því sem var í gangi þá. Amma mín átti til dæmis Hansahillur og tekk- húsgögn og í dag finnst mér það flott og innanstokksmunir hinn- ar ömmu minnar voru í rókókó- stílnum, en sá stíll finnst mér allt- af töluvert heillandi,“ segir hún og brosir að endurminningunni. Ekki hægt að læra að vera hugmyndaríkur Á Ítalíu blómstraði hún í skólanum og hefur orð á því að það toppi eng- inn þá þjóð þegar kemur að hönn- un. Það er þó alls ekki einn stíll sem ræður ríkjum á Ítalíu held- ur mætast þar tveir ólíkir heim- ar, annars vegar nútímahönnun þar sem mikið er lagt upp úr lýs- ingu og einföldum línum og hins vegar gamli stílinn þar sem út- skorin húsgögn og hin aldagamla ríka listhneigð ræður ríkjum. Hún segist sækja í bæði elementin og hún er sérlega flink í því að blanda skrítnum hlutum saman án þess að það verði klúðurslegt. „Mér finnst mjög mikilvægt að vera samkvæm sjálfri mér í stað þess að reyna að gera eitthvað sem ég held að aðrir fíli. Það kemur alltaf einkennilega út á endanum því þá er hugsjónin horfin.“ Hanna Stína lauk námi árið 2002 og síðasta mánuðinn var hún í starfsnámi á arkitektastofu hjá Franco Raggi sem teiknaði meðal annars höfuðstöðvar Gianfranco Ferré. „Hann er skondinn, sirka 108 cm á hæð en með egó á stærð við fjölbýlishús, eins og svo marg- ir Ítalir. Hann teiknaði allt í hönd- unum og ég var að vinna í tólf tíma á dag,“ segir Hanna Stína og segist hafa verið pískað út en hún starf- aði hjá honum nokkrum mánuðum lengur en áætlað var. Þegar heim var komið fór hún í samstarf við annan hönnuð. „Ég vann með Rúnu Kristinsdóttur sem er einn mesti snillingur sem ég hef kynnst. Hún hefur ótrú- legt hugmyndaflug og ákaflega flink í sínu starfi. Þótt hún sé ekki sprenglærð hefur hún miklu meiri dýpt en margir aðrir sem eru lang- skólagengnir hönnuðir. Það sýnir manni enn og aftur að námið er stökkpallur og opnar manni dyr inn í atvinnulífið en þetta er ekki eins og að læra að vera lækn- ir. Maður lærir ekki að vera hug- myndaríkur.“ London kallar Hanna Stína og Rúna unnu saman í eitt og hálft ár en þá fékk hún það verkefni að hanna skrifstofur Novator í London en það er fjár- festingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar. Hönnu Stínu fannst forsvarsmenn Novators djarfir að ráða svona ungan hönn- uð í jafn veigamikið verkefni og viðurkennir að hún hafi stundum sopið hveljur á meðan á verkefn- inu stóð. „Ég henti mér algerlega út í djúpu laugina og í raun var ég mjög hissa á því að þeir skyldu velja mig þar sem þeir hefðu getað fengið hvaða heimsþekkta hönn- uð sem er. Mér fannst þetta lýsa þeirra hugsunarhætti vel enda þora þeir að taka áhættu.“ Þegar hún er spurð að því hvað hafi verið erfiðast við Novator-verkefnið nefnir hún eigið óöryggi. „Í fyrstu var ég svolítið feimin við að koma mínum hugmyndum á framfæri en sjálfstraustið jókst þegar líða tók á verkefnið og auðvitað er það allt- af að aukast. Það er aldrei hægt að hafa of mikla trú á sjálfum sér og það er aldrei hægt að segja að neitt verkefni sé fullkomið í huga mínum þó að það sé að sjálfsögðu vonandi svoleiðis fyrir þeim sem ég er að teikna fyrir, mér finnst ég alltaf geta bætt mig og eflt með hverju verkefni sem klárast.“ Þegar verkefni Novator lauk fór hún að vinna sjálfstætt. Það leið þó ekki á löngu þar til hún var komin í samstarf. „Fljótlega fór ég að vinna töluvert með AVH arkitektum og við hönnuðum skrifstofur Avion Group í Manston í Englandi. Í framhald- inu fór ég að taka mikið af einka- heimilum. Í dag eru einkaheimil- in stærstu verkefnin mín,“ segir Hanna Stína sem hefur aldrei aug- lýst sig að ráði. Þegar hún er spurð út í kúnnahópinn vill hún ekki segja mikið en blaðamaður hefur heim- ildir fyrir því að hún hafi hann- að heimili fyrir marga þekkta og vel stæða Íslendinga. „Það er allur gangur á því. Þótt ég sé að vinna fyrir fólk sem á peninga þá hugsa ég alltaf um praktísku hliðarnar og gæti þess að keyra kostnað ekki úr hófi fram. Ég hugsa alltaf um fjár- hagslegu hliðina. Oft byrja ég með dýrari útfærslur og svo dreg ég úr ef fólk vill það. Ég hef aldrei verið Verkin eru bestu meðmælin Það er glamúrfílingur í kringum innanhússarkitektinn, Hönnu Stínu Ólafsdóttur, en síðan hún útskrifaðist hefur hún haft það markmið að hönnuninni séu engin takmörk sett. Þetta hefur gert það að verkum að hún er orðin einn af eftirsóttustu innanhússarkitektum landins. Marta María Jónasdóttir fór í heimsókn til hennar. Draumaframtíðarverkefni: Heilt hotel concept, allt frá branding og þess háttar til innanhússhönnunar (herbergi, veitingastaður, spa o.s.frv.) til hönnunar á borðdúkum og borðbúnaði. Fyrirmyndir í hönnun og arkitekt- úr: India Mahdavi, Antonio Citter- io, Tom Dixon, Patrizia Urquoila, Piero Lissoni, Marc Newson, Sant- iago Calatrava, Zaha Rashid, Kelly Hoppen, Mies Van Der Rohe, Vern- er Panton. Heimili mitt er ... „a work in prog- ress“, samansafn af fortíð og nútíð, hlýlegt og persónulegt, griðastaður fyrir mig og dóttur mína. Vinnan mín er... mitt áhugamál og ástríða, mín útrás fyrir sköpunar- gleði og orku Mesti lúxusinn... að eyða tíma með dóttur minni og geta hlakkað til að fara í vinnuna alla morgna. Dekrið: Þriggja daga spa-meðferð í Sviss. Slökunin: Frí, hvar sem er á jarð- kringlunni án gsm og tölvupósts. Drykkurinn: Soya latte með vanillu Uppáhaldsmaturinn: Ítalskur, oriental fusion, og sushi. Uppáhaldsverslunin: Það slær ekk- ert við upplifuninni að ganga um fallega húsgagnabúð og að koma við hluti með sál, ég er hrifin af Ni- cole Farhi í London, þar er allt í bland, antíkhlutir, retro-hlutir og svo nýir, og svo er alltaf gaman að fara í Zara Home, frábærir hlutir á frá- bæru verði, kannski er ég hrifnust af búðum erlendis sem ég kemst sjaldan í, lætur mig meta þær meira – of langur listi! Hvað getur umbreytt heimili: Fal- legar gólfmottur og púðar, lampa- lýsing, fersk afskorin blóm og ilm- kerti. Ofmetið í hönnun: Stór nöfn. Vanmetið í hönnun: Fólkið á bakvið stóru nöfnin. Áramótaheitið: Að nýta alla fyrri reynslu mínar til góðs, hvort sem um er að ræða jákvæðar eða nei- kvæðar og brosa. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.