Tíminn - 01.07.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.07.1981, Blaðsíða 10
 ANDLITSNUDD ER BRÁÐNAUÐSYNLEGT ■ Sagt er, að andlitið eldist fyrr en aðrir hlutar lík- amans, og er það af leiðing lélegs blóðstreymis, þurrks og slappra vöðva. Húðin í andlitinu er þynnri og við- kvæmari en húðin annars staðar á líkamanum, og auk þess mæðir meira á henni vegna þess að um hana leik- ur vindur. Kuldinn á greiðan aðgang að húðinni og sól- in skín á andlitið og þurrkar upp andlitshúðina. Þurrt loftið í húsunum okkar hefur heldur ekkert sérlega góð áhrif, að þvi er sagt er. Gott krem getur mýkt upp húöina og komiö i veg fyrir aö hún þorni um of, en þaö eitt nægir þó ekki til aö halda henni fallegri. Til þess aö bæta húöina eins og frekast er kostur er rétt aö fá frekar feitt krem og bera það á andlitið og beita síðan andlitsnuddi. Það örvar blóö- rásina og vöðvarnir styrkjast. Byrjið snemma Það er um aö gera aö byrja á andlitsnuddinu strax á unga aldri. Ekki ætti fólk að biða lengur en fram til 25 ára aldurs. t byrjun þarf andlitið kannski ekki á nuddi að halda á hverjum degi, en þegar fram i sækir er rétt að eyða aö minnsta kosti 5 til 10 minútum daglega i þessa heilsurækt, þvi heilsurækt er það svo sannarlega. Sértu komin yfir þritugt, og hafir þú aldrei hugsað að ráði um húðina verðurðu að taka þér tak og byrja strax i dag. Þú getur gert töluvert sjálf, en kannski væri rétt aö ræöa viö snyrtisérfræðing áöur en lengra er haldiö og vita hvort eitthvað ber að varast. Húð fólks er svo ólik, að það sem einum hentar hentar ef til vill alls ekki öðrum. Áður en þú tekur til viö and- litsnuddið verðurðu að hreinsa húðina vandlega. Gott er aö gera þaö með hreinsikremi. Littu á myndina, sem hér fylgir með, og sýnir hvernig strjúka á andlitið. Farðu eftir örvunum á myndinni og mundu, aö alltaf á að strjúka eins og sýnt er á myndinni. Blóöstreymiö eykst Eftir að þú hefur hreinsaö andlitið með hreinsikreminu þværðu það af með vatni eða andlitsvatni. Loks þarf að bera næturkrem framan i sig. Þá er kominn timi til að setjast niður helstfyrir framan spegil til þess að sjá sem best, hvernig fingr- unum er strokið eftir andlitinu. Þegar þú hefur náð æfingu, getur vel verið að þér þyki betra litið utafiiggjandi, BWðstreymið að leggjast út af og strjúka and- ti! höfuösihs evkst Hka við það, sem er einmitt tilgangurinn með þessu öllu. Gott er að klappa og nudda til skiptis létt með fingrunum, og að minnsta kosti 10 til 15 sinnum á hverjum staö. Faröu varlega, þegar þú nuddar umhverfis augun. Það verður aö gera ein- staklega mjúklega. Gott er að minnast þess, aö andiitið nær i raun lengra en rétt niður fyrir hökuna. Haltu á- fram að nudda niöur hálsinn og út á axlir eftir þvi sem þú getur. Eins og sést á myndinni liggja allar linurnar i andlitinu upp á við, en hins vegar niður á við á hálsinum. Þegar þú hefur lokið við að nudda andlitið skaltu þurrka burtu það sem enn kann að vera eftir af kreminu. Agætt er að nota til þess þurra frottitusku. Bleyttu svo bómullarhnoðra i köldu vatni, og dúppaðu andlitið neðan frá og upp eftir með hnoðranum. Nú ertu tilbúin til þess að fara i rúmið. Þú þarft ékki að bera meira krem framan i þig, vegna þess að of mikið krem getur eins verið skaðlegt eins og of litið krem. Húðin verður að fá tæki- færi til þess að anda. Vera kann, að þér finnist þetta heldur mikið mas til þess að gera það á hverjum degi, en betra er að nudda andlitið nakkrum sitsnum ? viku eða mánuði heídur en ai!s ekki. Betra er sjaidan eri aidrei. wmsm * .. n wmmm Vor og sumartízkan í Sovétríkjunum ■ Tískan verður til víðar en í París, London eða New York. í Sovétrikjunum eru einnig starfandi tisku- hönnuðir, og þeir skapa tísku fyrir landa sína. Forvitnilegt er að sjá, hverju Sovéttískan líkist, og þess vegna birtum við hér tvær myndir. önnur þeirra er af kvöldkjól úr næfurþunnu og gegnsæju efni. Hann myndi áreiðan- lega sóma sér vel hvar sem væri i heiminum. Hin myndin er af ungu pari. Karlmaðurinn klæðist hátiskuföt- um og sama er að segja um stúlk- una. Þetta siða pils má jafnt nota að degi til eða að kvöldlagi. Pils stúlkunnar er meö pifum að neðan, og blússan með teygju i mittið ekki ólikt þvi, sem hér vestra gerist um teygjupilsin, sem mjög eru i tisku. Samkvæmt upplýsingum, sem okkur hafa borist er mikiö i tisku að nota saman tvo gjörólika liti, dökkan og ljósan. Ef ekki er hægt að koma þvi við að nota þessar litaandstæður i fatnaðinum sjálfum eru skór, töskur, höfuöfatnaöur eða eitt- hvað annaö, sem fólkið ber, haft i lit, sem nánast stingur i stúf viö annan fatnað. Myndin af unga parinu sýnir tiskuna frá Riga i Lettlandi, en ekki er vitaö nákvæmlega frá hvaða tiskumiöstöð kvöldkjóllinn kemur. fb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.