Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 42
 1. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● kópavogur Leikfélag Kópavogs stendur í stórræðum en síðustu mánuði hafa meðlimir þess verið að innrétta og smíða nýtt leikhús að Funalind 2. „Kópavogsbær úthlutaði okkur húsnæði í ágúst í fyrra sem við erum núna að innrétta sem leik- hús. Þetta verður fyrsta húsnæðið í Kópavogi sem ætlað er til leiksýn- inga,“ segir Hörður Sigurðarson, varaformaður Leikfélags Kópa- vogs. „Við gerðum rekstrarsamn- ing við bæinn og skuldbindum okkur til að sinna ákveðinni starf- semi svo sem setja upp sýning- ar, vera með barnastarf og fleira. Við sjáum svo um að koma húsinu í stand og gera leikhús úr því. Þetta gengur hægt og bítandi og kost- ar mikla peninga. Við höfum leit- að stuðnings hjá ýmsum aðilum og fengum meðal annars smá styrk frá bænum,“ segir Hörður en meðlim- ir félagsins hafa unnið í sjálfboða- vinnu við að koma húsinu í stand. „Við fengum arkitekt til að hanna húsið að innan en þar fyrir utan höfum við séð um vinnuna ein. Hér leynist fólk með kunnáttu og þekk- ingu á fjölmörgum sviðum.“ Leiklistarstarfsemin gleymist ekki þrátt fyrir framkvæmdirnar og eru tvær leiksýningar væntan- legar. „Unglingadeildin okkar er að setja upp verk sem heitir Börn mánans og er í leikstjórn Sigur- þórs Alberts Heimissonar. Frum- sýning er áætluð í nýja húsnæðinu eftir rúman mánuð við frumstæð- ar aðstæður. Svo er almenna deild- in einnig að fara af stað með verk- efni undir stjórn Ágústu Skúladótt- ur. Það verður frumsýnt í vor, um það leyti sem húsnæðið verður að mestu fullbúið. Ég vil ekki upplýsa strax hvaða verk þetta er en get sagt að það er sótt úr íslenska leik- listararfinum,“ segir Hörður. En hverjir eru meðlimir í leik- félaginu? „Þetta eru allra handa kvikindi,“ segir hann hlæjandi. „Þetta er opið félag og allir sem hafa áhuga geta gerst meðlimir í því. Þetta er áhugaleikfélag sem starfar á föstum grunni.“ - mth Leikarar innrétta leikhúsið Gísli Björn og Hörður leggja sitt af mörkum við að klára húsnæði leikfélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þóranna Tómasdóttir Gröndal íslenskufræðingur hefur búið við Hlíðarveg í Kópavogi í yfir þrjátíu ár. Keilir blasir við úr gluggunum og þótt hann sé ávallt sá sami hefur útsýnið mikið breyst frá því hún flutti inn. „Þegar við komum hingað, ég og maðurinn minn, Gylfi Gröndal, sem er nú látinn, þá gátu börn- in okkar farið hér niður í dalinn í berjamó. Þar var allt óbyggt. Því var mjög mikið frjálsræði fyrir þau að alast hér upp,“ segir Þór- anna brosandi og bendir til suðurs yfir Kópavogsdalinn og hæðirnar handan hans. Hvarvetna getur nú að líta víðáttumikla byggð, íbúðar- hús, verslunarmiðstöðvar, turna og vegamannvirki. Spurð hvort Hlíðarvegurinn hafi verið neðsta gatan í suðurhlíðum Kópavogs þegar hún flutti þangað svarar hún: „Nei, Hvammarnir voru byggðir áður. Svo voru komin nokkur hús hér uppi í brekkunni líka en engin niðri í dalnum. Þar voru ræktaðar kartöflur og við leigðum þar garð- land í nokkur ár.“ Þóranna tekur fram að þegar að sé gætt sé dalurinn enn mjög fal- legur því haldið hafi verið eftir ágætu útivistarsvæði nærri lækn- um sem liðast þar um. Þar séu góðar gönguleiðir, falleg tjörn og fuglalíf. „Svo eru bekkir og lítið tréhús sem hægt er að setjast inn í niðri við vatnið,“ lýsir hún og kveðst ákaflega vel í sveit sett enda hafi hún allt innan seiling- ar sem hún þurfi. „Það er allt við höndina, annaðhvort uppi á hæð- inni eða niðri í dalnum,“ bendir hún á og heldur áfram: „Kópavog- ur er menningarlegur bær með frábæru bókasafni, náttúrufræði- stofu, listasafni og tónlistarhúsi og það er gaman að ganga hér upp á hæðina og heimsækja þessi menn- ingarhús. Þar blasir líka við okkar fagra Kópavogskirkja. Hamra- borgin varð hins vegar aldrei eins og hún átti að vera því uppruna- lega var gert ráð fyrir að hún yrði yfirbyggð. En við höfum mikil- vægar stofnanir þar í nágrenninu eins og bæjarskrifstofurnar.“ Þóranna nýtur þess líka að eiga stutt í vinnu því hún kennir ís- lensku við Menntaskólann í Kópa- vogi sem einmitt er uppi á hálsin- um eins og Kópavogsskóli þar sem hún byrjaði kennsluna. Hún hefur vitaskuld fylgst með ófáum Kópa- vogsbúum vaxa úr grasi og finnst það ánægjulegt en skyldi hún fara eitthvað um nýju hverfin; Lindirn- ar, Kórana, Vatnsendann og Hvörf- in? „Já, ég geri það nú,“ svarar hún glaðlega. „Ég fer oft í Salalaugina bæði í sund og líkamsrækt. Gamla laugin okkar við Borgarholtsbraut- ina býður upp á það líka og ég fer í þær til skiptis. Að lokum er Þóranna spurð hvort hún sé ánægð með hvernig Kópavogur hefur þróast. „Ég er ekki alveg sátt við turn- ana, mér finnst þeir spilla útsýn- inu en að öðru leyti er ég ánægð með hvað bæjarfélagið hefur vaxið, hvað það er öflugt og hvað allt gengur vel. Svo höfum við eignast kirkjugarð svo við þurf- um ekki lengur að fara úr Kópa- vogi þegar við deyjum.“ - gun Hefur allt við höndina „Sumum hefur þótt erfitt að rata í Kópavogi en ég get ekki sagt að mér hafi fundist það,“ segir Þóranna sem hefur horft á bæinn sinn þenjast út. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Smáralind • sími 517-5330 www.adams.is • adams@adams.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.